Airwaves á NASA í ár Adda Soffia Ingvarsdottir skrifar 2. maí 2015 09:00 Hljómsveitin HAM gerir allt vitlaust á Airwaves á NASA 2010. Visir/Arnþor Birkisson Aðdáendur Airwaves-hátíðarinnar hafa svo sannarlega ástæðu til þess að fagna, en staðfest hefur verið að hátíðin verður haldin á skemmtistaðnum Nasa að nýju í ár. „Um leið og við heyrðum að það ætti að opna staðinn að nýju, þá fórum við á stúfana og tryggðum okkur staðinn á Airwaves,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves. Hátíðin hefur ekki verið haldin á skemmtistaðnum Nasa í fjögur ár. „Þetta var alltaf einn af okkar uppáhaldsstöðum og það var hálf blóðugt að missa hann á sínum tíma. Nasa spilaði mikilvægt hlutverk á Airwaves, var ekki of lítill og ekki of stór.“ Grímur býst við að staðurinn verði notaður öll kvöldin, enda skipti miklu máli að geta dreift hátíðargestum og haft staði sem henta sem flestum tónleikum. „Þetta var akkúrat kryddið sem okkur vantaði aftur. Þetta tekur álag af litlu stöðunum og tekur giggin sem passa ekki í Hörpu. Heiðurinn verður allur þess sem fær að opna Airwaves á Nasa.“ Airwaves Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Aðdáendur Airwaves-hátíðarinnar hafa svo sannarlega ástæðu til þess að fagna, en staðfest hefur verið að hátíðin verður haldin á skemmtistaðnum Nasa að nýju í ár. „Um leið og við heyrðum að það ætti að opna staðinn að nýju, þá fórum við á stúfana og tryggðum okkur staðinn á Airwaves,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves. Hátíðin hefur ekki verið haldin á skemmtistaðnum Nasa í fjögur ár. „Þetta var alltaf einn af okkar uppáhaldsstöðum og það var hálf blóðugt að missa hann á sínum tíma. Nasa spilaði mikilvægt hlutverk á Airwaves, var ekki of lítill og ekki of stór.“ Grímur býst við að staðurinn verði notaður öll kvöldin, enda skipti miklu máli að geta dreift hátíðargestum og haft staði sem henta sem flestum tónleikum. „Þetta var akkúrat kryddið sem okkur vantaði aftur. Þetta tekur álag af litlu stöðunum og tekur giggin sem passa ekki í Hörpu. Heiðurinn verður allur þess sem fær að opna Airwaves á Nasa.“
Airwaves Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira