Enski boltinn

Anelka gæti fengið fimm leikja bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nicolas Anelka, leikmaður West Brom, hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu vegna umdeilds atviks sem átti sér stað í lok síðasta mánaðar.

Anelka fagnaði marki í leik liðsins gegn West Ham þann 28. desember með því að líkja eftir þekktri nasistakveðju.

Með kveðjunni vildi Anelka sýna vini sínum, grínistanum Dieudonne M'bala M'bala, stuðning en daginn áður var tilkynnt að franska ríkisstjórnin vildi banna sjónvarpsþætti hans. M'bala M'bala er þekktur fyrir að nota þessa kveðju.

Íþróttamálaráðherra Frakklands hafði lýst yfir óþökk sinni á hegðun Anelka og nú hefur enska knattspyrnusambandið brugðist við málinu með kærunni.

Anelka gæti fengið fimm leikja bann verði hann fundinn sekur en hann hefur frest til fimmtudags til að svara kærunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×