Sögurnar um Kalla kalda hafa fylgt Filippusi frá því í barnæsku.
„Pabbi sagði okkur systur minni sögur af Kalla þegar við vorum lítil. Ég mundi sögurnar ekki vel en karakterinn var alveg fastur í höfðinu á mér. Ég settist niður og skrifaði fyrstu söguna og svo komu bækur númer tvö og þrjú,“ segir Filippus, sem skráði sig á námskeið í endurmenntunardeild Háskóla Íslands og þá varð ekki aftur snúið.
Filippus hefur unnið í byggingageiranum í áratugi, allt annað en börnin hans sem öll lögðu fyrir sig listina; Nína Dögg fór í leiklist og Árni í kvikmyndagerð en tónlistarmaðurinn Sigurjón Brink heitinn var einnig stjúpsonur Filippusar og ólst hann upp á heimilinu.

Filippus verður í Eymundsson á fimmtudag en þar verður bækurnar um Kalla kalda á tilboðsverði og boðið verður upp á blöðrur og djús fyrir yngri kynslóðina.