Innlent

Titringur á meðal kennara vegna gæslu á matmálstímum

Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar
Mynd/Rósa
Titringur er á meðal kennara vegna ákvæðis í nýjum kjarasamningum um gæslu nemenda á matmálstímum. Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennara segir málin verða leyst með betra samtali stjórnenda við kennara.  

„Auðvitað hafa komið upp hnökrar í einhverjum þáttum og svo sem fer ekki á milli mála að menn hefðu þurft meiri tíma til að ljúka öllum samtölum og viðtölum. Menn hafa lent í vandræðum með gæslu í skólum en svo gengur þetta víða ágætlega.“

Þannig að að málin verða leyst?

„Já, þetta fór ekki nógu vel af stað sums staða og menn þurfa að ná betra samtali um það hvaða tíma kennarar hafa til að sinna þessum þætti í kjarasamningi og við köllum í daglegu tali gæslu.

Þessi samtöl milli kennara og stjórnenda þau hafa eiginlega ekki náð að fara almennilega í gegn.  Sums staðar var þesstu stillt þannig fram að það olli titringi. En við erum að vonast til að með meiri tima og samtali þá leysi menn þetta nú.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×