Biblíufélag Íslands heldur upp á 200 ára afmæli 3. júlí 2015 12:00 Ragnhildur Ásgeirsdóttir framkvæmdarstjóri Biblíufélagsins Vísir/Valli Í dag verður opnuð biblíusýning á þriðju hæð Þjóðminjasafnsins klukkan 16.00. Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðminjasafnsins og Hins íslenska biblíufélags. Tilefnið er 200 ára afmæli Biblíufélagsins en það er elsta starfandi félag á Íslandi og eitt af elstu biblíufélögum í heiminum. Sýningin er einnig til þess að minna á Biblíuna og íslenska tungu og menningu sem er samofin kristinni trú. Markmið félagsins er að vinna að útgáfu og útbreiðslu Biblíunnar. Á opnuninni munu fulltrúi frá Þjóðminjasafninu og framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags halda ræðu og síðan mun Helga Vilborg Sigurjónsdóttir syngja tvö lög. Ragnhildur Ásgeirsdóttir er framkvæmdastjóri félagsins en það hefur skipulagt fjöldann allan af uppákomum allt árið til þess að halda upp á stórafmælið. „Við vorum ein af fyrstu 20 þjóðum heims til þess að fá Biblíuna þýdda á okkar tungumál en fyrsta útgáfan var þýdd af Guðbrandi Þorlákssyni árið 1584 og var nefnd eftir honum. Hún verður meðal annars til sýnis á sýningunni ásamt nokkrum öðrum útgáfum. Biblían er mikilvægur menningararfur okkar Íslendinga enda sjást augljósar skírskotanir í hana og kristin viðhorf í menningu okkar og sögu.“ Á meðal annarra uppákoma sem verða haldnar af Biblíufélaginu í ár í tilefni afmælisins er hátíðarguðsþjónusta þann 10. júlí í Dómkirkjunni þar sem gengið verður að Aðalstræti 10, þar sem Biblíuhúsið var upprunalega, og hengdur verður skjöldur á húsið. Aðalhátíðin verður 29. ágúst í Hallgrímskirkju. Einnig verður önnur biblíusýning á Landsbókasafninu og Viðeyjarútgáfa Biblíunnar verður gerð aðgengileg á heimasíðu Biblíufélagsins seinna á árinu. Nú þegar hafa verið margir viðburðir á árinu og hafa tónlistarmenn samið lög í tilefni afmælisins. „Það er auðvitað merkilegt að vera elsta starfandi félagið á Íslandi og þess vegna ber okkur að halda upp á það með dagskrá sem tilheyrir þessum stóru tímamótum.“ Það eru 2.000 meðlimir í Biblíufélaginu hér á landi. „Okkur langar að nýta þetta afmælisár og fá fleiri meðlimi með okkur enda skemmtilegt starf sem við erum með í gangi. Það er auðvelt að skrá sig í gegnum heimasíðuna okkar, biblia.is.“ Menning Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Í dag verður opnuð biblíusýning á þriðju hæð Þjóðminjasafnsins klukkan 16.00. Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðminjasafnsins og Hins íslenska biblíufélags. Tilefnið er 200 ára afmæli Biblíufélagsins en það er elsta starfandi félag á Íslandi og eitt af elstu biblíufélögum í heiminum. Sýningin er einnig til þess að minna á Biblíuna og íslenska tungu og menningu sem er samofin kristinni trú. Markmið félagsins er að vinna að útgáfu og útbreiðslu Biblíunnar. Á opnuninni munu fulltrúi frá Þjóðminjasafninu og framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags halda ræðu og síðan mun Helga Vilborg Sigurjónsdóttir syngja tvö lög. Ragnhildur Ásgeirsdóttir er framkvæmdastjóri félagsins en það hefur skipulagt fjöldann allan af uppákomum allt árið til þess að halda upp á stórafmælið. „Við vorum ein af fyrstu 20 þjóðum heims til þess að fá Biblíuna þýdda á okkar tungumál en fyrsta útgáfan var þýdd af Guðbrandi Þorlákssyni árið 1584 og var nefnd eftir honum. Hún verður meðal annars til sýnis á sýningunni ásamt nokkrum öðrum útgáfum. Biblían er mikilvægur menningararfur okkar Íslendinga enda sjást augljósar skírskotanir í hana og kristin viðhorf í menningu okkar og sögu.“ Á meðal annarra uppákoma sem verða haldnar af Biblíufélaginu í ár í tilefni afmælisins er hátíðarguðsþjónusta þann 10. júlí í Dómkirkjunni þar sem gengið verður að Aðalstræti 10, þar sem Biblíuhúsið var upprunalega, og hengdur verður skjöldur á húsið. Aðalhátíðin verður 29. ágúst í Hallgrímskirkju. Einnig verður önnur biblíusýning á Landsbókasafninu og Viðeyjarútgáfa Biblíunnar verður gerð aðgengileg á heimasíðu Biblíufélagsins seinna á árinu. Nú þegar hafa verið margir viðburðir á árinu og hafa tónlistarmenn samið lög í tilefni afmælisins. „Það er auðvitað merkilegt að vera elsta starfandi félagið á Íslandi og þess vegna ber okkur að halda upp á það með dagskrá sem tilheyrir þessum stóru tímamótum.“ Það eru 2.000 meðlimir í Biblíufélaginu hér á landi. „Okkur langar að nýta þetta afmælisár og fá fleiri meðlimi með okkur enda skemmtilegt starf sem við erum með í gangi. Það er auðvelt að skrá sig í gegnum heimasíðuna okkar, biblia.is.“
Menning Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira