Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, fylgir Söru Björk Gunnarsdóttur og Rosengård í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.
Guðbjörg og stöllur hennar í LSK mættu Zürich frá Sviss í 32 liða úrslitunum.
LSK vann fyrri leikinn gegn Zürich, 1-0, á heimavelli, en fékk á sig mark á 87. mínútu í kvöld og tapaði, 1-0. Leikurinn fór því í framlengingu.
Eftir tæpar níu mínútur í framlengingunni skoraði norski landsliðsmaðurinn Lene Mykjåland markið sem tryggði LSK 1-1 jafntefli og sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Guðbjörg með LSK í 16 liða úrslitin eftir framlengingu
Tómas Þór Þórðarson skrifar
