Drög að nýjum útlendingalögum kynnt Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. ágúst 2015 08:00 Óttarr segir að flóttamannavandinn í okkar heimshluta hafi ýtt undir aðgerðir. Frá búðum flóttamanna í Austurríki. nordicphotos/afp „Það má segja að grunnhugsunin á bak við drögin sé sú að stuðla að mannúð og tryggja að Ísland sé að standa við alþjóðasamninga um þessi málefni. Þá er verið að reyna að tryggja og bæta skilvirkni í kerfinu, bæði gagnvart stjórnsýslu og gagnvart þeim sem vinna í málaflokknum til þess að auka þjónustu,“ segir Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, um drög að lagafrumvarpi til nýrra útlendingalaga sem þverpólitísk þingmannanefnd um útlendingamál kynnti á fundi í gær í samvinnu við innanríkisráðuneytið. Óttarr leiðir nefndina en auk hans sitja í henni alþingismennirnir Birgitta Jónsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir og Össur Skarphéðinsson. Frumvarpið felur í sér heildarendurskoðun á núgildandi lögum um útlendinga. Áætlað er að leggja frumvarpið fram á komandi haustþingi. „Þingmannanefndin hefur haft samráð við fjölda aðila um verkefnið og hefur það samráð skilað mjög miklu að mínu mati. Við höfum haft það að leiðarljósi að bæta íslenska löggjöf um útlendinga í samráði við helstu sérfræðinga á sviðinu, háskólasamfélagið og sjálfa notendur kerfisins,“ segir Óttar og bætir við að með frumvarpinu sé reynt að koma til móts við auknar kröfur um samkeppnishæfni Íslands og sjá til þess að íslensk löggjöf sé leiðandi í málum er varða mannréttindi. Að sögn Óttars er meðal helstu nýmæla í frumvarpinu að stuðla að samræmingu á milli laga um útlendinga og laga um atvinnuréttindi útlendinga. Þá verður dvalarleyfaflokkum breytt og skilyrði dvalarleyfa einfölduð þar sem til dæmis er lögð áhersla á að koma til móts við aðstæður atvinnulífsins og vinnumarkaðar og háskóla- og vísindasamfélagsins. Auk þess fara öll samskipti útlendinga við íslensk stjórnvöld í gegnum eina stofnun, Útlendingastofnun. Óttarr Proppé, ?þingmaður ?Bjartrar framtíðar.Sama gildir um kærumál sem munu öll berast til kærunefndar útlendingamála. „Það má segja að það sé verið að reyna að þróa lagabókstafinn þannig að hann standi betur í takt við raunveruleikann eins og hann er í dag. Það eru líka breytingar í umhverfinu, til dæmis er flóttamannavandinn í okkar heimshluta farinn að aukast og eins er algengara að fólk fari á milli landa vegna atvinnu eða náms. Við Íslendingar þekkjum það eins og með brottflutninga til Noregs,“ segir Óttarr. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
„Það má segja að grunnhugsunin á bak við drögin sé sú að stuðla að mannúð og tryggja að Ísland sé að standa við alþjóðasamninga um þessi málefni. Þá er verið að reyna að tryggja og bæta skilvirkni í kerfinu, bæði gagnvart stjórnsýslu og gagnvart þeim sem vinna í málaflokknum til þess að auka þjónustu,“ segir Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, um drög að lagafrumvarpi til nýrra útlendingalaga sem þverpólitísk þingmannanefnd um útlendingamál kynnti á fundi í gær í samvinnu við innanríkisráðuneytið. Óttarr leiðir nefndina en auk hans sitja í henni alþingismennirnir Birgitta Jónsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir og Össur Skarphéðinsson. Frumvarpið felur í sér heildarendurskoðun á núgildandi lögum um útlendinga. Áætlað er að leggja frumvarpið fram á komandi haustþingi. „Þingmannanefndin hefur haft samráð við fjölda aðila um verkefnið og hefur það samráð skilað mjög miklu að mínu mati. Við höfum haft það að leiðarljósi að bæta íslenska löggjöf um útlendinga í samráði við helstu sérfræðinga á sviðinu, háskólasamfélagið og sjálfa notendur kerfisins,“ segir Óttar og bætir við að með frumvarpinu sé reynt að koma til móts við auknar kröfur um samkeppnishæfni Íslands og sjá til þess að íslensk löggjöf sé leiðandi í málum er varða mannréttindi. Að sögn Óttars er meðal helstu nýmæla í frumvarpinu að stuðla að samræmingu á milli laga um útlendinga og laga um atvinnuréttindi útlendinga. Þá verður dvalarleyfaflokkum breytt og skilyrði dvalarleyfa einfölduð þar sem til dæmis er lögð áhersla á að koma til móts við aðstæður atvinnulífsins og vinnumarkaðar og háskóla- og vísindasamfélagsins. Auk þess fara öll samskipti útlendinga við íslensk stjórnvöld í gegnum eina stofnun, Útlendingastofnun. Óttarr Proppé, ?þingmaður ?Bjartrar framtíðar.Sama gildir um kærumál sem munu öll berast til kærunefndar útlendingamála. „Það má segja að það sé verið að reyna að þróa lagabókstafinn þannig að hann standi betur í takt við raunveruleikann eins og hann er í dag. Það eru líka breytingar í umhverfinu, til dæmis er flóttamannavandinn í okkar heimshluta farinn að aukast og eins er algengara að fólk fari á milli landa vegna atvinnu eða náms. Við Íslendingar þekkjum það eins og með brottflutninga til Noregs,“ segir Óttarr.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira