Tólf prósent barna óbólusett: „Þetta er bara fákunnátta“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. febrúar 2015 19:15 Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi sem birt var í vikunni kom fram að allt að tólf prósent barna hér á landi eru ekki bólusett. Til að mynda er þátttaka í bólusetningu gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum hjá átján mánaða börnum í dag 90%. Guðmundur K. Jónmundsson, barnalæknir, segir þetta áhyggjuefni. Guðmundur tók til starfa á Landspítalnaum árið 1972 og starfaði þar í hátt í fjóra áratugi. Skömmu eftir að hann byrjaði á spítalanum kom upp mislingafaraldur hér á landi. Hann sá þá með eigin augum hvaða áhrif sjúkdómurinn getur haft. Hann segir að strax og fjöldi þeirra sem bólusetja er kominn niður fyrir 90% þá sé hætta á faraldri. Guðmundur segir mikið hafa breyst með aukinni bólusetningu. Tekist hafi að útrýma sjúkdómum sem læknar sáu áður oft hjá börnum. Til að mynda sé í dag verið að bólusetja fyrir bakteríu sem heitir haemophilus influenzae af gerð b. „ Við sáum alltaf nokkurum sinnum á ári mjög slæma barkakýlisbólgu eða barkalokubólgu sem að bara kæfir börnin á nokkrum klukkutímum ef þau komast ekki til læknis. Það þarf mjög færa svæfingalækna til þess að barkaþræða og ef það gengur ekki að barkaþræða þá þarf að skera hérna á barkann til þess að opna fyrir öndunarveginn. Það er ekki þægilegur sjúkdómur. Þetta er alveg horfið síðan hvað nítján hundruð og áttatíu og eitthvað sem að farið var að bólusetja við þessu, “ segir Guðmundur. Hann segist ekki skilja þá foreldra sem bólusetja ekki börnin sín. „ Ég held að það sé bara það að fólk hefur ekki séð þessa sjúkdóma og heldur að þetta sé bara ekki neitt neitt. Það þekkir þá ekki. Þetta er bara fákunnátta, ekkert annað,“ segir Guðmundur K. Jónmundsson barnalæknir. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi sem birt var í vikunni kom fram að allt að tólf prósent barna hér á landi eru ekki bólusett. Til að mynda er þátttaka í bólusetningu gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum hjá átján mánaða börnum í dag 90%. Guðmundur K. Jónmundsson, barnalæknir, segir þetta áhyggjuefni. Guðmundur tók til starfa á Landspítalnaum árið 1972 og starfaði þar í hátt í fjóra áratugi. Skömmu eftir að hann byrjaði á spítalanum kom upp mislingafaraldur hér á landi. Hann sá þá með eigin augum hvaða áhrif sjúkdómurinn getur haft. Hann segir að strax og fjöldi þeirra sem bólusetja er kominn niður fyrir 90% þá sé hætta á faraldri. Guðmundur segir mikið hafa breyst með aukinni bólusetningu. Tekist hafi að útrýma sjúkdómum sem læknar sáu áður oft hjá börnum. Til að mynda sé í dag verið að bólusetja fyrir bakteríu sem heitir haemophilus influenzae af gerð b. „ Við sáum alltaf nokkurum sinnum á ári mjög slæma barkakýlisbólgu eða barkalokubólgu sem að bara kæfir börnin á nokkrum klukkutímum ef þau komast ekki til læknis. Það þarf mjög færa svæfingalækna til þess að barkaþræða og ef það gengur ekki að barkaþræða þá þarf að skera hérna á barkann til þess að opna fyrir öndunarveginn. Það er ekki þægilegur sjúkdómur. Þetta er alveg horfið síðan hvað nítján hundruð og áttatíu og eitthvað sem að farið var að bólusetja við þessu, “ segir Guðmundur. Hann segist ekki skilja þá foreldra sem bólusetja ekki börnin sín. „ Ég held að það sé bara það að fólk hefur ekki séð þessa sjúkdóma og heldur að þetta sé bara ekki neitt neitt. Það þekkir þá ekki. Þetta er bara fákunnátta, ekkert annað,“ segir Guðmundur K. Jónmundsson barnalæknir.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira