Djassinn vakir í kvöld Magnús Guðmundsson skrifar 5. júní 2015 11:30 Guðmundur Steingrímsson spilaði með Guðmundi Ingólfssyni um árabil og nutu tónleikar þeirra mikilla vinsælda. Visir/Vilhelm Guðmundur Ingólfsson djasspíanisti lést árið 1992 eftir einstaklega glæstan og farsælan feril en hann var ótvírætt á meðal helstu djasstónlistarmanna þjóðarinnar. Á síðasta ári efndu félagar Guðmundar í djassinum til minningartónleika undir yfirskriftinni Guðmundarvaka á Café Rosenberg sem þóttu takast ljómandi vel. Í framhaldinu var ákveðið að gera þetta að árlegum viðburði á afmælisdegi Guðmundar þann 5. júní. Það eru gamlir félagar Guðmundar Ingólfssonar sem munu leika á Guðmundarvöku 2015 í kvöld kl. 22 á Café Rosenberg en bandið skipa þeir Reynir Sigurðsson, Björn Thoroddsen, Gunnar Hrafnsson og Guðmundur „Papa-jazz“ Steingrímsson. Einnig syngur Janis Carol nokkur lög en hún söng með Guðmundi Ingólfssyni í upphafi ferils síns. Guðmundur Steingrímsson spilaði lengi með nafna sínum Ingólfssyni og hann minnist þess þegar djassvakningin var að komast á flug á Íslandi. „Við spiluðum mikið saman um þrettán ára skeið. Ég var líka að spila með Hauki Morthens og Ragga Bjarna en við nafni vorum saman í djassinum. Þegar Guðmundur Ingólfsson kom frá Noregi 1977 þá vildi þannig til að það var verið að rífa upp starfssemina í Stúdentakjallaranum og við spiluðum þar reglulega ásamt Pálma Gunnars, Þórði Högna og fleiri góðum. Við Guðmundur vorum bæði þarna og í Djúpinu en sá staður átti líka mikinn þátt í þessari vakningu. Við stofnuðum svo Jazzvakningu 1975 og þá var Venni Linnet kominn inn í starfið. Þetta var heilmikið djasslíf.“ Það má búast við þessari gömlu góðu djassstemningu og miklu stuði á Café Rosenberg í kvöld. Efnisskráin er sú sama og Tríó Guðmundar Ingólfssonar var með á sínum tíma í bland við standarda. Þar á meðal ætlar Janis Carol að syngja Vorblómin anga eftir Guðmund Ingólfsson og móður hans, Oddfríði Sæmundsdóttur. Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Guðmundur Ingólfsson djasspíanisti lést árið 1992 eftir einstaklega glæstan og farsælan feril en hann var ótvírætt á meðal helstu djasstónlistarmanna þjóðarinnar. Á síðasta ári efndu félagar Guðmundar í djassinum til minningartónleika undir yfirskriftinni Guðmundarvaka á Café Rosenberg sem þóttu takast ljómandi vel. Í framhaldinu var ákveðið að gera þetta að árlegum viðburði á afmælisdegi Guðmundar þann 5. júní. Það eru gamlir félagar Guðmundar Ingólfssonar sem munu leika á Guðmundarvöku 2015 í kvöld kl. 22 á Café Rosenberg en bandið skipa þeir Reynir Sigurðsson, Björn Thoroddsen, Gunnar Hrafnsson og Guðmundur „Papa-jazz“ Steingrímsson. Einnig syngur Janis Carol nokkur lög en hún söng með Guðmundi Ingólfssyni í upphafi ferils síns. Guðmundur Steingrímsson spilaði lengi með nafna sínum Ingólfssyni og hann minnist þess þegar djassvakningin var að komast á flug á Íslandi. „Við spiluðum mikið saman um þrettán ára skeið. Ég var líka að spila með Hauki Morthens og Ragga Bjarna en við nafni vorum saman í djassinum. Þegar Guðmundur Ingólfsson kom frá Noregi 1977 þá vildi þannig til að það var verið að rífa upp starfssemina í Stúdentakjallaranum og við spiluðum þar reglulega ásamt Pálma Gunnars, Þórði Högna og fleiri góðum. Við Guðmundur vorum bæði þarna og í Djúpinu en sá staður átti líka mikinn þátt í þessari vakningu. Við stofnuðum svo Jazzvakningu 1975 og þá var Venni Linnet kominn inn í starfið. Þetta var heilmikið djasslíf.“ Það má búast við þessari gömlu góðu djassstemningu og miklu stuði á Café Rosenberg í kvöld. Efnisskráin er sú sama og Tríó Guðmundar Ingólfssonar var með á sínum tíma í bland við standarda. Þar á meðal ætlar Janis Carol að syngja Vorblómin anga eftir Guðmund Ingólfsson og móður hans, Oddfríði Sæmundsdóttur.
Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira