Hulduhljómsveitin KAJAK rennur niður fljót framtíðarinnar Stefán Árni Pálsson skrifar 26. ágúst 2015 17:00 Hér má sjá þá Hrein og Sigurmon. Hulduhljómsveitin KAJAK gefur út nýtt lag og sína fyrstu opinberu útgáfu frá upphafi. Lagið heitir Wake Up og er upbeat og hressandi frumbyggja raf í stíl við fyrri tóna. Þetta er síðasta lagið á fyrstu útgáfu sveitarinnar Children Of The Sun sem einnig inniheldur lögin Gold Crowned Eagle og Indiana sem hafa átt góðu gengi að fagna á útvarpsstöðvum landsins. „Tónlistin okkar verður til í öldum. Við semjum 10-20 hugmyndir á stuttum tíma með ákveðinn innblástur að leiðarljósi, það sem okkur finnst áhugavert hverju sinni,“ segir Hreinn Elíasson, einn af hljómsveitarmeðlimum bandsins. „Úr þessu ferli standa oftast 3-4 lög uppúr. Við nennum ekkert að eyða tímanum í uppfyllingarefni. Þá datt okkur snjallræði í hug. Áætlun okkar er að gefa út 3 laga stuttskífur með reglulegu millibili, rúmlega 4 skífur á ári. Við ætlum að hrista upp í útgáfuhefðinni, með því höldum við hlutunum spennandi og ferskum, fyrir okkur sjálfum og öðrum,“ segir Sigurmon Hartmann Sigurðsson, annar hljómsveitameðlimur. Þeir hafa verið iðnir við að semja kvikmyndatónlist að undanförnu og tóku þátt í að framleiða tónlist fyrir fyrstu 4K mynd sem gerð hefur verið hér á Íslandi. „Við erum búnir að vinna í mörgum góðum verkefnum að undanförnu. Gerðum til að mynda tónlist fyrir Norðurljósabíómynd, Iceland Aurora, og önnur verkefni á Íslandi til þess að geta fjármagnað hljóðverin okkar og græjað okkur upp - næst stefnum við á að leita líka út fyrir landssteinana fyrir þannig verkefni," segir Hreinn. „Við höfum bætt við okkur sjóðheitum trommara þannig að tónleikaröð okkar er orðið enn ferskara og stærri upplifun. Okkur hlakkar bara til að fara að spila nýja tónlist fyrir fólkið á eyjunni, það er svo skemmtilegt og gefandi. Tíminn er kominn til að láta Kajakinn renna niður fljót framtíðarinnar,“ segir Sigurmon. Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Hulduhljómsveitin KAJAK gefur út nýtt lag og sína fyrstu opinberu útgáfu frá upphafi. Lagið heitir Wake Up og er upbeat og hressandi frumbyggja raf í stíl við fyrri tóna. Þetta er síðasta lagið á fyrstu útgáfu sveitarinnar Children Of The Sun sem einnig inniheldur lögin Gold Crowned Eagle og Indiana sem hafa átt góðu gengi að fagna á útvarpsstöðvum landsins. „Tónlistin okkar verður til í öldum. Við semjum 10-20 hugmyndir á stuttum tíma með ákveðinn innblástur að leiðarljósi, það sem okkur finnst áhugavert hverju sinni,“ segir Hreinn Elíasson, einn af hljómsveitarmeðlimum bandsins. „Úr þessu ferli standa oftast 3-4 lög uppúr. Við nennum ekkert að eyða tímanum í uppfyllingarefni. Þá datt okkur snjallræði í hug. Áætlun okkar er að gefa út 3 laga stuttskífur með reglulegu millibili, rúmlega 4 skífur á ári. Við ætlum að hrista upp í útgáfuhefðinni, með því höldum við hlutunum spennandi og ferskum, fyrir okkur sjálfum og öðrum,“ segir Sigurmon Hartmann Sigurðsson, annar hljómsveitameðlimur. Þeir hafa verið iðnir við að semja kvikmyndatónlist að undanförnu og tóku þátt í að framleiða tónlist fyrir fyrstu 4K mynd sem gerð hefur verið hér á Íslandi. „Við erum búnir að vinna í mörgum góðum verkefnum að undanförnu. Gerðum til að mynda tónlist fyrir Norðurljósabíómynd, Iceland Aurora, og önnur verkefni á Íslandi til þess að geta fjármagnað hljóðverin okkar og græjað okkur upp - næst stefnum við á að leita líka út fyrir landssteinana fyrir þannig verkefni," segir Hreinn. „Við höfum bætt við okkur sjóðheitum trommara þannig að tónleikaröð okkar er orðið enn ferskara og stærri upplifun. Okkur hlakkar bara til að fara að spila nýja tónlist fyrir fólkið á eyjunni, það er svo skemmtilegt og gefandi. Tíminn er kominn til að láta Kajakinn renna niður fljót framtíðarinnar,“ segir Sigurmon.
Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira