Túrað um Evrópu með OMAM Guðrún Ansnes skrifar 19. nóvember 2015 11:00 Mammút naut sín að lang mestu leiti á meðan á túrnum stóð, en hér sést sveitin í sérlegu stuði fyrir tónleika í Hollandi. „Það var einfaldlega magnað að spila fyrir svona rosalega marga á hverju kvöldi. Líkaminn er kannski kominn heim, en hausinn er líklega ekki væntanlegur til baka fyrr en um helgina,“ segir Katrina Mogensen, söngkona Mammút, sem fyrir andartaki sneri aftur eftir Evróputúr með Of Monsters And Men, þar sem Mammút sá um upphitun. „Við spiluðum í fimmtán borgum, og það var mjög gaman að sjá hve OMAM eru rosalega stórt band, með rosalega mikinn og stóran aðdáendahóp,“ segir Katrina og kveður það sannarlega sérstaka upplifun að spila í Brussel daginn eftir hryðjuverkaárásina í París á föstudagskvöld, þar sem Bataclan-tónleikahöllin var hertekin og fjöldi fólks myrtur á miðjum tónleikum. „Það kom vissulega til tals að hætta við tónleikana en svo var ákveðið að gera það ekki. Þessir tónleikar voru því eins og ég segi mjög óraunverulegir og stemningin þrúgandi, en einhvern veginn stútfull af ást,“ útskýrir Katrina og á erfitt með að lýsa þessari upplifun. „Við í Mammút áttum jafnframt að fara til Lúxemborgar og spila á festivali þar, en sú hátíð var blásin af vegna voðaverkanna, þetta er auðvitað hrikalegt,“ segir hún. Katrina segir Mammút og Of Monsters and Men hafa náð verulega vel saman og það hafi verið frábær reynsla og einstök upplifun að fara þennan túr með þeim. „Ætli maður sé nokkuð alveg búinn að átta sig alveg á þessu og meðtaka allt það sem var að gerast? Maður er í einhvers konar búbblu á meðan á ferðalaginu stendur.“Ný orka og innspýting með heimEftir dágóðan tíma saman um borð í einni rútu, segir Katrina ágætt að snúa aftur, en það sanni sig enn og aftur hve dýrmætt það er að ferðast með góðum vinum, sé ferðast svo náið og skellir upp úr. Nú séu þau komin heim í að minnsta kosti dágóðan tíma, enda plötusmíðar að fara á fullt og þau komi sannarlega innblásin til leiks. „Við komum heim með mjög gott nesti, búin að birgja okkur upp fyrir veturinn og munum eyða honum í að semja nýtt efni fyrir plötuna sem kemur út í vor.“ Það er breski útgáfurisinn Bella Union sem hefur veg og vanda af útgáfunni. Aðspurð hvort pressa sé komin á þau frá aðdáendum um að fá nýtt efni svarar Katrina til: „Ætli það séum ekki við sjálf sem erum spenntust fyrir hvað kemur út úr þessu, við leyfum ferlinu einhvern veginn bara að gerast og reynum ekki að stjórna því of mikið, við tökum heilmikið úr þessum túr með okkur og blöndum við það sem við eigum fyrir. Eftirvæntingin er því okkar megin og spennan fyrir að sjá okkur sjálf og koma okkur á óvart,“ útskýrir hún glaðlega að lokum. Tengdar fréttir Mammút frumsýnir nýtt myndband við Blóðberg Íslenska hljómsveitin Mammút frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Blóðberg sem er íslensk útgáfa af laginu Blood Burst. 16. september 2015 15:30 Ógrynni af efni frá Mammút í þjófshöndum Brotist var inn á heimili Alexöndru Baldursdóttur og allt tekið. "Gífurlegt tjón,“ segir gítarleikarinn. 30. júlí 2015 11:22 Skemmta sér vel og fallega Tónlistarhátíðin Innipúkinn fer fram í fjórtánda sinn um helgina og lokið hefur verið við að tyrfa útisvæðið. 1. ágúst 2015 10:30 Hvað ætlar þú að gera um helgina? Mesta ferðahelgi ársins er að ganga í garð og margir verða á faraldsfæti enda er mikið af útihátíðum víða um land. 30. júlí 2015 11:15 Vinaböndin Mammút og Samaris í eina sæng Böndin tvö fagna samvinnu og alíslenskum bransakærleik með stórtónleikagjörningi í Gamla bíói 9. júlí. 26. júní 2015 09:00 Trommari Radiohead fer fögrum orðum um Mammút „Þetta er kvintett sem heldur uppi merkjum frábærrar tónlistar frá Íslandi.“ 18. maí 2015 11:14 Mammút skrifar undir hjá útgáfurisa Íslenska hljómsveitin Mammút hefur skrifað undir útgáfusamning hjá breska plötufyrirtækinu Bella Union. 4. maí 2015 08:00 Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Fleiri fréttir Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Sjá meira
„Það var einfaldlega magnað að spila fyrir svona rosalega marga á hverju kvöldi. Líkaminn er kannski kominn heim, en hausinn er líklega ekki væntanlegur til baka fyrr en um helgina,“ segir Katrina Mogensen, söngkona Mammút, sem fyrir andartaki sneri aftur eftir Evróputúr með Of Monsters And Men, þar sem Mammút sá um upphitun. „Við spiluðum í fimmtán borgum, og það var mjög gaman að sjá hve OMAM eru rosalega stórt band, með rosalega mikinn og stóran aðdáendahóp,“ segir Katrina og kveður það sannarlega sérstaka upplifun að spila í Brussel daginn eftir hryðjuverkaárásina í París á föstudagskvöld, þar sem Bataclan-tónleikahöllin var hertekin og fjöldi fólks myrtur á miðjum tónleikum. „Það kom vissulega til tals að hætta við tónleikana en svo var ákveðið að gera það ekki. Þessir tónleikar voru því eins og ég segi mjög óraunverulegir og stemningin þrúgandi, en einhvern veginn stútfull af ást,“ útskýrir Katrina og á erfitt með að lýsa þessari upplifun. „Við í Mammút áttum jafnframt að fara til Lúxemborgar og spila á festivali þar, en sú hátíð var blásin af vegna voðaverkanna, þetta er auðvitað hrikalegt,“ segir hún. Katrina segir Mammút og Of Monsters and Men hafa náð verulega vel saman og það hafi verið frábær reynsla og einstök upplifun að fara þennan túr með þeim. „Ætli maður sé nokkuð alveg búinn að átta sig alveg á þessu og meðtaka allt það sem var að gerast? Maður er í einhvers konar búbblu á meðan á ferðalaginu stendur.“Ný orka og innspýting með heimEftir dágóðan tíma saman um borð í einni rútu, segir Katrina ágætt að snúa aftur, en það sanni sig enn og aftur hve dýrmætt það er að ferðast með góðum vinum, sé ferðast svo náið og skellir upp úr. Nú séu þau komin heim í að minnsta kosti dágóðan tíma, enda plötusmíðar að fara á fullt og þau komi sannarlega innblásin til leiks. „Við komum heim með mjög gott nesti, búin að birgja okkur upp fyrir veturinn og munum eyða honum í að semja nýtt efni fyrir plötuna sem kemur út í vor.“ Það er breski útgáfurisinn Bella Union sem hefur veg og vanda af útgáfunni. Aðspurð hvort pressa sé komin á þau frá aðdáendum um að fá nýtt efni svarar Katrina til: „Ætli það séum ekki við sjálf sem erum spenntust fyrir hvað kemur út úr þessu, við leyfum ferlinu einhvern veginn bara að gerast og reynum ekki að stjórna því of mikið, við tökum heilmikið úr þessum túr með okkur og blöndum við það sem við eigum fyrir. Eftirvæntingin er því okkar megin og spennan fyrir að sjá okkur sjálf og koma okkur á óvart,“ útskýrir hún glaðlega að lokum.
Tengdar fréttir Mammút frumsýnir nýtt myndband við Blóðberg Íslenska hljómsveitin Mammút frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Blóðberg sem er íslensk útgáfa af laginu Blood Burst. 16. september 2015 15:30 Ógrynni af efni frá Mammút í þjófshöndum Brotist var inn á heimili Alexöndru Baldursdóttur og allt tekið. "Gífurlegt tjón,“ segir gítarleikarinn. 30. júlí 2015 11:22 Skemmta sér vel og fallega Tónlistarhátíðin Innipúkinn fer fram í fjórtánda sinn um helgina og lokið hefur verið við að tyrfa útisvæðið. 1. ágúst 2015 10:30 Hvað ætlar þú að gera um helgina? Mesta ferðahelgi ársins er að ganga í garð og margir verða á faraldsfæti enda er mikið af útihátíðum víða um land. 30. júlí 2015 11:15 Vinaböndin Mammút og Samaris í eina sæng Böndin tvö fagna samvinnu og alíslenskum bransakærleik með stórtónleikagjörningi í Gamla bíói 9. júlí. 26. júní 2015 09:00 Trommari Radiohead fer fögrum orðum um Mammút „Þetta er kvintett sem heldur uppi merkjum frábærrar tónlistar frá Íslandi.“ 18. maí 2015 11:14 Mammút skrifar undir hjá útgáfurisa Íslenska hljómsveitin Mammút hefur skrifað undir útgáfusamning hjá breska plötufyrirtækinu Bella Union. 4. maí 2015 08:00 Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Fleiri fréttir Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Sjá meira
Mammút frumsýnir nýtt myndband við Blóðberg Íslenska hljómsveitin Mammút frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Blóðberg sem er íslensk útgáfa af laginu Blood Burst. 16. september 2015 15:30
Ógrynni af efni frá Mammút í þjófshöndum Brotist var inn á heimili Alexöndru Baldursdóttur og allt tekið. "Gífurlegt tjón,“ segir gítarleikarinn. 30. júlí 2015 11:22
Skemmta sér vel og fallega Tónlistarhátíðin Innipúkinn fer fram í fjórtánda sinn um helgina og lokið hefur verið við að tyrfa útisvæðið. 1. ágúst 2015 10:30
Hvað ætlar þú að gera um helgina? Mesta ferðahelgi ársins er að ganga í garð og margir verða á faraldsfæti enda er mikið af útihátíðum víða um land. 30. júlí 2015 11:15
Vinaböndin Mammút og Samaris í eina sæng Böndin tvö fagna samvinnu og alíslenskum bransakærleik með stórtónleikagjörningi í Gamla bíói 9. júlí. 26. júní 2015 09:00
Trommari Radiohead fer fögrum orðum um Mammút „Þetta er kvintett sem heldur uppi merkjum frábærrar tónlistar frá Íslandi.“ 18. maí 2015 11:14
Mammút skrifar undir hjá útgáfurisa Íslenska hljómsveitin Mammút hefur skrifað undir útgáfusamning hjá breska plötufyrirtækinu Bella Union. 4. maí 2015 08:00
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein