Neyðarkallið líklega gabb Jón Júlíus Karlsson skrifar 3. febrúar 2014 19:29 Allt bendir til þess að neyðarkallið sem Landhelgisgæslunni barst í gær, um leka í bát á Faxaflóa, hafi verið gabb. Leit var hætt síðdegis og bendir ekkert til þess að um raunverulega neyð hafi verið að ræða. Kostnaður við leitina hleypur á milljónum króna. Einsdæmi segir verkefnastjóri á aðgerðarsviði Landhelgisgæslunnar. „Okkur vantar aðstoð – við erum úti við Faxaflóa – Yfir - Báturinn er farinn að leka mikið og við erum að fara í flotgallana.“ Svona hljóðaði neyðarkallið sem stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst inn á neyðar- og uppkallsrás báta og skipa rétt fyrir klukkan þrjú í gærdag. Leit var haldið áfram í dag. Björgunarþyrlan TF-LÍF leitaði í um klukkustund eftir hádegi í dag en þegar leitin bar engan árangur var ákveðið að hætta henni. Landhelgisgæslan telur allt benda til þess að um gabb hafi verið að ræða. „Þetta lítur þannig út eins og staðan er núna. Við erum búin að leita af okkur allan grun,“ segir Auðunn Kristinsson, verkefnastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. „Við höfum skoðað okkar kerfi, farið á hafnir og það finnst ekkert sem bendir til þess að um raunverulega neyð hafi verið að ræða.“Kostnaður við leit hleypur á milljónum Aðgerð landhelgisgæslunnar í gær var umfangsmikil. Kölluð voru út fimm björgunarskip, fjórar björgunarþyrlur auk allra björgunarsveita á Faxaflóa. Yfir 250 manns tóku þátt í aðgerðinni og hleypur kostnaðurinn á milljónum króna. Landhelgisgælsan hefur í samstarfi við björgunarsveitir og lögreglu leitað af sér allan grun. Engra er saknað og því bendir allt til þess að um gabb sé að ræða. Það þarf ekki að undirstrika hversu alvarlegt athæfi það er að senda inn neyðarkall til Landhelgisgæslunnar að óþörfu. „Fyrst og fremst er þetta alvarlegt fyrir björgunaraðila á landinu því þetta rýrir björgunargetu okkar, bæði á meðan á þessu stendur og einnig í framhaldinu. Áhafnir á skipum og þyrlum þurfa hvíld eftir svona aðgerðir og þetta rýrir okkar björgunargetu. Ef við hefðum fengið útkall í nótt þá hefðum við ekki verið eins vel í stakk búnir til að leysa það mál eins og ella,“ segir Auðunn.Ef um gabb er að ræða, er það einsdæmi í sögu Landhelgisgæslunnar? „Ég minnist þess ekki að hafa fengið svona afdráttalaust neyðarkall sem ekkert er á bakvið.“ Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Sjá meira
Allt bendir til þess að neyðarkallið sem Landhelgisgæslunni barst í gær, um leka í bát á Faxaflóa, hafi verið gabb. Leit var hætt síðdegis og bendir ekkert til þess að um raunverulega neyð hafi verið að ræða. Kostnaður við leitina hleypur á milljónum króna. Einsdæmi segir verkefnastjóri á aðgerðarsviði Landhelgisgæslunnar. „Okkur vantar aðstoð – við erum úti við Faxaflóa – Yfir - Báturinn er farinn að leka mikið og við erum að fara í flotgallana.“ Svona hljóðaði neyðarkallið sem stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst inn á neyðar- og uppkallsrás báta og skipa rétt fyrir klukkan þrjú í gærdag. Leit var haldið áfram í dag. Björgunarþyrlan TF-LÍF leitaði í um klukkustund eftir hádegi í dag en þegar leitin bar engan árangur var ákveðið að hætta henni. Landhelgisgæslan telur allt benda til þess að um gabb hafi verið að ræða. „Þetta lítur þannig út eins og staðan er núna. Við erum búin að leita af okkur allan grun,“ segir Auðunn Kristinsson, verkefnastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. „Við höfum skoðað okkar kerfi, farið á hafnir og það finnst ekkert sem bendir til þess að um raunverulega neyð hafi verið að ræða.“Kostnaður við leit hleypur á milljónum Aðgerð landhelgisgæslunnar í gær var umfangsmikil. Kölluð voru út fimm björgunarskip, fjórar björgunarþyrlur auk allra björgunarsveita á Faxaflóa. Yfir 250 manns tóku þátt í aðgerðinni og hleypur kostnaðurinn á milljónum króna. Landhelgisgælsan hefur í samstarfi við björgunarsveitir og lögreglu leitað af sér allan grun. Engra er saknað og því bendir allt til þess að um gabb sé að ræða. Það þarf ekki að undirstrika hversu alvarlegt athæfi það er að senda inn neyðarkall til Landhelgisgæslunnar að óþörfu. „Fyrst og fremst er þetta alvarlegt fyrir björgunaraðila á landinu því þetta rýrir björgunargetu okkar, bæði á meðan á þessu stendur og einnig í framhaldinu. Áhafnir á skipum og þyrlum þurfa hvíld eftir svona aðgerðir og þetta rýrir okkar björgunargetu. Ef við hefðum fengið útkall í nótt þá hefðum við ekki verið eins vel í stakk búnir til að leysa það mál eins og ella,“ segir Auðunn.Ef um gabb er að ræða, er það einsdæmi í sögu Landhelgisgæslunnar? „Ég minnist þess ekki að hafa fengið svona afdráttalaust neyðarkall sem ekkert er á bakvið.“
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Sjá meira