Sonur Alexanders áberandi hjá Hoffenheim: Marksækinn varnarmaður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. október 2015 11:30 Feðgarrnir Lúkas og Alexander. Mynd/Heimasíða Hoffenheim Alexander Petersson, landsliðsmaður í handbolta, og Lúkas, ellefu ára sonur hans, eru í ítarlegu viðtali á heimasíðu þýska knattspyrnufélagsins Hoffenheim, þar sem sá síðarnefni hefur verið að vekja athygli fyrir frammistöðu sína á knattspyrnuvellinum. Lúkas hefur búið alla sína tíð í Þýskalandi enda hefur faðir hans spilað með þýskum handboltaliðum frá 2003. Alexander spilar nú með Rhein-Neckar Löwen í Mannheim en skammt undan er Hoffenheim með sína starfssemi. Komið er víða við í viðtalinu en sagt er frá því að Lúkas sé kröftugur varnarmaður sem vegna hæðar sinnar er áberandi leikmaður í U-12 liði Hoffenheim. Í síðustu viku skoraði hann mark í 11-0 sigri. „Í þessu liði geta varnarmenn líka skorað,“ sagði Lúkas sem hætti að æfa handbolta eftir að áhuginn dofnaði á íþróttinni vegna tíðra tapa liðs hans, TV Dielheim. Lúkas fær mikið hrós frá þjálfara sínum hjá Hoffenheim, Paul Tolasz. „Hann er þroskaður og afar klókur leikmaður miðað við jafnaldra sína,“ sagði Tolasz. „Hann er öðrum mikil fyrirmynd, jafnt innan vallar sem utan, og er afar agaður.“ Lúkas styður vitanlega Hoffenheim en er einnig hlýtt til Bayern München, þar sem fyrirmynd hans er varnarjaxlinn Jerome Boateng. Hann styður bæði þýska landsliðið og íslenska, nema þegar þau mætast innbyrðis. „Þá held ég með Íslandi,“ segir Lúkas sem spilar í treyju númer fimmtán, rétt eins og foreldrar hans gerðu með íslenska landsliðinu og Alexander gerir enn. Móðir Lúkasar er Eivor Pála Blöndal, fyrrum landsliðskona í handbolta og leikmaður Vals. Fram kemur í viðtalinu að Alexander sé duglegur að fylgjast með syni sínum og mætir á leiki hans þegar hann er ekki í keppnisferðum með Rhein-Neckar Löwen. Rætt er við hann um árin á Íslandi, fjölskylduna, handboltaferilinn og góðan árangur Íslands í íþróttum. „Það er rétt að Íslendingar eru miklir baráttumenn,“ sagði Alexander spurður hvort að mikið keppnisskap Íslendinga í íþróttum megi rekja allt aftur til víkinganna. „En fyrir marga er góður árangur í íþróttum eini möguleiki þeirra til að komast frá eyjunni af og til og njóta betra veðurs. Þess vegna leggja þeir svona mikið á sig á æfingum og gefast aldrei upp.“ Hann segir að sonur sinn, Lúkas, sé baráttunagli. „Hann er með svipaðan persónuleika og ég og þó svo að ákefðin sé ekki jafn mikil þá getur hann látið vel heyra í sér þegar hlutirnir ganga ekki nógu vel.“ Alexander segir að enn sé mögulegt að Lúkas spili aftur handbolta síðar en að hann fái frelsi til að ákveða sig sjálfur. „Hann á að fá að gera það sem honum langar til. Ég byrjaði ekki sjálfur að æfa handbolta fyrr en ég varð þrettán ára gamall.“ Handbolti Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Sjá meira
Alexander Petersson, landsliðsmaður í handbolta, og Lúkas, ellefu ára sonur hans, eru í ítarlegu viðtali á heimasíðu þýska knattspyrnufélagsins Hoffenheim, þar sem sá síðarnefni hefur verið að vekja athygli fyrir frammistöðu sína á knattspyrnuvellinum. Lúkas hefur búið alla sína tíð í Þýskalandi enda hefur faðir hans spilað með þýskum handboltaliðum frá 2003. Alexander spilar nú með Rhein-Neckar Löwen í Mannheim en skammt undan er Hoffenheim með sína starfssemi. Komið er víða við í viðtalinu en sagt er frá því að Lúkas sé kröftugur varnarmaður sem vegna hæðar sinnar er áberandi leikmaður í U-12 liði Hoffenheim. Í síðustu viku skoraði hann mark í 11-0 sigri. „Í þessu liði geta varnarmenn líka skorað,“ sagði Lúkas sem hætti að æfa handbolta eftir að áhuginn dofnaði á íþróttinni vegna tíðra tapa liðs hans, TV Dielheim. Lúkas fær mikið hrós frá þjálfara sínum hjá Hoffenheim, Paul Tolasz. „Hann er þroskaður og afar klókur leikmaður miðað við jafnaldra sína,“ sagði Tolasz. „Hann er öðrum mikil fyrirmynd, jafnt innan vallar sem utan, og er afar agaður.“ Lúkas styður vitanlega Hoffenheim en er einnig hlýtt til Bayern München, þar sem fyrirmynd hans er varnarjaxlinn Jerome Boateng. Hann styður bæði þýska landsliðið og íslenska, nema þegar þau mætast innbyrðis. „Þá held ég með Íslandi,“ segir Lúkas sem spilar í treyju númer fimmtán, rétt eins og foreldrar hans gerðu með íslenska landsliðinu og Alexander gerir enn. Móðir Lúkasar er Eivor Pála Blöndal, fyrrum landsliðskona í handbolta og leikmaður Vals. Fram kemur í viðtalinu að Alexander sé duglegur að fylgjast með syni sínum og mætir á leiki hans þegar hann er ekki í keppnisferðum með Rhein-Neckar Löwen. Rætt er við hann um árin á Íslandi, fjölskylduna, handboltaferilinn og góðan árangur Íslands í íþróttum. „Það er rétt að Íslendingar eru miklir baráttumenn,“ sagði Alexander spurður hvort að mikið keppnisskap Íslendinga í íþróttum megi rekja allt aftur til víkinganna. „En fyrir marga er góður árangur í íþróttum eini möguleiki þeirra til að komast frá eyjunni af og til og njóta betra veðurs. Þess vegna leggja þeir svona mikið á sig á æfingum og gefast aldrei upp.“ Hann segir að sonur sinn, Lúkas, sé baráttunagli. „Hann er með svipaðan persónuleika og ég og þó svo að ákefðin sé ekki jafn mikil þá getur hann látið vel heyra í sér þegar hlutirnir ganga ekki nógu vel.“ Alexander segir að enn sé mögulegt að Lúkas spili aftur handbolta síðar en að hann fái frelsi til að ákveða sig sjálfur. „Hann á að fá að gera það sem honum langar til. Ég byrjaði ekki sjálfur að æfa handbolta fyrr en ég varð þrettán ára gamall.“
Handbolti Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Sjá meira