Fótbolti

Svíþjóð enn án sigurs á HM

Carli Lloyd og Lina Nilsen eigast hér við í leik Bandaríkjanna og Svíþjóðar á HM.
Carli Lloyd og Lina Nilsen eigast hér við í leik Bandaríkjanna og Svíþjóðar á HM. vísir/getty
Bandaríkin og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli í HM kvenna sem fram fer í Kanada. Bandarísku stúlkurnar þóttu betri aðilinn en allt kom fyrir ekki og annað jafntefli Svía á mótinu staðreynd.

Carli Lloyd komst næst því að skora fyrir bandaríska liðið með tveimur góðum tilraunum. Í fyrra skiptið varði Hedvig Lindahl frá henni en í seinna skiptið bjargaði Jessica samuelsson á línu.

Besta færi leiksins fengu hins vegar Svíar þegar Caroline Seger átti skot sem endaði með því að Meghan Klingenberg, leikmaður Bandaríkjanna, bjargaði áður en boltinn fór yfir línuna.

Bandaríkin eru efst í D-riðli með fjögur stig eftir tvo leiki. Svíþjóð hefur hins vegar gert tvö jafntefli hingað til og er í þriðja sæti riðilsins með tvö stig.

Þá tryggðu heimsmeistarar Japana sér sæti í 16 liða úrslitum með sigri á Kamerún, 2-1. Aya Samashima og Yuika Sugasawa komu japanska liðinu í 2-0 áður en Enow Ngachu minnkaði muninn.

Japan er efst í C-riðli en Sviss og Karemún koma næst með 3 stig. Ekvador rekur lestina með ekkert stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×