Stalín, Ólafur Thors og Napóleon í myndbandi með Young Karin Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. febrúar 2015 09:30 Myndband við lagið Sirens með hljómsveitinni Young Karin verður frumsýnt í dag. Því er leikstýrt af Magnúsi Leifssyni, sem um helgina fékk einmitt Íslensku tónlistaverðlaunin fyrir myndband sitt við lagið Tarantúlur með rappsveitinni Úlfur Úlfur. Í myndbandinu má sjá vaxmyndir sem eiga sér langa sögu en eru nú í geymslu í Kópavogi. „Ég hef aldrei eytt eins miklum tíma í vinnslu við myndband,“ segir Logi Pedro Stefánsson, annar meðlima Young Karin, og rifjar upp hvernig tökum var háttað: „Við þurftum að fá sérstakt leyfi til þess að taka upp í geymslunni þar sem stytturnar eru. Starfsmaður frá Þjóðminjasafninu var viðstaddur tökurnar og hjálpaði okkur að stilla styttunum upp því enginn mátti snerta þær nema hann. Stytturnar eru margar í ansi slæmu ásigkomulagi.“Hér sést Karin Sveinsdóttir horfa á forláta vaxmyndastyttu.Fáir vita af styttunum Stytturnar voru til sýnis í Þjóðminjasafninu frá 1951 til 1969 en vaxmyndasafnið var stofnað á sínum tíma af Óskari Halldórssyni útgerðarmanni. Hann gaf safnið í minningu sonar síns, Óskars Theódórs, sem lést á sjó fyrir aldur fram. Í safninu eru mörg stórmenni sögunnar, bæði innlend og erlend. Þar á meðal Napóleon, William Shakespeare og hinn alræmdi Adolf Hitler. Á meðal innlendra fyrirmynda vaxmyndanna eru Jónas frá Hriflu, Sigurður Nordal og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. „Stytturnar gera mikið fyrir myndbandið. Þær veita ákveðinn „kontrast“,“ segir Logi. Í myndbandinu má sjá hann og Karin Sveinsdóttur söngkonu inn á milli vaxmyndanna. „Það er sérstakt að sjá Karin innan um alla þessa karlmenn, sýnir feðraveldið í sinni skýrustu mynd,“ bætir Logi við en aðeins er ein vaxmynd af konu; Önnu Borg Reumert leikkonu, sem fæddist árið 1903.Magnús Leifsson leikstjóri kom upp grænum skjá í geymslunni.Tekið upp í sumar Myndbandið var tekið upp í júlí og er því mikil vinna að baki. „Þetta var mjög dýrt verkefni og við erum afar þakklát Landsbankanum sem hjálpaði okkur við vinnsluna.“ Sökum þess að ekki mátti flytja stytturnar þurftu allar tökur að fara fram í geymslu í umsjá Þjóðminjasafnsins. „Við þurftum að setja upp svokallaðan „green-screen“ þarna inni. Vinnslan eftir að tökum var lokið var því ansi löng og ströng, en þetta var algjörlega þess virði. Við erum einstaklega ánægð með útkomuna.“Lagið heitir Sirens og er af EP plötu Young Karin, n°1.Young Karin fékk um helgina íslensku tónlistarverðlaunin í flokki Nýliðaplötu ársins og fékk sveitin fyrir vikið 750 þúsund krónur sem eru eyrnamerktar í myndbandagerð. „Það skiptir miklu máli að vera með flott myndbönd upp á dreifingu erlendis. Við erum í skýjunum með þessi verðlaun,“ segir Logi. Tengdar fréttir Varð nánast að heimildarmynd um Bíladaga Rappsveitin Úlfur Úlfur og leikstjórinn Magnús Leifsson eiga myndband ársins við lagið Tarantúlur. 24. febrúar 2015 11:30 Skálmöld hlaut flest verðlaun Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í kvöld. Skálmaldardrengir unnu í þremur flokkum. 20. febrúar 2015 22:15 Nýtt efni frá Young Karin í mars Hljómsveitin stóð sig vel á Eurosonic-hátíðinni. Óvíst hvort hún spilar í Texas. 10. febrúar 2015 10:00 Hafþór Júlíus glímir í nýju myndbandi Ólafs Arnalds Fyrsta smáskífa plötunnar The Chopin Project er komin út. 19. febrúar 2015 10:51 Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
Myndband við lagið Sirens með hljómsveitinni Young Karin verður frumsýnt í dag. Því er leikstýrt af Magnúsi Leifssyni, sem um helgina fékk einmitt Íslensku tónlistaverðlaunin fyrir myndband sitt við lagið Tarantúlur með rappsveitinni Úlfur Úlfur. Í myndbandinu má sjá vaxmyndir sem eiga sér langa sögu en eru nú í geymslu í Kópavogi. „Ég hef aldrei eytt eins miklum tíma í vinnslu við myndband,“ segir Logi Pedro Stefánsson, annar meðlima Young Karin, og rifjar upp hvernig tökum var háttað: „Við þurftum að fá sérstakt leyfi til þess að taka upp í geymslunni þar sem stytturnar eru. Starfsmaður frá Þjóðminjasafninu var viðstaddur tökurnar og hjálpaði okkur að stilla styttunum upp því enginn mátti snerta þær nema hann. Stytturnar eru margar í ansi slæmu ásigkomulagi.“Hér sést Karin Sveinsdóttir horfa á forláta vaxmyndastyttu.Fáir vita af styttunum Stytturnar voru til sýnis í Þjóðminjasafninu frá 1951 til 1969 en vaxmyndasafnið var stofnað á sínum tíma af Óskari Halldórssyni útgerðarmanni. Hann gaf safnið í minningu sonar síns, Óskars Theódórs, sem lést á sjó fyrir aldur fram. Í safninu eru mörg stórmenni sögunnar, bæði innlend og erlend. Þar á meðal Napóleon, William Shakespeare og hinn alræmdi Adolf Hitler. Á meðal innlendra fyrirmynda vaxmyndanna eru Jónas frá Hriflu, Sigurður Nordal og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. „Stytturnar gera mikið fyrir myndbandið. Þær veita ákveðinn „kontrast“,“ segir Logi. Í myndbandinu má sjá hann og Karin Sveinsdóttur söngkonu inn á milli vaxmyndanna. „Það er sérstakt að sjá Karin innan um alla þessa karlmenn, sýnir feðraveldið í sinni skýrustu mynd,“ bætir Logi við en aðeins er ein vaxmynd af konu; Önnu Borg Reumert leikkonu, sem fæddist árið 1903.Magnús Leifsson leikstjóri kom upp grænum skjá í geymslunni.Tekið upp í sumar Myndbandið var tekið upp í júlí og er því mikil vinna að baki. „Þetta var mjög dýrt verkefni og við erum afar þakklát Landsbankanum sem hjálpaði okkur við vinnsluna.“ Sökum þess að ekki mátti flytja stytturnar þurftu allar tökur að fara fram í geymslu í umsjá Þjóðminjasafnsins. „Við þurftum að setja upp svokallaðan „green-screen“ þarna inni. Vinnslan eftir að tökum var lokið var því ansi löng og ströng, en þetta var algjörlega þess virði. Við erum einstaklega ánægð með útkomuna.“Lagið heitir Sirens og er af EP plötu Young Karin, n°1.Young Karin fékk um helgina íslensku tónlistarverðlaunin í flokki Nýliðaplötu ársins og fékk sveitin fyrir vikið 750 þúsund krónur sem eru eyrnamerktar í myndbandagerð. „Það skiptir miklu máli að vera með flott myndbönd upp á dreifingu erlendis. Við erum í skýjunum með þessi verðlaun,“ segir Logi.
Tengdar fréttir Varð nánast að heimildarmynd um Bíladaga Rappsveitin Úlfur Úlfur og leikstjórinn Magnús Leifsson eiga myndband ársins við lagið Tarantúlur. 24. febrúar 2015 11:30 Skálmöld hlaut flest verðlaun Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í kvöld. Skálmaldardrengir unnu í þremur flokkum. 20. febrúar 2015 22:15 Nýtt efni frá Young Karin í mars Hljómsveitin stóð sig vel á Eurosonic-hátíðinni. Óvíst hvort hún spilar í Texas. 10. febrúar 2015 10:00 Hafþór Júlíus glímir í nýju myndbandi Ólafs Arnalds Fyrsta smáskífa plötunnar The Chopin Project er komin út. 19. febrúar 2015 10:51 Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
Varð nánast að heimildarmynd um Bíladaga Rappsveitin Úlfur Úlfur og leikstjórinn Magnús Leifsson eiga myndband ársins við lagið Tarantúlur. 24. febrúar 2015 11:30
Skálmöld hlaut flest verðlaun Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í kvöld. Skálmaldardrengir unnu í þremur flokkum. 20. febrúar 2015 22:15
Nýtt efni frá Young Karin í mars Hljómsveitin stóð sig vel á Eurosonic-hátíðinni. Óvíst hvort hún spilar í Texas. 10. febrúar 2015 10:00
Hafþór Júlíus glímir í nýju myndbandi Ólafs Arnalds Fyrsta smáskífa plötunnar The Chopin Project er komin út. 19. febrúar 2015 10:51