Enski boltinn

Rio Ferdinand ætlar ekki að leggja skóna á hilluna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rio heldur áfram.
Rio heldur áfram. Vísir/Getty
Rio Ferdinand, miðvörður Manchester United, ætlar sér að halda áfram að spila fótbolta á næstu leiktíð en veit ekki hvort hann verði áfram hjá Manchester United.

Þessi 35 ára gamli leikmaður kom aðeins við sögu í 22 leikjum hjá United á leiktíðinni en samningur hans við félagið rennur út í sumar. Ryan Giggs, bráðabirgðastjóri United, valdi hann ekki einu sinni í hópinn fyrir síðasta heimaleikinn gegn Hull.

Mikil óvissa ríkir um þjálfara- og leikmannamál hjá félaginu vegna yfirvofandi komu hollenska þjálfarans Louis van Gaal en honum verður líklega ætlað að hreinsa rækilega til á Old Trafford.

"Ef ég er í góðu formi þá vil ég halda áfram að spila. Ég hef talað við félaga mína og þeir segja mér allir að halda áfram á meðan ég get spilað," segir Rio Ferdinand sem kostaði Manchester United 30 milljónir punda þegar hann var keyptur frá Leeds sumarið 2002.

"Ég vil bara það sem er best fyrir félagið. Hvað sem gerist þá virði ég ákvörðun þess. Ef ég verð laus í sumar þá er ég tilbúinn að skoða tilboð frá öðrum félögum en ég vil bíða og sjá hvað gerist hjá United.," segir Rio Ferdinand.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×