Arnar: Þeir völtuðu yfir okkur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júlí 2014 06:00 Arnar Már Björgvinsson lét mikið að sér kveða gegn Fylki. Vísir/Arnþór Arnar Már Björgvinsson er leikmaður tólftu umferðar að mati Fréttablaðsins, en hann átti frábæran leik þegar Stjarnan bar sigurorð af Fylki í Árbænum með þremur mörkum gegn einu. Arnar skoraði fyrsta mark Stjörnunnar og lagði hin seinni tvö upp. Hann sagðist hafa fundið sig vel í leiknum. "Já, hef nú skorað reglulega í Árbænum í gegnum tíðina. Ég fann mig vel í leiknum og hélt áfram á því góða róli sem ég hef verið á í síðustu leikjum," sagði Arnar sem hefur skorað fimm mörk í síðustu fimm leikjum Stjörnunnar. Arnar sneri aftur í Garðabæinn í vetur eftir þriggja ára dvöl hjá Breiðabliki, þar sem hann skoraði fimm mörk í 32 deildarleikjum. Samningur hans við Kópavogsliðið rann út eftir síðasta tímabil og í kjölfarið hóf Arnar að æfa með sínum gömlu félögum í Stjörnunni. "Ég hringdi í Rúnar Pál Sigmundsson í nóvember með það fyrir augum að fá að æfa með Stjörnunni. Það fór strax að ganga vel, ég fór að spila með þeim og svo var samið við mig í byrjun janúar. Þetta gekk allt mjög hratt fyrir sig," sagði Arnar sem kom til Stjörnunnar í þriðja flokki frá Álftanesi þar sem hann hóf sína knattspyrnuiðkun. Hann lék tvö ár með Stjörnunni í Pepsi-deildinni áður en hann gekk í raðir Breiðabliks fyrir tímabilið 2011. Stjörnunni hefur gengið flest í haginn á tímabilinu, en liðið situr í 2. sæti Pepsi-deildarinnar með 26 stig eftir tólf umferðir og hefur ekki enn tapað deildarleik. En hver er lykilinn að þessum góða árangri að mati Arnars? "Ég held að það sé stemmningin í liðinu og stemmningin í Garðabænum. Við höfum spilað eftir sama leikplani síðan í vetur og ég held að við séum bara búnir að tapa einum leik í ár (gegn FH í undanúrslitum Lengjubikarsins), fyrir utan tapið gegn Þrótti í framlengingu í Borgunarbikarnum." Stjarnan er aðeins tveimur stigum frá toppsætinu, en Arnar segir þó að leikmennirnir séu ekki farnir að hugsa um Íslandsmeistaratitilinn. "Við höfum aðeins rætt þetta nokkrir innan leikmannahópsins og menn eru ekkert farnir að láta sig dreyma um Íslandsmeistaratitilinn. Markmiðið fyrir tímabilið var að halda Evrópusætinu og við erum á góðri leið með það. "Við erum samt orðnir meðvitaðir um það að toppsætið blasir við okkur og við munum gera allt til þess að hrifsa það frá FH-ingum," sagði Arnar. Á morgun leikur Stjarnan seinni leik sinn gegn Motherwell í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Stjörnumenn náðu jafntefli í fyrri leiknum í Skotlandi eftir að hafa lent 2-0 undir, en Arnar segir fyrstu mínútur leiksins hafa verið mjög erfiðar. "Ég get verið hreinskilinn með það að þeir völtuðu yfir okkur fyrstu 20 mínúturnar. Maður snerist bara í hringi og hélt að þetta myndi fara 10-0. En undir góðri leiðsögn Veigars Páls Gunnarssonar fórum við að spila okkar bolta og þá sköpuðum við okkar bestu færi í sumar. "Ég held að við höfum aldrei skapað jafn mörg færi í leik í sumar og við sýndum að eigum í fullu tré við þetta lið. Við erum fullir tilhlökkunar fyrir morgundeginum." Eins og komið hefur fram í fréttum er Arnar á leið til Hollands í haust þar sem hann mun leggja stund á meistaranám í lögfræði. Hann segir óljóst hvernig málum hans verði háttað þegar þar að kemur. "Þetta er ekki komið á hreint ennþá. Ég veit ekki hvenær ég þarf að vera kominn út, en ég mun reyna að fresta því eins og ég get. Þetta er auðvitað glataður tími