Dóttir Þorgríms Þráinssonar fetar tónlistarbrautina Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. júní 2014 09:30 Dreymir stóra drauma sem hún ætlar að láta rætast. Mynd/Úr einkasafni „Ég hef fengið heilmikil viðbrögð frá vinum og fjölskyldunni enda deildu sumir myndbandinu á Facebook þannig að fleiri gátu séð það,“ segir Kolfinna Þorgrímsdóttir. Hún setti nýlega inn myndband við lagið Shelter á Youtube þar sem hún þenur raddböndin og er afar efnileg í tónlistinni. „Lagið Shelter er upprunalega frá hljómsveitinni The xx en Birdy gerði ábreiðu með Shelter og þannig fékk ég hugmyndina. Ég lít mjög upp til Birdy sem tónlistarmanns og fæ mestan innblástur frá henni,“ segir Kolfinna. „Ég hef haft mikinn áhuga á tónlist síðan ég var lítil og sungið síðan ég man eftir mér, oftast ein inni í herbergi,“ bætir Kolfinna við. Hún var ellefu ára þegar hún fór í Söngskóla Reykjavíkur. Þaðan fór hún í söngskóla Maríu Bjarkar og síðar í einkatíma hjá Birgittu Haukdal. En er meira efni væntanlegt frá Kolfinnu? „Vonandi í nánustu framtíð. Auðvitað langar mig að vera í hljómsveit og flytja tónlist með öðrum. Ég er núna að læra á gítar heima og það gefur mér vonandi tækifæri til að semja lög sjálf.“ Kolfinna er dóttir knattspyrnugoðsins og rithöfundarins Þorgríms Þráinssonar og eru þau feðgin mjög náin. „Auðvitað fæ ég reglulega góð ráð frá honum. Ég lít upp til hans á öllum sviðum því hann er mín stærsta fyrirmynd.“ Kolfinna stundar nám í Borgarholtsskóla og stefnir á að ljúka stúdentsprófi í nánustu framtíð. „Mig hefur lengi langað í háskóla í París og svo þykir mér freistandi að reyna fyrir mér sem módel. Ég hef gaman af því að taka myndir en helst langar mig að vinna við eitthvað sem tengist tónlist, bæði syngja og semja.“ Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Ég hef fengið heilmikil viðbrögð frá vinum og fjölskyldunni enda deildu sumir myndbandinu á Facebook þannig að fleiri gátu séð það,“ segir Kolfinna Þorgrímsdóttir. Hún setti nýlega inn myndband við lagið Shelter á Youtube þar sem hún þenur raddböndin og er afar efnileg í tónlistinni. „Lagið Shelter er upprunalega frá hljómsveitinni The xx en Birdy gerði ábreiðu með Shelter og þannig fékk ég hugmyndina. Ég lít mjög upp til Birdy sem tónlistarmanns og fæ mestan innblástur frá henni,“ segir Kolfinna. „Ég hef haft mikinn áhuga á tónlist síðan ég var lítil og sungið síðan ég man eftir mér, oftast ein inni í herbergi,“ bætir Kolfinna við. Hún var ellefu ára þegar hún fór í Söngskóla Reykjavíkur. Þaðan fór hún í söngskóla Maríu Bjarkar og síðar í einkatíma hjá Birgittu Haukdal. En er meira efni væntanlegt frá Kolfinnu? „Vonandi í nánustu framtíð. Auðvitað langar mig að vera í hljómsveit og flytja tónlist með öðrum. Ég er núna að læra á gítar heima og það gefur mér vonandi tækifæri til að semja lög sjálf.“ Kolfinna er dóttir knattspyrnugoðsins og rithöfundarins Þorgríms Þráinssonar og eru þau feðgin mjög náin. „Auðvitað fæ ég reglulega góð ráð frá honum. Ég lít upp til hans á öllum sviðum því hann er mín stærsta fyrirmynd.“ Kolfinna stundar nám í Borgarholtsskóla og stefnir á að ljúka stúdentsprófi í nánustu framtíð. „Mig hefur lengi langað í háskóla í París og svo þykir mér freistandi að reyna fyrir mér sem módel. Ég hef gaman af því að taka myndir en helst langar mig að vinna við eitthvað sem tengist tónlist, bæði syngja og semja.“
Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira