Sækir myndefnið í svörð og kletta Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2015 10:15 „Ég er svona að koma út úr skápnum sem málari,“ segir Elín sem hefur selt vel á fyrstu sýningunni sinni. Mynd/Úr einkasafni Ég geng mikið úti í náttúrunni og sæki myndefnið í svörð og kletta en tjái um leið miklar tilfinningar,“ segir Elín Rafnsdóttir listmálari um olíumálverkin sín sem hún hefur opnað sýningu á í fyrsta skipti á ævinni. Elín lærði myndlist í Myndlista- og handíðaskólanum, akademíunni í Kaupmannahöfn, í San Francisco og lauk master í New York. „Ég lagði stund á höggmyndalist en eftir að hafa eignast barn sem stríddi við erfið veikindi framan af ævinni einbeitti ég mér að umönnun þess, uppeldi og heimilinu. Ég hef líka kennt myndlist í Fjölbraut Breiðholti í 24 ár og margir nemendur sem nú eru orðnir myndlistarmenn þekkja mig þaðan.“ Fyrir rúmum áratug ákvað Elín að snúa sér að málverkinu. „Í skólanum lagði Einar Hákonarson listmálari að mér að fara í málun á sínum tíma en ég ákvað tíu ára gömul að verða skúlptúristi og hélt því til streitu. Mér gekk líka vel á þeim vettvangi og var til dæmis boðið að sýna í New York en það var slítandi að vera með vinnustofu úti í bæ ásamt því að sinna veiku barni og leggja sál mína í kennsluna. Ég ákvað því að skipta um miðil og snúa mér að málverkinu sem ég gæti gripið í í bílskúrnum heima.“ Eftir skilnað fyrir nokkrum árum varð hlé á listsköpuninni í skúrnum að sögn Elínar en nú hefur hún fundið gleðina þar á ný. „Ég elska að fara út í bílskúr að mála og fer í algert hugleiðsluástand,“ segir hún. Kveðst hún hafa farið til markþjálfa og gert lista yfir það sem hún vildi hrinda í framkvæmd. „Nú hef ég staðið við öll markmiðin og þessi sýning er eitt af þeim. Ég er svona að koma út úr skápnum sem málari.“ Elín kveðst hafa selt vel á opnunardaginn. Sýning hennar hjá Íslenskri grafík stendur til 29. nóvember og er opin fimmtudaga til sunnudaga frá klukkan 14 til 18. Gengið er inn hafnarmegin. Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Ég geng mikið úti í náttúrunni og sæki myndefnið í svörð og kletta en tjái um leið miklar tilfinningar,“ segir Elín Rafnsdóttir listmálari um olíumálverkin sín sem hún hefur opnað sýningu á í fyrsta skipti á ævinni. Elín lærði myndlist í Myndlista- og handíðaskólanum, akademíunni í Kaupmannahöfn, í San Francisco og lauk master í New York. „Ég lagði stund á höggmyndalist en eftir að hafa eignast barn sem stríddi við erfið veikindi framan af ævinni einbeitti ég mér að umönnun þess, uppeldi og heimilinu. Ég hef líka kennt myndlist í Fjölbraut Breiðholti í 24 ár og margir nemendur sem nú eru orðnir myndlistarmenn þekkja mig þaðan.“ Fyrir rúmum áratug ákvað Elín að snúa sér að málverkinu. „Í skólanum lagði Einar Hákonarson listmálari að mér að fara í málun á sínum tíma en ég ákvað tíu ára gömul að verða skúlptúristi og hélt því til streitu. Mér gekk líka vel á þeim vettvangi og var til dæmis boðið að sýna í New York en það var slítandi að vera með vinnustofu úti í bæ ásamt því að sinna veiku barni og leggja sál mína í kennsluna. Ég ákvað því að skipta um miðil og snúa mér að málverkinu sem ég gæti gripið í í bílskúrnum heima.“ Eftir skilnað fyrir nokkrum árum varð hlé á listsköpuninni í skúrnum að sögn Elínar en nú hefur hún fundið gleðina þar á ný. „Ég elska að fara út í bílskúr að mála og fer í algert hugleiðsluástand,“ segir hún. Kveðst hún hafa farið til markþjálfa og gert lista yfir það sem hún vildi hrinda í framkvæmd. „Nú hef ég staðið við öll markmiðin og þessi sýning er eitt af þeim. Ég er svona að koma út úr skápnum sem málari.“ Elín kveðst hafa selt vel á opnunardaginn. Sýning hennar hjá Íslenskri grafík stendur til 29. nóvember og er opin fimmtudaga til sunnudaga frá klukkan 14 til 18. Gengið er inn hafnarmegin.
Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira