Enski boltinn

Flottustu tilþrifin í enska um helgina

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hælspyrna Jordan Henderson og gabbhreyfing Wilfried Bony eru á meðal þess sem stóð upp úr í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Daniel Sturridge minnkaði muninn á lokaandartökum fyrri hálfleiksins gegn Aston Villa þar sem ekkert hafði gengið hjá Liverpool. Heiðurinn að markinu átti Jordan Henderson með snyrtilegri hælspyrnu.

Bony tók stórkostlega gabbhreyfingu í 3-1 tapinu gegn Tottenham. Tilþrifin voru í anda Jay-Jay Okocha og Ronaldinho og má sjá í myndbandinu að ofan ásamt fleiri tilþrifum.

Hér má sjá öll mörk helgarinnar.

Hér má sjá flottustu markvörslur helgarinnar.

Hér má sjá fallegustu mörk helgarinnar.

Hér má sjá lið vikunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×