Neyðarkallið líklega gabb Jón Júlíus Karlsson skrifar 3. febrúar 2014 19:29 Allt bendir til þess að neyðarkallið sem Landhelgisgæslunni barst í gær, um leka í bát á Faxaflóa, hafi verið gabb. Leit var hætt síðdegis og bendir ekkert til þess að um raunverulega neyð hafi verið að ræða. Kostnaður við leitina hleypur á milljónum króna. Einsdæmi segir verkefnastjóri á aðgerðarsviði Landhelgisgæslunnar. „Okkur vantar aðstoð – við erum úti við Faxaflóa – Yfir - Báturinn er farinn að leka mikið og við erum að fara í flotgallana.“ Svona hljóðaði neyðarkallið sem stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst inn á neyðar- og uppkallsrás báta og skipa rétt fyrir klukkan þrjú í gærdag. Leit var haldið áfram í dag. Björgunarþyrlan TF-LÍF leitaði í um klukkustund eftir hádegi í dag en þegar leitin bar engan árangur var ákveðið að hætta henni. Landhelgisgæslan telur allt benda til þess að um gabb hafi verið að ræða. „Þetta lítur þannig út eins og staðan er núna. Við erum búin að leita af okkur allan grun,“ segir Auðunn Kristinsson, verkefnastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. „Við höfum skoðað okkar kerfi, farið á hafnir og það finnst ekkert sem bendir til þess að um raunverulega neyð hafi verið að ræða.“Kostnaður við leit hleypur á milljónum Aðgerð landhelgisgæslunnar í gær var umfangsmikil. Kölluð voru út fimm björgunarskip, fjórar björgunarþyrlur auk allra björgunarsveita á Faxaflóa. Yfir 250 manns tóku þátt í aðgerðinni og hleypur kostnaðurinn á milljónum króna. Landhelgisgælsan hefur í samstarfi við björgunarsveitir og lögreglu leitað af sér allan grun. Engra er saknað og því bendir allt til þess að um gabb sé að ræða. Það þarf ekki að undirstrika hversu alvarlegt athæfi það er að senda inn neyðarkall til Landhelgisgæslunnar að óþörfu. „Fyrst og fremst er þetta alvarlegt fyrir björgunaraðila á landinu því þetta rýrir björgunargetu okkar, bæði á meðan á þessu stendur og einnig í framhaldinu. Áhafnir á skipum og þyrlum þurfa hvíld eftir svona aðgerðir og þetta rýrir okkar björgunargetu. Ef við hefðum fengið útkall í nótt þá hefðum við ekki verið eins vel í stakk búnir til að leysa það mál eins og ella,“ segir Auðunn.Ef um gabb er að ræða, er það einsdæmi í sögu Landhelgisgæslunnar? „Ég minnist þess ekki að hafa fengið svona afdráttalaust neyðarkall sem ekkert er á bakvið.“ Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Allt bendir til þess að neyðarkallið sem Landhelgisgæslunni barst í gær, um leka í bát á Faxaflóa, hafi verið gabb. Leit var hætt síðdegis og bendir ekkert til þess að um raunverulega neyð hafi verið að ræða. Kostnaður við leitina hleypur á milljónum króna. Einsdæmi segir verkefnastjóri á aðgerðarsviði Landhelgisgæslunnar. „Okkur vantar aðstoð – við erum úti við Faxaflóa – Yfir - Báturinn er farinn að leka mikið og við erum að fara í flotgallana.“ Svona hljóðaði neyðarkallið sem stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst inn á neyðar- og uppkallsrás báta og skipa rétt fyrir klukkan þrjú í gærdag. Leit var haldið áfram í dag. Björgunarþyrlan TF-LÍF leitaði í um klukkustund eftir hádegi í dag en þegar leitin bar engan árangur var ákveðið að hætta henni. Landhelgisgæslan telur allt benda til þess að um gabb hafi verið að ræða. „Þetta lítur þannig út eins og staðan er núna. Við erum búin að leita af okkur allan grun,“ segir Auðunn Kristinsson, verkefnastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. „Við höfum skoðað okkar kerfi, farið á hafnir og það finnst ekkert sem bendir til þess að um raunverulega neyð hafi verið að ræða.“Kostnaður við leit hleypur á milljónum Aðgerð landhelgisgæslunnar í gær var umfangsmikil. Kölluð voru út fimm björgunarskip, fjórar björgunarþyrlur auk allra björgunarsveita á Faxaflóa. Yfir 250 manns tóku þátt í aðgerðinni og hleypur kostnaðurinn á milljónum króna. Landhelgisgælsan hefur í samstarfi við björgunarsveitir og lögreglu leitað af sér allan grun. Engra er saknað og því bendir allt til þess að um gabb sé að ræða. Það þarf ekki að undirstrika hversu alvarlegt athæfi það er að senda inn neyðarkall til Landhelgisgæslunnar að óþörfu. „Fyrst og fremst er þetta alvarlegt fyrir björgunaraðila á landinu því þetta rýrir björgunargetu okkar, bæði á meðan á þessu stendur og einnig í framhaldinu. Áhafnir á skipum og þyrlum þurfa hvíld eftir svona aðgerðir og þetta rýrir okkar björgunargetu. Ef við hefðum fengið útkall í nótt þá hefðum við ekki verið eins vel í stakk búnir til að leysa það mál eins og ella,“ segir Auðunn.Ef um gabb er að ræða, er það einsdæmi í sögu Landhelgisgæslunnar? „Ég minnist þess ekki að hafa fengið svona afdráttalaust neyðarkall sem ekkert er á bakvið.“
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira