Enski boltinn

Van Gaal: Erum betri án boltans

Louis Van Gaal á blaðamannafundinum.
Louis Van Gaal á blaðamannafundinum. Vísir/Getty
Knattspyrnustjóri Manchester United, Louis Van Gaal, segist vera ánægður með hvernig leikmenn liðsins spili án bolta á þessu tímabili en liðið hefur ekki fengið á sig mark í ensku úrvalsdeildinni í fyrstu þremur leikjum liðsins.

Van Gaal sat fyrir svörum blaðamanna í Belgíu fyrir seinni leik liðsins gegn Club Brugge í forkeppni Meistaradeildarinnar en þegar hann var spurður hvað í spilamennsku liðsins hann væri ánægðastur með stóð hann ekki á svörum.

„Varnarleikurinn okkar hefur verið frábær í byrjun tímabilsins. Þegar andstæðingurinn hefur verið með boltann höfum við verið upp á okkar besta í ár. Við þurfum að bæta leik okkar þegar við erum með boltann.“

Lærisveinar Van Gaal mæta Club Brugge í seinni leik liðanna í kvöld en Manchester United er með 3-1 forskot eftir fyrri leik liðanna. Leikurinn sem hefst klukkan 18:45 er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×