Hlauparinn Tristan Freyr Jónsson setti nýtt aldursflokkamet unglinga á Bauhaus Junioren Gala unglingamótinu í Mannheim í Þýskalandi í dag, en þar eru nokkrir Íslendingar við keppni.
Tristan setti metið í 110 metra grindahlaupi, en hann hljóp á 14,26 sekúndum. Morgunblaðið greinir frá. Hann bætti met Einars Daða Lárussonar, en Einar Daði átti metið sem var 14,51 sek.
Vigdís Jónsdóttir kastaði 51,21 metra í sleggjunni, en hún hefur oft kastað lengra. Hilmar Örn Jónsson, samherji Vigdísar úr FH, keppti einnig í sleggjukasti, en hann kastaði 76,31 metra og hafnaði í þriðja sæti.
