Hákarlinn Helgi Sig: „Hélt að þeir ætluðu að rassskella mig“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. nóvember 2015 13:00 Helgi Sigurðsson fagnar marki með Panathinaikos. vísir/gazetta.gr Þrátt fyrir að fjórtán ár séu liðin frá því Helgi Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, yfirgaf Panathinaikos í Grikklandi virðist hann langt frá því gleymdur í Aþenu. Helgi, sem fékk viðurnefnið „Hákarlinn“ í Grikklandi, er í viðtali við einn stærsta fréttamiðil landsins þar sem hann ræðir daga sína með Panathinaikos. Helgi, sem er uppalinn Víkingur og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 1991, gekk í raðir gríska liðsins frá Stabæk árið 1999. Hann skoraði 17 mörk í 47 leikjum á tveimur tímabilum áður en hann fór svo til Lyn í Noregi. „Mín bestu ár á ferlinum voru hjá Panathinakos. Það var ótrúleg upplifun sem ég mun aldrei gleyma. Ég eyddi þar frábærum árum með fjölskyldu minni og ég minnist verunnar þar enn nú fimmtán árum síðar,“ segir Helgi í viðtalinu.Stuðningsmennirnir vildu bara fagna með Helga.vísir/gazetta.grLétu steinum rigna yfir rútuna Grískir stuðningsmenn eru mjög blóðheitir og taka nýjum mönnum sem hetjum. Helgi átti ekki von á móttökunum sem hann fékk þegar hann kom frá Noregi. „Það var magnað hvernig tekið var á móti mér þegar ég kom til Aþenu. Ég átti aldrei von á að sjá svona marga á flugvellinum. Það var draumi líkast að koma til Aþenu og spila fyrir Panathinaikos. Ég fann fyrir ást stuðningsmannanna,“ segir Helgi. Hann fékk svo heldur betur að kynnast blóðheitum stuðningsmönnum þegar hann spilaði sinn fyrsta leik. Það var bikarleikur á útivelli gegn Ialisos. „Það sem kom mér á óvart var þegar stuðningsmenn hins liðsins byrjuðu að láta steinum rigna yfir rútuna okkar. Ég fékk sjokk að sjá það þar sem þetta var minn fyrsti leikur,“ segir Helgi sem skoraði tvö mörk í þeim leik og eftir bæði mörkin komu áhorfendur hlaupandi inn á. „Ég hélt að þetta væru stuðningsmenn mótherjanna sem ætluðu að rassskella mig og reyndi þá að flýja. Ég fattaði svo að þetta voru stuðningsmenn Panathinaikos sem vildu bara fagna með mér,“ segir Helgi Sigurðsson. Fótbolti Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Sjá meira
Þrátt fyrir að fjórtán ár séu liðin frá því Helgi Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, yfirgaf Panathinaikos í Grikklandi virðist hann langt frá því gleymdur í Aþenu. Helgi, sem fékk viðurnefnið „Hákarlinn“ í Grikklandi, er í viðtali við einn stærsta fréttamiðil landsins þar sem hann ræðir daga sína með Panathinaikos. Helgi, sem er uppalinn Víkingur og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 1991, gekk í raðir gríska liðsins frá Stabæk árið 1999. Hann skoraði 17 mörk í 47 leikjum á tveimur tímabilum áður en hann fór svo til Lyn í Noregi. „Mín bestu ár á ferlinum voru hjá Panathinakos. Það var ótrúleg upplifun sem ég mun aldrei gleyma. Ég eyddi þar frábærum árum með fjölskyldu minni og ég minnist verunnar þar enn nú fimmtán árum síðar,“ segir Helgi í viðtalinu.Stuðningsmennirnir vildu bara fagna með Helga.vísir/gazetta.grLétu steinum rigna yfir rútuna Grískir stuðningsmenn eru mjög blóðheitir og taka nýjum mönnum sem hetjum. Helgi átti ekki von á móttökunum sem hann fékk þegar hann kom frá Noregi. „Það var magnað hvernig tekið var á móti mér þegar ég kom til Aþenu. Ég átti aldrei von á að sjá svona marga á flugvellinum. Það var draumi líkast að koma til Aþenu og spila fyrir Panathinaikos. Ég fann fyrir ást stuðningsmannanna,“ segir Helgi. Hann fékk svo heldur betur að kynnast blóðheitum stuðningsmönnum þegar hann spilaði sinn fyrsta leik. Það var bikarleikur á útivelli gegn Ialisos. „Það sem kom mér á óvart var þegar stuðningsmenn hins liðsins byrjuðu að láta steinum rigna yfir rútuna okkar. Ég fékk sjokk að sjá það þar sem þetta var minn fyrsti leikur,“ segir Helgi sem skoraði tvö mörk í þeim leik og eftir bæði mörkin komu áhorfendur hlaupandi inn á. „Ég hélt að þetta væru stuðningsmenn mótherjanna sem ætluðu að rassskella mig og reyndi þá að flýja. Ég fattaði svo að þetta voru stuðningsmenn Panathinaikos sem vildu bara fagna með mér,“ segir Helgi Sigurðsson.
Fótbolti Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Sjá meira