Drög að nýjum útlendingalögum kynnt Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. ágúst 2015 08:00 Óttarr segir að flóttamannavandinn í okkar heimshluta hafi ýtt undir aðgerðir. Frá búðum flóttamanna í Austurríki. nordicphotos/afp „Það má segja að grunnhugsunin á bak við drögin sé sú að stuðla að mannúð og tryggja að Ísland sé að standa við alþjóðasamninga um þessi málefni. Þá er verið að reyna að tryggja og bæta skilvirkni í kerfinu, bæði gagnvart stjórnsýslu og gagnvart þeim sem vinna í málaflokknum til þess að auka þjónustu,“ segir Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, um drög að lagafrumvarpi til nýrra útlendingalaga sem þverpólitísk þingmannanefnd um útlendingamál kynnti á fundi í gær í samvinnu við innanríkisráðuneytið. Óttarr leiðir nefndina en auk hans sitja í henni alþingismennirnir Birgitta Jónsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir og Össur Skarphéðinsson. Frumvarpið felur í sér heildarendurskoðun á núgildandi lögum um útlendinga. Áætlað er að leggja frumvarpið fram á komandi haustþingi. „Þingmannanefndin hefur haft samráð við fjölda aðila um verkefnið og hefur það samráð skilað mjög miklu að mínu mati. Við höfum haft það að leiðarljósi að bæta íslenska löggjöf um útlendinga í samráði við helstu sérfræðinga á sviðinu, háskólasamfélagið og sjálfa notendur kerfisins,“ segir Óttar og bætir við að með frumvarpinu sé reynt að koma til móts við auknar kröfur um samkeppnishæfni Íslands og sjá til þess að íslensk löggjöf sé leiðandi í málum er varða mannréttindi. Að sögn Óttars er meðal helstu nýmæla í frumvarpinu að stuðla að samræmingu á milli laga um útlendinga og laga um atvinnuréttindi útlendinga. Þá verður dvalarleyfaflokkum breytt og skilyrði dvalarleyfa einfölduð þar sem til dæmis er lögð áhersla á að koma til móts við aðstæður atvinnulífsins og vinnumarkaðar og háskóla- og vísindasamfélagsins. Auk þess fara öll samskipti útlendinga við íslensk stjórnvöld í gegnum eina stofnun, Útlendingastofnun. Óttarr Proppé, ?þingmaður ?Bjartrar framtíðar.Sama gildir um kærumál sem munu öll berast til kærunefndar útlendingamála. „Það má segja að það sé verið að reyna að þróa lagabókstafinn þannig að hann standi betur í takt við raunveruleikann eins og hann er í dag. Það eru líka breytingar í umhverfinu, til dæmis er flóttamannavandinn í okkar heimshluta farinn að aukast og eins er algengara að fólk fari á milli landa vegna atvinnu eða náms. Við Íslendingar þekkjum það eins og með brottflutninga til Noregs,“ segir Óttarr. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
„Það má segja að grunnhugsunin á bak við drögin sé sú að stuðla að mannúð og tryggja að Ísland sé að standa við alþjóðasamninga um þessi málefni. Þá er verið að reyna að tryggja og bæta skilvirkni í kerfinu, bæði gagnvart stjórnsýslu og gagnvart þeim sem vinna í málaflokknum til þess að auka þjónustu,“ segir Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, um drög að lagafrumvarpi til nýrra útlendingalaga sem þverpólitísk þingmannanefnd um útlendingamál kynnti á fundi í gær í samvinnu við innanríkisráðuneytið. Óttarr leiðir nefndina en auk hans sitja í henni alþingismennirnir Birgitta Jónsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir og Össur Skarphéðinsson. Frumvarpið felur í sér heildarendurskoðun á núgildandi lögum um útlendinga. Áætlað er að leggja frumvarpið fram á komandi haustþingi. „Þingmannanefndin hefur haft samráð við fjölda aðila um verkefnið og hefur það samráð skilað mjög miklu að mínu mati. Við höfum haft það að leiðarljósi að bæta íslenska löggjöf um útlendinga í samráði við helstu sérfræðinga á sviðinu, háskólasamfélagið og sjálfa notendur kerfisins,“ segir Óttar og bætir við að með frumvarpinu sé reynt að koma til móts við auknar kröfur um samkeppnishæfni Íslands og sjá til þess að íslensk löggjöf sé leiðandi í málum er varða mannréttindi. Að sögn Óttars er meðal helstu nýmæla í frumvarpinu að stuðla að samræmingu á milli laga um útlendinga og laga um atvinnuréttindi útlendinga. Þá verður dvalarleyfaflokkum breytt og skilyrði dvalarleyfa einfölduð þar sem til dæmis er lögð áhersla á að koma til móts við aðstæður atvinnulífsins og vinnumarkaðar og háskóla- og vísindasamfélagsins. Auk þess fara öll samskipti útlendinga við íslensk stjórnvöld í gegnum eina stofnun, Útlendingastofnun. Óttarr Proppé, ?þingmaður ?Bjartrar framtíðar.Sama gildir um kærumál sem munu öll berast til kærunefndar útlendingamála. „Það má segja að það sé verið að reyna að þróa lagabókstafinn þannig að hann standi betur í takt við raunveruleikann eins og hann er í dag. Það eru líka breytingar í umhverfinu, til dæmis er flóttamannavandinn í okkar heimshluta farinn að aukast og eins er algengara að fólk fari á milli landa vegna atvinnu eða náms. Við Íslendingar þekkjum það eins og með brottflutninga til Noregs,“ segir Óttarr.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira