Fótbolti

Markvörðurinn jafnaði metin í uppbótartíma | Sjáðu markið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Markvörðurinn Michelle Betos mun seint gleyma leik Portland og Kansas City í efstu deild kvenna í Bandaríkjunum í gær, en hún jafnaði metin í uppbótartíma í leik liðanna í gærkvöldi.

Staðan var markalaus í hálfleik, en Sarah Hagen kom Kansas yfir í upphafi síðari hálfleiks. Dramatíkin í lokin var svo lyginni líkast.

Portland fékk hornspyrnu á fjórðu mínútu uppbótartíma og Allie Long setti boltann beint á kollinn á Michelle Betos sem stangaði boltann í netið.

Portland er í sjötta sæti deildarinnar með tíu stig eftir leikina fjórtán sem búnir eru. Kansas er í fjórða sætinu með ellefu stig.

Myndband af markinu ótrúlega má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×