Aron Einar og félagar með lífsnauðsynlegan sigur - úrslit dagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2014 14:45 Charlie Adam var ekki búinn að skora í 31 leik og fagnaði því marki sínu vel. Vísir/NordicPhotos/Getty Aron Einar Gunnarsson kom inná sem varamaður þegar Cardiff City vann 2-1 endurkomusigur á Norwich í gríðarlega mikilvægum leik í botnbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Stoke City vann sinn fyrsta sigur á Manchester United í 30 ár og Gylfi Þór Sigurðsson fékk ekkert að spila þegar Tottenham tapaði stigum á útivelli á móti Hull. Southampton vann 3-0 útisigur á botnliði Fulham og Everton tryggði sér 2-1 sigur á Aston Villa með tveimur mörkum í seinni hálfleiknum.Kenwyne Jones, sem er nýkominn frá Stoke, tryggði Ole Gunnar Solskjær fyrsta deildarsigurinn sem knattspyrnustjóri Cardiff City þegar liðið vann 2-1 heimasigur á Norwich. Robert Snodgrass kom Norwich yfir í byrjun leiks en Cardiff snéri leiknum við með tveimur mörkum á tveimur mínútum í upphafi seinni hálfleiks. Craig Bellamy skoraði fyrra markið, hans fyrsta í 31 leik og Jones það seinna aðeins mínútu síðar. Það reyndist sigurmarkið en Norwich sótti grimmt í lokin og skoraði tvö mörk sem voru bæði dæmd af. Aron Einar Gunnarsson kom inná sem varamaður á 66. mínútu fyrir Jordon Mutch.Kevin Mirallas tryggði Everton 2-1 sigur á Aston Villa með frábæru skoti úr aukaspyrnu og það aðeins fimm mínútum fyrir leikslok. Aston Villa komst í 1-0 á 34. mínútu og var yfir fram á 74. mínútu.Stoke City endaði þriggja leikja taphrinu og vann sinn fyrsta deildarsigur síðan fyrir jól þegar liðið vann 2-1 sigur á Manchester United á Britania-leikvanginum. Þetta var sögulegur sigur hjá Mark Hughes og lærisveinum hans í Stoke City því Stoke hafði ekki unnið Manchester United í deildinni síðan 1984. Charlie Adam var maður dagsins hjá Stoke því hann skoraði bæði mörk leiksins þar af sigurmarkið aðeins fimm mínútum eftir að United-jafnaði metin í 1-1.Tottenham tapaði dýrmætum stigum í dag þegar liðið náði aðeins 1-1 jafntefli á útivelli á móti Hull. Tottenham datt fyrir vikið niður í sjötta sæti deildarinnar. Tottenham var reyndar heppið að halda stigin því Hugo Lloris bjargaði vel frá Nikica Jelavić undir lok leiksins. Gylfi Þór Sigurðsson var tekinn út úr byrjunarliðinu eftir skellinn á móti Manchester City í vikunni og íslenski landsliðsmaðurinn fékk ekkert að spreyta sig í dag.Úrslit í ensku úrvalsdeildinni í dag:Newcastle - Sunderland 0-3 0-1 Fabio Borini, víti (19.), 0-2 Adam Johnson (23.), 0-3 Jack Colback (80.)West Ham - Swansea 2-0 1-0 Kevin Nolan (26.), 2-0 Kevin Nolan (26.)Cardiff - Norwich 2-1 0-1 Robert Snodgrass (5.), 1-1 Craig Bellamy (49.), 2-1 Kenwyne Jones (50.)Everton - Aston Villa 2-1 0-1 Leandro Bacuna (34.), 1-1 Steven Naismith (74.), 2-1 Kevin Mirallas (85.)Fulham - Southampton 0-3 0-1 Adam Lallana (64.), 0-2 Rickie Lambert (70.), 0-3 Jay Rodriguez (75.)Hull - Tottenham 1-1 1-0 Shane Long (12.), 1-1 Paulinho (61.)Stoke - Manchester United 2-1 1-0 Charlie Adam (38.), 1-1 Robin van Persie (47.), 2-1 Charlie Adam (52.) Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson kom inná sem varamaður þegar Cardiff City vann 2-1 endurkomusigur á Norwich í gríðarlega mikilvægum leik í botnbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Stoke City vann sinn fyrsta sigur á Manchester United í 30 ár og Gylfi Þór Sigurðsson fékk ekkert að spila þegar Tottenham tapaði stigum á útivelli á móti Hull. Southampton vann 3-0 útisigur á botnliði Fulham og Everton tryggði sér 2-1 sigur á Aston Villa með tveimur mörkum í seinni hálfleiknum.Kenwyne Jones, sem er nýkominn frá Stoke, tryggði Ole Gunnar Solskjær fyrsta deildarsigurinn sem knattspyrnustjóri Cardiff City þegar liðið vann 2-1 heimasigur á Norwich. Robert Snodgrass kom Norwich yfir í byrjun leiks en Cardiff snéri leiknum við með tveimur mörkum á tveimur mínútum í upphafi seinni hálfleiks. Craig Bellamy skoraði fyrra markið, hans fyrsta í 31 leik og Jones það seinna aðeins mínútu síðar. Það reyndist sigurmarkið en Norwich sótti grimmt í lokin og skoraði tvö mörk sem voru bæði dæmd af. Aron Einar Gunnarsson kom inná sem varamaður á 66. mínútu fyrir Jordon Mutch.Kevin Mirallas tryggði Everton 2-1 sigur á Aston Villa með frábæru skoti úr aukaspyrnu og það aðeins fimm mínútum fyrir leikslok. Aston Villa komst í 1-0 á 34. mínútu og var yfir fram á 74. mínútu.Stoke City endaði þriggja leikja taphrinu og vann sinn fyrsta deildarsigur síðan fyrir jól þegar liðið vann 2-1 sigur á Manchester United á Britania-leikvanginum. Þetta var sögulegur sigur hjá Mark Hughes og lærisveinum hans í Stoke City því Stoke hafði ekki unnið Manchester United í deildinni síðan 1984. Charlie Adam var maður dagsins hjá Stoke því hann skoraði bæði mörk leiksins þar af sigurmarkið aðeins fimm mínútum eftir að United-jafnaði metin í 1-1.Tottenham tapaði dýrmætum stigum í dag þegar liðið náði aðeins 1-1 jafntefli á útivelli á móti Hull. Tottenham datt fyrir vikið niður í sjötta sæti deildarinnar. Tottenham var reyndar heppið að halda stigin því Hugo Lloris bjargaði vel frá Nikica Jelavić undir lok leiksins. Gylfi Þór Sigurðsson var tekinn út úr byrjunarliðinu eftir skellinn á móti Manchester City í vikunni og íslenski landsliðsmaðurinn fékk ekkert að spreyta sig í dag.Úrslit í ensku úrvalsdeildinni í dag:Newcastle - Sunderland 0-3 0-1 Fabio Borini, víti (19.), 0-2 Adam Johnson (23.), 0-3 Jack Colback (80.)West Ham - Swansea 2-0 1-0 Kevin Nolan (26.), 2-0 Kevin Nolan (26.)Cardiff - Norwich 2-1 0-1 Robert Snodgrass (5.), 1-1 Craig Bellamy (49.), 2-1 Kenwyne Jones (50.)Everton - Aston Villa 2-1 0-1 Leandro Bacuna (34.), 1-1 Steven Naismith (74.), 2-1 Kevin Mirallas (85.)Fulham - Southampton 0-3 0-1 Adam Lallana (64.), 0-2 Rickie Lambert (70.), 0-3 Jay Rodriguez (75.)Hull - Tottenham 1-1 1-0 Shane Long (12.), 1-1 Paulinho (61.)Stoke - Manchester United 2-1 1-0 Charlie Adam (38.), 1-1 Robin van Persie (47.), 2-1 Charlie Adam (52.)
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti