Innlent

Leituðu með þyrlu úti á Granda

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Notast var við þyrlu við leitina.
Notast var við þyrlu við leitina. Vísir/Vilhelm
Tilkynning barst í kvöld um að neyðarblys hefði sést úti á Granda seint í kvöld. Lögreglumenn og liðsmenn björgunarsveita héldu á vettvang og var meðal annars notast við þyrlu og bát við leitina en ekkert fannst.

Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg er leit að ljúka og talið er að um ljós frá landi hafi verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×