Enski boltinn

Sturridge klár fyrir City-leikinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sturridge fagnar marki sínu í leik gegn Aston Villa í september.
Sturridge fagnar marki sínu í leik gegn Aston Villa í september. Vísri/Getty
Framherjinn Daniel Sturridge segir að hann sé orðinn heill heilsu og geti því spilað með Liverpool sem á leik gegn Manchester City á laugardaginn.

Sturridge hefur enn ekki náð að spila með Liverpool síðan að Jürgen Klopp tók við en hann hefur verið frá vegna meiðsla í rúman mánuð. Hann sneri þó aftur til æfinga í vikunni.

„Ég er heill og klár í slaginn. Það er frábær tími fram undan fyrir mig,“ var haft eftir Sturridge á vef Sky Sports. Hann segir að síðustu vikur undir stjórn Klopp hafi verið frábærar.

Sjá einnig: Sturridge farinn að æfa aftur á fullu

„Þetta eru spennandi tímar hjá félaginu og ég nýt þess að vinna með honum og hans leikstíl. Það er mikilvægt að við leikmenn skiljum hvað hann vill að við gerum.“

Sturridge líkar við það sem hann hefur séð hjá Liverpool í síðustu leikjum en að úrslit síðustu leikja sýni hversu jöfn og erfið deildin er.

„Ég stóð fyrir utan og sá strákana vinna gegn Chelsea á útivelli. Úrslitin gegn Palace síðast voru vonbrigði en það er mikilvægt að halda áfram. Deildin er það jöfn að hver sem er á möguleika á að far alla lið. Það lið sem sýnir mestan stöðugleika mun gera það.“


Tengdar fréttir

Sturridge farinn að æfa aftur á fullu

Daniel Sturridge, framherji Liverpool, er farinn að æfa af fullum krafti á ný eftir langvarandi meiðsli og það styttist því óðum í fyrsta leik hans undir stjórn knattspyrnustjórans Jürgen Klopp.

Liverpool með flesta leikmenn á EM 2016?

Í gær var endanlega ljóst hvaða 24 þjóðir munu keppa á Evrópumótinu í Frakklandi en Svíar og Úkraínumenn tryggðu sér síðustu sætin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×