til að fara út, sérstaklega þegar það hefur gengið svona vel. Ég hugsa að ég nái að klára alla leikina fram að landsleikjahléinu og svo kemur í ljós hvort ég nái þessum síðustu fjórum leikjum," sagði Arnar að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar Páll: Okkar stærsti leikur | Aldrei séð Toft spila Stjarnan mætir Motherwell í forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld. 17. júlí 2014 14:30 Ólafur Karl hetja Stjörnumanna í Skotlandi Ólafur Karl Finsen tryggði Stjörnunni gríðarlega mikilvægt 2-2 jafntefli gegn Motherwell í undankeppni Evrópudeildarinnar í dag. 17. júlí 2014 16:41 Stjarnan gæti farið til Póllands og FH til Aserbaídjan Dregið til þriðju umferðar Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. 18. júlí 2014 11:20 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Stjarnan 1-3 | Stjörnumenn settust í toppsætið Stjarnan mætir Fylki í Árbænum eftir að hafa náð jafntefli í erfiðum útileik gegn Motherwell fyrr í vikunni en spurning er hvort leikmenn liðsins verði þreyttir. 20. júlí 2014 00:01 Uppbótartíminn: Doumbia sá rautt Tólftu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu vondan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir upp umferðina á léttum nótum. 22. júlí 2014 13:37 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira
Arnar Már Björgvinsson er leikmaður tólftu umferðar að mati Fréttablaðsins, en hann átti frábæran leik þegar Stjarnan bar sigurorð af Fylki í Árbænum með þremur mörkum gegn einu. Arnar skoraði fyrsta mark Stjörnunnar og lagði hin seinni tvö upp. Hann sagðist hafa fundið sig vel í leiknum. "Já, hef nú skorað reglulega í Árbænum í gegnum tíðina. Ég fann mig vel í leiknum og hélt áfram á því góða róli sem ég hef verið á í síðustu leikjum," sagði Arnar sem hefur skorað fimm mörk í síðustu fimm leikjum Stjörnunnar. Arnar sneri aftur í Garðabæinn í vetur eftir þriggja ára dvöl hjá Breiðabliki, þar sem hann skoraði fimm mörk í 32 deildarleikjum. Samningur hans við Kópavogsliðið rann út eftir síðasta tímabil og í kjölfarið hóf Arnar að æfa með sínum gömlu félögum í Stjörnunni. "Ég hringdi í Rúnar Pál Sigmundsson í nóvember með það fyrir augum að fá að æfa með Stjörnunni. Það fór strax að ganga vel, ég fór að spila með þeim og svo var samið við mig í byrjun janúar. Þetta gekk allt mjög hratt fyrir sig," sagði Arnar sem kom til Stjörnunnar í þriðja flokki frá Álftanesi þar sem hann hóf sína knattspyrnuiðkun. Hann lék tvö ár með Stjörnunni í Pepsi-deildinni áður en hann gekk í raðir Breiðabliks fyrir tímabilið 2011. Stjörnunni hefur gengið flest í haginn á tímabilinu, en liðið situr í 2. sæti Pepsi-deildarinnar með 26 stig eftir tólf umferðir og hefur ekki enn tapað deildarleik. En hver er lykilinn að þessum góða árangri að mati Arnars? "Ég held að það sé stemmningin í liðinu og stemmningin í Garðabænum. Við höfum spilað eftir sama leikplani síðan í vetur og ég held að við séum bara búnir að tapa einum leik í ár (gegn FH í undanúrslitum Lengjubikarsins), fyrir utan tapið gegn Þrótti í framlengingu í Borgunarbikarnum." Stjarnan er aðeins tveimur stigum frá toppsætinu, en Arnar segir þó að leikmennirnir séu ekki farnir að hugsa um Íslandsmeistaratitilinn. "Við höfum aðeins rætt þetta nokkrir innan leikmannahópsins og menn eru ekkert farnir að láta sig dreyma um Íslandsmeistaratitilinn. Markmiðið fyrir tímabilið var að halda Evrópusætinu og við erum á góðri leið með það. "Við erum samt orðnir meðvitaðir um það að toppsætið blasir við okkur og við munum gera allt til þess að hrifsa það frá FH-ingum," sagði Arnar. Á morgun leikur Stjarnan seinni leik sinn gegn Motherwell í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Stjörnumenn náðu jafntefli í fyrri leiknum í Skotlandi eftir að hafa lent 2-0 undir, en Arnar segir fyrstu mínútur leiksins hafa verið mjög erfiðar. "Ég get verið hreinskilinn með það að þeir völtuðu yfir okkur fyrstu 20 mínúturnar. Maður snerist bara í hringi og hélt að þetta myndi fara 10-0. En undir góðri leiðsögn Veigars Páls Gunnarssonar fórum við að spila okkar bolta og þá sköpuðum við okkar bestu færi í sumar. "Ég held að við höfum aldrei skapað jafn mörg færi í leik í sumar og við sýndum að eigum í fullu tré við þetta lið. Við erum fullir tilhlökkunar fyrir morgundeginum." Eins og komið hefur fram í fréttum er Arnar á leið til Hollands í haust þar sem hann mun leggja stund á meistaranám í lögfræði. Hann segir óljóst hvernig málum hans verði háttað þegar þar að kemur. "Þetta er ekki komið á hreint ennþá. Ég veit ekki hvenær ég þarf að vera kominn út, en ég mun reyna að fresta því eins og ég get. Þetta er auðvitað glataður tími til að fara út, sérstaklega þegar það hefur gengið svona vel. Ég hugsa að ég nái að klára alla leikina fram að landsleikjahléinu og svo kemur í ljós hvort ég nái þessum síðustu fjórum leikjum," sagði Arnar að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar Páll: Okkar stærsti leikur | Aldrei séð Toft spila Stjarnan mætir Motherwell í forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld. 17. júlí 2014 14:30 Ólafur Karl hetja Stjörnumanna í Skotlandi Ólafur Karl Finsen tryggði Stjörnunni gríðarlega mikilvægt 2-2 jafntefli gegn Motherwell í undankeppni Evrópudeildarinnar í dag. 17. júlí 2014 16:41 Stjarnan gæti farið til Póllands og FH til Aserbaídjan Dregið til þriðju umferðar Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. 18. júlí 2014 11:20 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Stjarnan 1-3 | Stjörnumenn settust í toppsætið Stjarnan mætir Fylki í Árbænum eftir að hafa náð jafntefli í erfiðum útileik gegn Motherwell fyrr í vikunni en spurning er hvort leikmenn liðsins verði þreyttir. 20. júlí 2014 00:01 Uppbótartíminn: Doumbia sá rautt Tólftu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu vondan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir upp umferðina á léttum nótum. 22. júlí 2014 13:37 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira
Rúnar Páll: Okkar stærsti leikur | Aldrei séð Toft spila Stjarnan mætir Motherwell í forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld. 17. júlí 2014 14:30
Ólafur Karl hetja Stjörnumanna í Skotlandi Ólafur Karl Finsen tryggði Stjörnunni gríðarlega mikilvægt 2-2 jafntefli gegn Motherwell í undankeppni Evrópudeildarinnar í dag. 17. júlí 2014 16:41
Stjarnan gæti farið til Póllands og FH til Aserbaídjan Dregið til þriðju umferðar Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. 18. júlí 2014 11:20
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Stjarnan 1-3 | Stjörnumenn settust í toppsætið Stjarnan mætir Fylki í Árbænum eftir að hafa náð jafntefli í erfiðum útileik gegn Motherwell fyrr í vikunni en spurning er hvort leikmenn liðsins verði þreyttir. 20. júlí 2014 00:01
Uppbótartíminn: Doumbia sá rautt Tólftu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu vondan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir upp umferðina á léttum nótum. 22. júlí 2014 13:37