Kennarar við Norðlingaskóla: „Borgin hefur stefnt skólabyrjun allra nemenda skólans í hættu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2015 16:34 Skólasetning var í Norðlingaskóla klukkan 16 í dag. Myndin er úr safni þegar nemendur skólans veittu SÁÁ álfinum viðtöku. Vísir/Vilhelm Kennarar við Norðlingaskóla gagnrýna harðlega það ábyrgðarleysi sem þeir segja skólayfirvöld í Reykjavík sýna með því að hefja starfsárið án þess að tryggja skólanum nægt fjármagn til að standa undir rekstri. Þörf skólans fyrir gæslu sé miklu meiri en svo að tími finnist óvænt í skoðun á störfum einstakra kennara skólans. Ekki sé verið að leita að verkefnaskorti einstakra kennara heldur að fólki sem gefi eftir.Í hádegisfréttum Bylgjunnar var fjallað um að titringur sé á meðal kennara vegna ákvæðis í nýjum kjarasamningum um gæslu nemenda á matmálstímum. Ólafur Lotsson segir að málin muni leysast með betra samtali stjórnenda við kennara. Í ályktun kennara við Norðlingaskóla segir að í sveigjanlegu skólastarfi verði kennarar og stjórnendur að hafa bakland í samstarfsfólki og kollegum. „Reykjavíkurborg hefur keypt af kennurum bæði forfallakennslu og gæslu frá upphafi skólahalds í Norðlingaskóla. Við gerð núgildandi kjarasamninga kusu sveitarfélögin að hætta því og treysta þess í stað á sérstök kaup gæslu og – í fyllingu tímans – þróun starfshátta sem gerði gæslu að eðlilegum hluta starfsins. Með því að vinna ekki markvisst að slíkri þróun meðfram gerð samninganna og í kjölfar samþykktar hefur borgin í raun og veru lokað á seinni möguleikann og situr því uppi með að þurfa að greiða gæslu fullu verði eða grípa til örþrifaráða á síðustu stundu. “ Segja kennararnir að öþrifaráð séu óverjandi í skólastarfi og borgin hafi stefnt skólabyrjun allra nemenda skólans í hættu. Að því er virðist vegna þess að hún taldi sig komast upp með það eða í tómu hugsunarleysi. „Það er djúpstætt metnaðarleysi við stjórnun skólamála að ætlast sé til að kennarar finni lausn á vanda sem er á ábyrgð skólayfirvalda. Það bætist ofan á ábyrgðarleysið í því að láta slíka stöðu koma upp,“ segir í ályktuninni sem sjá má í heild sinni hér að neðan.Ályktun kennara við NorðlingaskólaKennarar við Norðlingaskóla fordæma harðlega það ábyrgðarleysi sem skólayfirvöld í Reykjavík sýna með því að hefja starfsárið án þess að hafa tryggt skólanum nægt fjármagn til að standa undir rekstri. Kennarar skólans hafa ævinlega sýnt í störfum sínum sveigjanleika og vilja til að vinna með stjórnendum og skólayfirvöldum að fjölbreyttu og góðu skólastarfi. Þeim mun sárara er það að skólayfirvöld skuli ítrekað staðfesta versta grun um metnaðarleysi og ósveigjanleika þegar kemur að réttmætu endurgjaldi fyrir vinnu kennara.Þótt kennarar fagni því að í sameiginlegri yfirlýsingu Kennarafélags Reykjavíkur, Félags skólastjórnenda í Reykjavík og fræðsluyfirvalda í Reykjavík komi fram að bregðast þurfi við álagi á kennara og að skólaþróun sé mikilvæg eru slíkar yfirlýsingar með öllu haldlausar þegar þess er krafist á sama tíma að kennarar bæti á sig verkefnum ofan á fullt starf. Þá telja kennarar að sú aðferðafræði að reyna að ná fram lausn í málum af þessu tagi með því að einangra kennara í hagsmunagæslu sinni sé einkar ámælisverð. Fólk í fullu starfi er í fullu starfi. Skólayfirvöld í Reykjavík hafa í sameiginlegri yfirlýsingu viðurkennt hið mikla álag sem er á kennurum. Þörf skólans fyrir gæslu er miklu meiri en svo að tíminn finnist óvænt í skoðun á störfum einstakra kennara skólans. Enda er ekki verið að leita að verkefnaskorti einstakra kennara. Það er verið að leita að fólki sem gefur eftir. Í þróun sveigjanlegs skólastarfs skiptir öllu máli að kennarar og stjórnendur hafi bakland í samstarfsfólki sínu og kollegum. Þá er það réttlætismál að skipting byrða og gæða sé sanngjörn og gegnsæ. Í þessu máli munu kennarar skólans hér eftir sem hingað til koma fram sem ein heild þótt aðstæður þeirra séu auðvitað breytilegar og viðfangsefnin fjölbreytt. Þar fylgja þeir raunar fordæmi borgarinnar og fleiri sveitarfélaga sem leggja ofurkapp á samstöðu í túlkun og framkvæmd kjarasamninga. Reykjavíkurborg hefur keypt af kennurum bæði forfallakennslu og gæslu frá upphafi skólahalds í Norðlingaskóla. Við gerð núgildandi kjarasamninga kusu sveitarfélögin að hætta því og treysta þess í stað á sérstök kaup gæslu og – í fyllingu tímans – þróun starfshátta sem gerði gæslu að eðlilegum hluta starfsins. Með því að vinna ekki markvisst að slíkri þróun meðfram gerð samninganna og í kjölfar samþykktar hefur borgin í raun og veru lokað á seinni möguleikann og situr því uppi með að þurfa að greiða gæslu fullu verði eða grípa til örþrifaráða á síðustu stundu. Örþrifaráð eru óverjandi í skólastarfi og ganga í berhögg við allt það sem fagleg skólaþróun stendur fyrir. Borgin hefur stefnt skólabyrjun allra nemenda skólans í hættu. Að því er virðist vegna þess að hún taldi sig komast upp með það eða í tómu hugsunarleysi. Stjórnendur biðla nú til kennara um að bæta á sig verkefnum til að tryggja að börn og foreldrar bíði ekki skaða af framtaksleysi skólayfirvalda. Skólayfirvöld lofa að hafa álag og skólaþróun í huga næstu misseri. Vilji til að verða við slíkum óskum grundvallast á trausti. Reykjavíkurborg hefur því miður glatað trausti kennara skólans á undanförnum árum. Kennarar Norðlingaskóla hafa áður fært fórnir að beiðni skólayfirvalda. Reynslan af því er vægast sagt vond. Stjórnendur Skóla- og frístundasviðs eiga ekki trúnað kennara eftir það sem á undan er gengið. Þá er mikilvægt að hafa í huga að sem langstærsti aðilinn innan Sambands sveitarfélaga kaus borgin vitandi vits að afnema þá tilraun sem í gangi var í skólanum gegnum bókun 5 og seinna 2.1.6.3. Með því að kasta henni á glæ má líta svo á að ekki sé áhugi á þeim sveigjanleika í starfsháttum sem tíðkast hafa við skólann, bæði hvað varðar forfallakennslu og gæslumál. Staðan í dag er óþolandi. Engar lausnir eru til án fórna. Velja þarf á milli þess að fórna peningum – eða gæðum skólastarfsins. Skólayfirvöld virðast síður vilja fórna peningum en gæðum. Það að gera ekki neitt er líka skaðlegt. Líklega skaðlegasti kosturinn af þeim öllum. Það er djúpstætt metnaðarleysi við stjórnun skólamála að ætlast sé til að kennarar finni lausn á vanda sem er á ábyrgð skólayfirvalda. Það bætist ofan á ábyrgðarleysið í því að láta slíka stöðu koma upp. Af þessu tilefni árétta kennarar Norðlingaskóla eftirfarandi: 1. Sú staða sem upp er komin er að öllu leyti á ábyrgð skólayfirvalda í Reykjavík. 2. Sú bón skólayfirvalda um að kennarar bæti á sig verkefnum ofan á fullt starf er bón um fórn á gæðum skólastarfs. 3. Skólayfirvöld í Reykjavík kusu að gera engar ráðstafanir til að undirbúa eða mæta þeirri stöðu sem upp er komin. Nú er svo komið að nám nemenda er í hættu. 4. Kennarar munu í samráði við skólastjóra beita sveigjanleika til að skóli geti hafist á réttum tíma. Þeir munu einnig mynda teymi fagmanna sem tekur málið að sér fyrir hönd kennara. Teymið mun hafa samráð við stjórnendur skólans til að finna þau verkefni sem fella má út á móti gæslu. Finnist lausn verður hún gerð opinber. Hún mun byggja á sanngirni og faglegum rökum. 5. Verði lausn ekki fundin fyrir 15. september munu kennarar hætta að manna gæslu. 6. Það kemur í hlut Reykjavíkurborgar að leysa þann vanda sem þetta kann að valda varðandi starfsmannabókhald, vinnuskýrslur og fleira. 7. Þessi yfirlýsing verður birt opinberlega. 8. Farið er fram á að skólayfirvöld í Reykjavík fari þegar í þá vinnu að endurheimta traust kennara skólans svo grundvalla megi faglegt starf á þeirri samvinnu sem nauðsynleg er. Tengdar fréttir Titringur á meðal kennara vegna gæslu á matmálstímum Titringur er á meðal kennara vegna ákvæðis í nýjum kjarasamningum um gæslu nemenda á matmálstímum. Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennara segir málin verða leyst með betra samtali stjórnenda við kennara. 24. ágúst 2015 14:41 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Kennarar við Norðlingaskóla gagnrýna harðlega það ábyrgðarleysi sem þeir segja skólayfirvöld í Reykjavík sýna með því að hefja starfsárið án þess að tryggja skólanum nægt fjármagn til að standa undir rekstri. Þörf skólans fyrir gæslu sé miklu meiri en svo að tími finnist óvænt í skoðun á störfum einstakra kennara skólans. Ekki sé verið að leita að verkefnaskorti einstakra kennara heldur að fólki sem gefi eftir.Í hádegisfréttum Bylgjunnar var fjallað um að titringur sé á meðal kennara vegna ákvæðis í nýjum kjarasamningum um gæslu nemenda á matmálstímum. Ólafur Lotsson segir að málin muni leysast með betra samtali stjórnenda við kennara. Í ályktun kennara við Norðlingaskóla segir að í sveigjanlegu skólastarfi verði kennarar og stjórnendur að hafa bakland í samstarfsfólki og kollegum. „Reykjavíkurborg hefur keypt af kennurum bæði forfallakennslu og gæslu frá upphafi skólahalds í Norðlingaskóla. Við gerð núgildandi kjarasamninga kusu sveitarfélögin að hætta því og treysta þess í stað á sérstök kaup gæslu og – í fyllingu tímans – þróun starfshátta sem gerði gæslu að eðlilegum hluta starfsins. Með því að vinna ekki markvisst að slíkri þróun meðfram gerð samninganna og í kjölfar samþykktar hefur borgin í raun og veru lokað á seinni möguleikann og situr því uppi með að þurfa að greiða gæslu fullu verði eða grípa til örþrifaráða á síðustu stundu. “ Segja kennararnir að öþrifaráð séu óverjandi í skólastarfi og borgin hafi stefnt skólabyrjun allra nemenda skólans í hættu. Að því er virðist vegna þess að hún taldi sig komast upp með það eða í tómu hugsunarleysi. „Það er djúpstætt metnaðarleysi við stjórnun skólamála að ætlast sé til að kennarar finni lausn á vanda sem er á ábyrgð skólayfirvalda. Það bætist ofan á ábyrgðarleysið í því að láta slíka stöðu koma upp,“ segir í ályktuninni sem sjá má í heild sinni hér að neðan.Ályktun kennara við NorðlingaskólaKennarar við Norðlingaskóla fordæma harðlega það ábyrgðarleysi sem skólayfirvöld í Reykjavík sýna með því að hefja starfsárið án þess að hafa tryggt skólanum nægt fjármagn til að standa undir rekstri. Kennarar skólans hafa ævinlega sýnt í störfum sínum sveigjanleika og vilja til að vinna með stjórnendum og skólayfirvöldum að fjölbreyttu og góðu skólastarfi. Þeim mun sárara er það að skólayfirvöld skuli ítrekað staðfesta versta grun um metnaðarleysi og ósveigjanleika þegar kemur að réttmætu endurgjaldi fyrir vinnu kennara.Þótt kennarar fagni því að í sameiginlegri yfirlýsingu Kennarafélags Reykjavíkur, Félags skólastjórnenda í Reykjavík og fræðsluyfirvalda í Reykjavík komi fram að bregðast þurfi við álagi á kennara og að skólaþróun sé mikilvæg eru slíkar yfirlýsingar með öllu haldlausar þegar þess er krafist á sama tíma að kennarar bæti á sig verkefnum ofan á fullt starf. Þá telja kennarar að sú aðferðafræði að reyna að ná fram lausn í málum af þessu tagi með því að einangra kennara í hagsmunagæslu sinni sé einkar ámælisverð. Fólk í fullu starfi er í fullu starfi. Skólayfirvöld í Reykjavík hafa í sameiginlegri yfirlýsingu viðurkennt hið mikla álag sem er á kennurum. Þörf skólans fyrir gæslu er miklu meiri en svo að tíminn finnist óvænt í skoðun á störfum einstakra kennara skólans. Enda er ekki verið að leita að verkefnaskorti einstakra kennara. Það er verið að leita að fólki sem gefur eftir. Í þróun sveigjanlegs skólastarfs skiptir öllu máli að kennarar og stjórnendur hafi bakland í samstarfsfólki sínu og kollegum. Þá er það réttlætismál að skipting byrða og gæða sé sanngjörn og gegnsæ. Í þessu máli munu kennarar skólans hér eftir sem hingað til koma fram sem ein heild þótt aðstæður þeirra séu auðvitað breytilegar og viðfangsefnin fjölbreytt. Þar fylgja þeir raunar fordæmi borgarinnar og fleiri sveitarfélaga sem leggja ofurkapp á samstöðu í túlkun og framkvæmd kjarasamninga. Reykjavíkurborg hefur keypt af kennurum bæði forfallakennslu og gæslu frá upphafi skólahalds í Norðlingaskóla. Við gerð núgildandi kjarasamninga kusu sveitarfélögin að hætta því og treysta þess í stað á sérstök kaup gæslu og – í fyllingu tímans – þróun starfshátta sem gerði gæslu að eðlilegum hluta starfsins. Með því að vinna ekki markvisst að slíkri þróun meðfram gerð samninganna og í kjölfar samþykktar hefur borgin í raun og veru lokað á seinni möguleikann og situr því uppi með að þurfa að greiða gæslu fullu verði eða grípa til örþrifaráða á síðustu stundu. Örþrifaráð eru óverjandi í skólastarfi og ganga í berhögg við allt það sem fagleg skólaþróun stendur fyrir. Borgin hefur stefnt skólabyrjun allra nemenda skólans í hættu. Að því er virðist vegna þess að hún taldi sig komast upp með það eða í tómu hugsunarleysi. Stjórnendur biðla nú til kennara um að bæta á sig verkefnum til að tryggja að börn og foreldrar bíði ekki skaða af framtaksleysi skólayfirvalda. Skólayfirvöld lofa að hafa álag og skólaþróun í huga næstu misseri. Vilji til að verða við slíkum óskum grundvallast á trausti. Reykjavíkurborg hefur því miður glatað trausti kennara skólans á undanförnum árum. Kennarar Norðlingaskóla hafa áður fært fórnir að beiðni skólayfirvalda. Reynslan af því er vægast sagt vond. Stjórnendur Skóla- og frístundasviðs eiga ekki trúnað kennara eftir það sem á undan er gengið. Þá er mikilvægt að hafa í huga að sem langstærsti aðilinn innan Sambands sveitarfélaga kaus borgin vitandi vits að afnema þá tilraun sem í gangi var í skólanum gegnum bókun 5 og seinna 2.1.6.3. Með því að kasta henni á glæ má líta svo á að ekki sé áhugi á þeim sveigjanleika í starfsháttum sem tíðkast hafa við skólann, bæði hvað varðar forfallakennslu og gæslumál. Staðan í dag er óþolandi. Engar lausnir eru til án fórna. Velja þarf á milli þess að fórna peningum – eða gæðum skólastarfsins. Skólayfirvöld virðast síður vilja fórna peningum en gæðum. Það að gera ekki neitt er líka skaðlegt. Líklega skaðlegasti kosturinn af þeim öllum. Það er djúpstætt metnaðarleysi við stjórnun skólamála að ætlast sé til að kennarar finni lausn á vanda sem er á ábyrgð skólayfirvalda. Það bætist ofan á ábyrgðarleysið í því að láta slíka stöðu koma upp. Af þessu tilefni árétta kennarar Norðlingaskóla eftirfarandi: 1. Sú staða sem upp er komin er að öllu leyti á ábyrgð skólayfirvalda í Reykjavík. 2. Sú bón skólayfirvalda um að kennarar bæti á sig verkefnum ofan á fullt starf er bón um fórn á gæðum skólastarfs. 3. Skólayfirvöld í Reykjavík kusu að gera engar ráðstafanir til að undirbúa eða mæta þeirri stöðu sem upp er komin. Nú er svo komið að nám nemenda er í hættu. 4. Kennarar munu í samráði við skólastjóra beita sveigjanleika til að skóli geti hafist á réttum tíma. Þeir munu einnig mynda teymi fagmanna sem tekur málið að sér fyrir hönd kennara. Teymið mun hafa samráð við stjórnendur skólans til að finna þau verkefni sem fella má út á móti gæslu. Finnist lausn verður hún gerð opinber. Hún mun byggja á sanngirni og faglegum rökum. 5. Verði lausn ekki fundin fyrir 15. september munu kennarar hætta að manna gæslu. 6. Það kemur í hlut Reykjavíkurborgar að leysa þann vanda sem þetta kann að valda varðandi starfsmannabókhald, vinnuskýrslur og fleira. 7. Þessi yfirlýsing verður birt opinberlega. 8. Farið er fram á að skólayfirvöld í Reykjavík fari þegar í þá vinnu að endurheimta traust kennara skólans svo grundvalla megi faglegt starf á þeirri samvinnu sem nauðsynleg er.
Tengdar fréttir Titringur á meðal kennara vegna gæslu á matmálstímum Titringur er á meðal kennara vegna ákvæðis í nýjum kjarasamningum um gæslu nemenda á matmálstímum. Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennara segir málin verða leyst með betra samtali stjórnenda við kennara. 24. ágúst 2015 14:41 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Titringur á meðal kennara vegna gæslu á matmálstímum Titringur er á meðal kennara vegna ákvæðis í nýjum kjarasamningum um gæslu nemenda á matmálstímum. Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennara segir málin verða leyst með betra samtali stjórnenda við kennara. 24. ágúst 2015 14:41