70% leigjenda ná ekki endum saman erla björg gunnarsdóttir skrifar 1. september 2015 07:00 Haukur Hilmarsson, fjármálaráðgjafi Samkvæmt opinni og órekjanlegri könnun á meðal leigjenda á höfuðborgarsvæðinu á mikill meirihluti þeirra erfitt með að ná endum saman hver mánaðamót. Spurt var hvort viðkomandi ætti auðvelt með að ná endum saman. Ríflega helmingur, eða 54%, svaraði spurningunni neitandi og 15% sögðu sjaldan. Einungis 35 af 345 sögðust eiga auðvelt með að ná endum saman. Alls 500 leigjendur svöruðu netkönnuninni um leiguverð, ráðstöfunartekjur, fjölskyldustærð, húsaleigubætur og fjárhagsstöðu.Svör 345 leigjenda voru tekin gild og samkvæmt þeim fara að meðaltali 45% af ráðstöfunartekjum allra heimilismanna í leigu. Ef tekið er tillit til húsaleigubóta fara að meðaltali 38% af ráðstöfunartekjum heimilismanna í leigu. Haukur Hilmarsson, ráðgjafi í fjármálahegðun, gerði könnunina á síðunni skuldlaus.is. Þar sem könnunin er opin eru tölur ekki sannreyndar. Hann segir þó að á heildina litið gefi könnunin ákveðna mynd og rími við reynslu hans í starfi. „Ég hef mælt með því við fólk sem ég veiti ráðgjöf að halda húsnæðiskostnaði undir 35% af ráðstöfunartekjum. Svo fann ég að það voru óraunhæfar kröfur og ákvað að gera þessa könnun. Niðurstöður hennar eru góð vísbending um raunveruleikann að mínu mati,“ segir Haukur, sem hefur í starfi sínu orðið vitni að því að fólk borgi yfir helming af tekjum sínum í húsnæðiskostnað.Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur hjá NeytendastofuÞjóðskrá Íslands birtir á síðu sinni upplýsingar um leiguverð og ráðstöfunartekjur en þar er eingöngu um þinglýsta leigusamninga að ræða. Neytendastofa hefur einnig gert kannanir en þær hafa haft ýmsa vankanta. Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, segir erfitt að kortleggja leigumarkaðinn því það skorti skráningu, sem sé einnig forsenda eftirlits. „Það er mikilvægt að auka eftirlit til að vita hvað raunverulegt leiguverð er, líka upp á réttindi leigutaka. Við vitum ekki einu sinni hvað það eru margir á leigumarkaði, hvaða eignir eru í leigu eða hverjir eru leigusalar. Þar af leiðandi hefur verið erfitt að gera kannanir sem við getum treyst á að gefi raunsanna mynd,“ segir Hildigunnur. Spurt var í könnuninni: Átt þú auðvelt með að ná endum saman um hver mánaðamót?345 svöruðu 188 svara nei 50 svara sjaldan 72 svara oftast 35 svara já38% af ráðstöfunartekjum fara að meðaltali í leigu eftir húsaleigubætur45% af ráðstöfunartekjum fara að meðaltali í leigu fyrir húsaleigubætur10% þeirra sem svöruðu könnuninni borga yfir 60% af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu. Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Samkvæmt opinni og órekjanlegri könnun á meðal leigjenda á höfuðborgarsvæðinu á mikill meirihluti þeirra erfitt með að ná endum saman hver mánaðamót. Spurt var hvort viðkomandi ætti auðvelt með að ná endum saman. Ríflega helmingur, eða 54%, svaraði spurningunni neitandi og 15% sögðu sjaldan. Einungis 35 af 345 sögðust eiga auðvelt með að ná endum saman. Alls 500 leigjendur svöruðu netkönnuninni um leiguverð, ráðstöfunartekjur, fjölskyldustærð, húsaleigubætur og fjárhagsstöðu.Svör 345 leigjenda voru tekin gild og samkvæmt þeim fara að meðaltali 45% af ráðstöfunartekjum allra heimilismanna í leigu. Ef tekið er tillit til húsaleigubóta fara að meðaltali 38% af ráðstöfunartekjum heimilismanna í leigu. Haukur Hilmarsson, ráðgjafi í fjármálahegðun, gerði könnunina á síðunni skuldlaus.is. Þar sem könnunin er opin eru tölur ekki sannreyndar. Hann segir þó að á heildina litið gefi könnunin ákveðna mynd og rími við reynslu hans í starfi. „Ég hef mælt með því við fólk sem ég veiti ráðgjöf að halda húsnæðiskostnaði undir 35% af ráðstöfunartekjum. Svo fann ég að það voru óraunhæfar kröfur og ákvað að gera þessa könnun. Niðurstöður hennar eru góð vísbending um raunveruleikann að mínu mati,“ segir Haukur, sem hefur í starfi sínu orðið vitni að því að fólk borgi yfir helming af tekjum sínum í húsnæðiskostnað.Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur hjá NeytendastofuÞjóðskrá Íslands birtir á síðu sinni upplýsingar um leiguverð og ráðstöfunartekjur en þar er eingöngu um þinglýsta leigusamninga að ræða. Neytendastofa hefur einnig gert kannanir en þær hafa haft ýmsa vankanta. Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, segir erfitt að kortleggja leigumarkaðinn því það skorti skráningu, sem sé einnig forsenda eftirlits. „Það er mikilvægt að auka eftirlit til að vita hvað raunverulegt leiguverð er, líka upp á réttindi leigutaka. Við vitum ekki einu sinni hvað það eru margir á leigumarkaði, hvaða eignir eru í leigu eða hverjir eru leigusalar. Þar af leiðandi hefur verið erfitt að gera kannanir sem við getum treyst á að gefi raunsanna mynd,“ segir Hildigunnur. Spurt var í könnuninni: Átt þú auðvelt með að ná endum saman um hver mánaðamót?345 svöruðu 188 svara nei 50 svara sjaldan 72 svara oftast 35 svara já38% af ráðstöfunartekjum fara að meðaltali í leigu eftir húsaleigubætur45% af ráðstöfunartekjum fara að meðaltali í leigu fyrir húsaleigubætur10% þeirra sem svöruðu könnuninni borga yfir 60% af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu.
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira