Gunnar Nelson: Hann hélt mér niðri og kitlaði mig Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. október 2015 08:30 John Kavanagh hefur þjálfað Gunnar Nelson lengi. vísir/getty Gunnar Nelson sat fyrir svörum á opnum fundi í Dyflinni á Írlandi með góðvini sínum Conor McGregor og þjálfara þeirra, John Kavanagh. Þar ræddu þeir félagarnir um upprisu sína innan UFC, en báðir eru orðnir stjörnur í bardagaheiminum. Conor þó töluvert stærri. Gunnar sagði sögu af Kavanagh frá því hann kom fyrst til Íslands. Sögu sem írski bardagaþjálfarinn varð rauður í framan við að heyra. „Þegar hann kom fyrst til Íslands glímdum við aðeins og þá hélt hann mér bókstaflega niðri og kitlaði mig. Hann hélt mér niðri með annarri hendi og kitlaði mig með hinni,“ sagði Gunnar og allt varð vitlaust í salnum. Aðspurður hvort þetta væri satt hló Kavanagh og sagði: „Þetta eru lygar. Nú heldur hann mér niðri og kitlar mig.“ Þegar Kavanagh var svo spurður hvað hann hefði séð í Gunnari var öskrað úr salnum: „Lögsókn.“ Þá ætlaði allt um koll að keyra. „Írski húmorinn þarf alltaf að fara í þessa átt,“ sagði Gunnar þá við mikla hrifningu Íranna sem hlógu sig máttlausa. Conor og Gunnar undirbúa sig þessa dagana af kappi fyrir bardaga sína á UFC 194-bardagakvöldinu í Las Vegas sem fram fer 12. desember. Þar mætir Conor Brasilíumanninum Jose Aldo í baráttunni um heimsmeistaratitilinn og Gunnar á fyrir höndum sinn stærsta bardaga á ferlinum gegn reynsluboltanum Demian Maia. MMA Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Gunnar Nelson sat fyrir svörum á opnum fundi í Dyflinni á Írlandi með góðvini sínum Conor McGregor og þjálfara þeirra, John Kavanagh. Þar ræddu þeir félagarnir um upprisu sína innan UFC, en báðir eru orðnir stjörnur í bardagaheiminum. Conor þó töluvert stærri. Gunnar sagði sögu af Kavanagh frá því hann kom fyrst til Íslands. Sögu sem írski bardagaþjálfarinn varð rauður í framan við að heyra. „Þegar hann kom fyrst til Íslands glímdum við aðeins og þá hélt hann mér bókstaflega niðri og kitlaði mig. Hann hélt mér niðri með annarri hendi og kitlaði mig með hinni,“ sagði Gunnar og allt varð vitlaust í salnum. Aðspurður hvort þetta væri satt hló Kavanagh og sagði: „Þetta eru lygar. Nú heldur hann mér niðri og kitlar mig.“ Þegar Kavanagh var svo spurður hvað hann hefði séð í Gunnari var öskrað úr salnum: „Lögsókn.“ Þá ætlaði allt um koll að keyra. „Írski húmorinn þarf alltaf að fara í þessa átt,“ sagði Gunnar þá við mikla hrifningu Íranna sem hlógu sig máttlausa. Conor og Gunnar undirbúa sig þessa dagana af kappi fyrir bardaga sína á UFC 194-bardagakvöldinu í Las Vegas sem fram fer 12. desember. Þar mætir Conor Brasilíumanninum Jose Aldo í baráttunni um heimsmeistaratitilinn og Gunnar á fyrir höndum sinn stærsta bardaga á ferlinum gegn reynsluboltanum Demian Maia.
MMA Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira