Kriki frumsýnir nýtt myndband: „Þetta eru persónulegu lögin mín“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. september 2015 12:30 Katrín Helga. vísir/Kristín Pétursdóttir „Hljómsveitin er frekar ný af nálinni og samanstendur af mér, Sindra Bergssyni og Hjalta Jóni Sverrissyni. Við spilum melódískt, draumkennt 80's skotið popp og textarnir eru allt að því óþægilega einlægir og fjalla mestmegnis um sjálfsvorkunn,“ segir Katrín Helga Andrésdóttir, sem er meðlimur í hljómsveitinni Kriki. Sveitin frumsýnir nýtt myndband á Vísi við lagið Neistar. „Neistar er annað lagið sem við gefum frá okkur og það er frekar tilraunakennt. Við tókum það upp og mixuðum sjálf og misstum okkur smá í að nota skrítin stúdíótrix. Það er til dæmis hægt á öllu laginu svo það sé í 432 hertz því það á að vera alheimstíðnin samkvæmt einhverjum útreikningum.“ Sunna Axels gerði myndbandið sjálft. „Hún var fullkomin í verkið því hún hefur svo ríkt hugmyndaflug auk þess sem við erum nánar vinkonur og vinnum vel saman. Myndbandið sýnir konu sem sogast smám saman inn í eggjaheim. Sjaldan eða aldrei hafa egg verið sýnd á jafn fjölbreyttan hátt.“ Katrín Helga er einnig meðlimur í hljómsveitunum Reykjavíkurdætrum og Hljómsveitt. „Tónlistin okkar er mjög ólík því sem ég er að gera með Reykjavíkurdætrum og Hljómsveitt. Ef við segjum að það séu pólitísku lögin mín, þá eru þetta persónulegu lögin mín.“ Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Hljómsveitin er frekar ný af nálinni og samanstendur af mér, Sindra Bergssyni og Hjalta Jóni Sverrissyni. Við spilum melódískt, draumkennt 80's skotið popp og textarnir eru allt að því óþægilega einlægir og fjalla mestmegnis um sjálfsvorkunn,“ segir Katrín Helga Andrésdóttir, sem er meðlimur í hljómsveitinni Kriki. Sveitin frumsýnir nýtt myndband á Vísi við lagið Neistar. „Neistar er annað lagið sem við gefum frá okkur og það er frekar tilraunakennt. Við tókum það upp og mixuðum sjálf og misstum okkur smá í að nota skrítin stúdíótrix. Það er til dæmis hægt á öllu laginu svo það sé í 432 hertz því það á að vera alheimstíðnin samkvæmt einhverjum útreikningum.“ Sunna Axels gerði myndbandið sjálft. „Hún var fullkomin í verkið því hún hefur svo ríkt hugmyndaflug auk þess sem við erum nánar vinkonur og vinnum vel saman. Myndbandið sýnir konu sem sogast smám saman inn í eggjaheim. Sjaldan eða aldrei hafa egg verið sýnd á jafn fjölbreyttan hátt.“ Katrín Helga er einnig meðlimur í hljómsveitunum Reykjavíkurdætrum og Hljómsveitt. „Tónlistin okkar er mjög ólík því sem ég er að gera með Reykjavíkurdætrum og Hljómsveitt. Ef við segjum að það séu pólitísku lögin mín, þá eru þetta persónulegu lögin mín.“
Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira