Fótbolti

Barca hótar að fara með mál Turan fyrir íþróttadómstólinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Turan æfir bara með Barcelona.
Turan æfir bara með Barcelona. vísir/getty
Tyrkinn Arda Turan er í sérstakri stöðu hjá Barcelona en hann má ekki spila með félaginu fyrr en eftir áramót.

Barcelona var refsað fyrir að brjóta félagaskiptareglur FIFA og mátti ekki skrá neina leikmenn hjá sér í tveim félagaskiptagluggum. Það bann rennur út um áramótin.

Liðið keypti samt Turan í sumar og hann hefur aðeins leikið landsleiki síðan hann kom til félagsins og bíður þolinmóður eftir að spila með félaginu.

Barcelona hefur farið fram á að það megi skrá Turan til leiks þar sem miðjumaðurinn Rafinha meiddist á dögunum. Reglur leyfa að skrá leikmenn til leiks utan félagaskiptaglugga í neyðartilvikum. Barcelona lítur á þetta sem neyðartilvik.

Fleiri leikmenn liðsins eru meiddir og þar á meðal Lionel Messi og Andres Iniesta.

Ef spænsk knattspyrnuyfirvöld leyfa Turan ekki að spila þá hefur Barcelona hótað því að fara með málið fyrir íþróttadómstólinn í Sviss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×