Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir báru sigurorð af Lúxemborg í strandblakskeppninni á Smáþjóðaleikunum í dag.
Stelpurnar unnu leikinn í tveimur hrinum, 21-15 og 21-16.
Þetta var fjórði sigur Berglindar og Elísabetar á leikunum en þær eru enn með fullt hús stiga.
Ísland mætir Mónakó í lokaleik sínum á morgun og getur með sigri tryggt sér gullverðlaun.
Ísland getur tryggt sér gull í strandblakinu á morgun
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Sveindísi var enginn greiði gerður
Fótbolti




Landsliðskonurnar neita að æfa
Fótbolti


Aron ráðinn til FH
Handbolti

