Enski boltinn

Þurfti að ná treyjunni aftur af stuðningsmönnunum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mick McCarthy, knattspyrnustjóri Ipswich, sá léttu hliðina á þessu.
Mick McCarthy, knattspyrnustjóri Ipswich, sá léttu hliðina á þessu. Vísir/Getty
Nýjasti leikmaður Ipswich, Larsen Toure, lenti í heldur neyðarlegu atviki í leik liðsins í enska deildarbikarnum í gær en hann kastaði treyju sinni að venjulegum leiktíma loknum til stuðningsmanna liðsins í stöðunni 1-1.

Vissi hann ekki að það þyrfti framlengingu til þess að útkljá úrslitin og þurfti hann því að ná í treyjuna aftur.

Toure sem gekk til liðs við Ipswich frá Arles-Avignon í frönsku 1. deildinni á dögunum var að leika sinn fyrsta leik fyrir félagið og vildi þakka stuðningsmönnum liðsins sem ferðuðust til Doncaster fyrir stuðninginn.

Toure var sendur aftur að ná í treyjuna til þess að hann gæti leikið seinustu þrjátíu mínútur leiksins en hann bætti upp fyrir þetta með að leggja upp mark í 4-1 sigri Ipswich.

Með sigrinum komst Ipswich í 4. umferð deildarbikarsins en þær mætir liðið enska stórveldinu Manchester United.

Myndband af þessu má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×