Allt það helsta frá lokadegi félagsskiptagluggans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2014 11:30 Kim Kallstrom klárar tímabilið með Arsenal en hann er eini leikmaðurinn sem eitt af efstu liðunum fékk til sín í gær og mun spila á þessu tímabili. Vísir/Getty Ensku úrvalsdeildarliðin eyddu meira í janúarglugganum í ár heldur en í fyrra þótt aðeins eitt lið meðal þeirra tíu efstu í deildinni hafi gert alvöru kaup í glugganum. Ensku félögin eyddu alls 130 milljónum punda í janúarglugganum samkvæmt upplýsingum endurskoðenda Deloitte eða 10 milljónum meira en í fyrra. Alls eyddu ensku félögin 760 milljónum punda í leikmenn á þessu tímabili sem er nýtt met en gamla metið var 90 milljónum lægra og frá keppnistímabilinu 2008-09. Félögin í Englandi og Skotlandi eyddu alls 35 milljónum punda á lokadeginum í gær en alls fóru þá 96 félagsskipti í gegn. Þessi janúargluggi er í fjórða sætinu í sögunni en á lítið í janúargluggann frá árinu 2011 þegar ensku félögin eyddu 225 milljónum punda í leikmenn. Fulham og Crystal Palace voru öflugust á lokasprettinum en þau náðu hvort um sig í fimm leikmenn. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir helstu félagsskiptafréttir frá gærdeginum.Fulham eyddi 11 milljónum punda í gríska framherjann Konstantinos Mitroglou en fékk einnig Lewis Holtby frá Tottenham, Johnny Heitinga frá Everton og unglingana Larnell Cole og Ryan Tunnicliffe.Crystal Palace fékk Tom Ince á láni frá Blackpool, nældi í miðjumanninn Joe Ledley frá Celtic, varnarmanninn Scott Dann frá Blackburn og miðjumanninn Jason Puncheon frá Southampton auk þess að kaupa markvörðinn Wayne Hennessey frá Wolves fyrir þrjár milljónir punda.Arsenal fékk sænska miðjumanninn Kim Kallstrom á láni frá Spartak Moskvu.Chelsea átti stærstu kaup lokadagsins þegar félagið keypti varnarmanninn Kurt Zouma fyrir tólf milljónir punda en félagið lánaði hann strax aftur til St Etienne.West Ham lét Razvan Rat fara og fékk í staðinn varnarmanninn Pablo Armero á láni frá Napoli á Ítalíu. Sunderland hélt hinsvegar fyrirliðanum Lee Cattermole og nældi einnig í miðjummanninn Liam Bridcutt frá Brighton fyrir þrjár milljónir punda.Cardiff City fékk Wilfried Zaha á láni frá Manchester United en þetta var sjötti leikmaðurinn sem Ole Gunnar Solskjær fær til liðsins síðan að hann tók við á dögunum.Dimitar Berbatov fór á láni frá Fulham til franska félagsins AS Moncao og Southampton lánaði dýrasta leikmann félagsins, framherjann Dani Osvaldo, til ítalska félagsins Juventus. Það gekk þó ekki allt upp hjá ensku úrvalsdeildarliðunum í gær þrátt fyrir miklar vangaveltur um verðandi kaup í ensku miðlununum.Liverpool var á eftir úkraínska vængmanninum Yevhen Konoplyanka sem átti að kosta fimmtán milljónir punda. Hann var búinn að fara í gegnum læknisskoðun en Liverpool náði ekki samningum við forseta Dnipro.Manchester City var á eftir Porto-mönnunum Eliaquim Mangala og Fernando en var ekki tilbúið að borga 40 milljónir punda fyrir þessa tvo leikmenn.Stærstu kaup janúargluggans voru þó það þegar Manchester United keypti Juan Mata á 37,1 milljón punda frá Chelsea og þegar Chelsea greiddi Benfica 21 milljón punda fyrir Nemanja Matic. Newcastle fékk líka 19 milljónir punda frá Paris St-Germain fyrir franska landsliðsmiðjumanninn Yohan Cabaye.Hér má sjá lista BBC yfir öll félagsskiptin í janúar 2014. Enski boltinn Mest lesið Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Ensku úrvalsdeildarliðin eyddu meira í janúarglugganum í ár heldur en í fyrra þótt aðeins eitt lið meðal þeirra tíu efstu í deildinni hafi gert alvöru kaup í glugganum. Ensku félögin eyddu alls 130 milljónum punda í janúarglugganum samkvæmt upplýsingum endurskoðenda Deloitte eða 10 milljónum meira en í fyrra. Alls eyddu ensku félögin 760 milljónum punda í leikmenn á þessu tímabili sem er nýtt met en gamla metið var 90 milljónum lægra og frá keppnistímabilinu 2008-09. Félögin í Englandi og Skotlandi eyddu alls 35 milljónum punda á lokadeginum í gær en alls fóru þá 96 félagsskipti í gegn. Þessi janúargluggi er í fjórða sætinu í sögunni en á lítið í janúargluggann frá árinu 2011 þegar ensku félögin eyddu 225 milljónum punda í leikmenn. Fulham og Crystal Palace voru öflugust á lokasprettinum en þau náðu hvort um sig í fimm leikmenn. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir helstu félagsskiptafréttir frá gærdeginum.Fulham eyddi 11 milljónum punda í gríska framherjann Konstantinos Mitroglou en fékk einnig Lewis Holtby frá Tottenham, Johnny Heitinga frá Everton og unglingana Larnell Cole og Ryan Tunnicliffe.Crystal Palace fékk Tom Ince á láni frá Blackpool, nældi í miðjumanninn Joe Ledley frá Celtic, varnarmanninn Scott Dann frá Blackburn og miðjumanninn Jason Puncheon frá Southampton auk þess að kaupa markvörðinn Wayne Hennessey frá Wolves fyrir þrjár milljónir punda.Arsenal fékk sænska miðjumanninn Kim Kallstrom á láni frá Spartak Moskvu.Chelsea átti stærstu kaup lokadagsins þegar félagið keypti varnarmanninn Kurt Zouma fyrir tólf milljónir punda en félagið lánaði hann strax aftur til St Etienne.West Ham lét Razvan Rat fara og fékk í staðinn varnarmanninn Pablo Armero á láni frá Napoli á Ítalíu. Sunderland hélt hinsvegar fyrirliðanum Lee Cattermole og nældi einnig í miðjummanninn Liam Bridcutt frá Brighton fyrir þrjár milljónir punda.Cardiff City fékk Wilfried Zaha á láni frá Manchester United en þetta var sjötti leikmaðurinn sem Ole Gunnar Solskjær fær til liðsins síðan að hann tók við á dögunum.Dimitar Berbatov fór á láni frá Fulham til franska félagsins AS Moncao og Southampton lánaði dýrasta leikmann félagsins, framherjann Dani Osvaldo, til ítalska félagsins Juventus. Það gekk þó ekki allt upp hjá ensku úrvalsdeildarliðunum í gær þrátt fyrir miklar vangaveltur um verðandi kaup í ensku miðlununum.Liverpool var á eftir úkraínska vængmanninum Yevhen Konoplyanka sem átti að kosta fimmtán milljónir punda. Hann var búinn að fara í gegnum læknisskoðun en Liverpool náði ekki samningum við forseta Dnipro.Manchester City var á eftir Porto-mönnunum Eliaquim Mangala og Fernando en var ekki tilbúið að borga 40 milljónir punda fyrir þessa tvo leikmenn.Stærstu kaup janúargluggans voru þó það þegar Manchester United keypti Juan Mata á 37,1 milljón punda frá Chelsea og þegar Chelsea greiddi Benfica 21 milljón punda fyrir Nemanja Matic. Newcastle fékk líka 19 milljónir punda frá Paris St-Germain fyrir franska landsliðsmiðjumanninn Yohan Cabaye.Hér má sjá lista BBC yfir öll félagsskiptin í janúar 2014.
Enski boltinn Mest lesið Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira