Eigum tíu prósent möguleika á móti Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2015 10:00 Það er orðið langt síðan að Sheffield Wednesday vann Arsenal. Það gerðist siðast í lok september 1998 og þar missti Paolo Di Canio stjórn á sér. Vísir/Getty Portúgalinn Carlos Carvalhal, þjálfari enska b-deildarliðsins Sheffield Wednesday, fær verðugt verkefni í kvöld ásamt leikmönnum sínum þegar stórlið Arsenal kemur í heimsókn á Hillsborough-leikvanginn í sextán liða úrslitum enska deildabikarsins. Sheffield Wednesday er aðeins eitt af þremur liðum eftir í keppninni sem ekki spila í ensku úrvalsdeildinni en hin eru Hull City og Middlesbrough. Sheffield Wednesday hefur spilað átta leiki í röð án þess að tapa en liðið er samt bara í níunda sæti ensku b-deildarinnar níu stigum á eftir toppliði Brighton & Hove Albion. „Við munum berjast allan leikinn allt til enda og við verðum samkeppnishæfir í þessum leik. Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig þetta fer," sagði Carlos Carvalhal í viðtali við BBC Radio í Sheffield. „Við eigum líklega tíu prósent möguleika á því að komast áfram. Það er ekki mjög mikið en það er þó betra en núll prósent líkur," sagði Carvalhal sem tók við Sheffield Wednesday liðinu í sumar. Undir hans stjórn hefur liðið unnið átta af sextán leikjum sínum og aðeins tapað þremur. „Núll prósent þýðir að þú getur ekki gert neitt. Tíu prósent þýða að við eigum tíu prósent möguleika og við verðum að grípa það tækifæri," sagði Carlos Carvalhal. Sheffield Wednesday hefur ekki unnið Arsenal síðan í september 1998 en það var líka frægur leikur vegna þess að í þeim leik ýtti Paolo Di Canio dómaranum eftir að hafa verið rekinn af velli. Sheffield Wednesday sló Newcastle út í 32 liða úrslitum keppninnar. „Þetta verður frábær dagur. Þessi dagur rifjar upp gamla tíma fyrir stuðningsfólk okkar og vonandi geta svona leikir orðið normið í framtíðinni," sagði Carvalhal en mótherjarnir eru ekki af lakari gerðinni. „Við erum að fara að mæta einu af bestum liðum heims. Ég held að þeir hafi skorað 18 mörk í síðustu 6 leikjum sínum og þar inni eru leikir á móti Manchester United og Bayern München," sagði Carvalhal. Sheffield Wednesday hefur ekki tapað síðan að liðið lá á móti Burnley 12. september síðastliðnum. Carlos Carvalhal fer í tónlistina til að sannfæra sína menn um að vinna betur saman. „Miðjumenn stjórna leiknum en ef þeir hafa ekki góða vörn og öfluga sóknarmenn með sér þá gera þeir ekki neitt. Allir í liðinu eru jafnmikilvægir. Í sinfóníuhljómsveit er saxafónn, píanó og trommur. Við erum með nokkra leikmenn sem eru trommur. Það er ekki hægt að hafa sinfóníuhljómsveit þar sem allir ellefu spila á píanó eða að allir eru á trommunum," sagði Carvalhal sem tók við liðinu af Stuart Gray í sumar. Leikur Sheffield Wednesday og Arsenal hefst klukkan 19.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira
Portúgalinn Carlos Carvalhal, þjálfari enska b-deildarliðsins Sheffield Wednesday, fær verðugt verkefni í kvöld ásamt leikmönnum sínum þegar stórlið Arsenal kemur í heimsókn á Hillsborough-leikvanginn í sextán liða úrslitum enska deildabikarsins. Sheffield Wednesday er aðeins eitt af þremur liðum eftir í keppninni sem ekki spila í ensku úrvalsdeildinni en hin eru Hull City og Middlesbrough. Sheffield Wednesday hefur spilað átta leiki í röð án þess að tapa en liðið er samt bara í níunda sæti ensku b-deildarinnar níu stigum á eftir toppliði Brighton & Hove Albion. „Við munum berjast allan leikinn allt til enda og við verðum samkeppnishæfir í þessum leik. Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig þetta fer," sagði Carlos Carvalhal í viðtali við BBC Radio í Sheffield. „Við eigum líklega tíu prósent möguleika á því að komast áfram. Það er ekki mjög mikið en það er þó betra en núll prósent líkur," sagði Carvalhal sem tók við Sheffield Wednesday liðinu í sumar. Undir hans stjórn hefur liðið unnið átta af sextán leikjum sínum og aðeins tapað þremur. „Núll prósent þýðir að þú getur ekki gert neitt. Tíu prósent þýða að við eigum tíu prósent möguleika og við verðum að grípa það tækifæri," sagði Carlos Carvalhal. Sheffield Wednesday hefur ekki unnið Arsenal síðan í september 1998 en það var líka frægur leikur vegna þess að í þeim leik ýtti Paolo Di Canio dómaranum eftir að hafa verið rekinn af velli. Sheffield Wednesday sló Newcastle út í 32 liða úrslitum keppninnar. „Þetta verður frábær dagur. Þessi dagur rifjar upp gamla tíma fyrir stuðningsfólk okkar og vonandi geta svona leikir orðið normið í framtíðinni," sagði Carvalhal en mótherjarnir eru ekki af lakari gerðinni. „Við erum að fara að mæta einu af bestum liðum heims. Ég held að þeir hafi skorað 18 mörk í síðustu 6 leikjum sínum og þar inni eru leikir á móti Manchester United og Bayern München," sagði Carvalhal. Sheffield Wednesday hefur ekki tapað síðan að liðið lá á móti Burnley 12. september síðastliðnum. Carlos Carvalhal fer í tónlistina til að sannfæra sína menn um að vinna betur saman. „Miðjumenn stjórna leiknum en ef þeir hafa ekki góða vörn og öfluga sóknarmenn með sér þá gera þeir ekki neitt. Allir í liðinu eru jafnmikilvægir. Í sinfóníuhljómsveit er saxafónn, píanó og trommur. Við erum með nokkra leikmenn sem eru trommur. Það er ekki hægt að hafa sinfóníuhljómsveit þar sem allir ellefu spila á píanó eða að allir eru á trommunum," sagði Carvalhal sem tók við liðinu af Stuart Gray í sumar. Leikur Sheffield Wednesday og Arsenal hefst klukkan 19.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira