Derby County heldur enn í veika von um að ná öðru sæti ensku B-deildarinnar og komast þannig beint upp í úrvalsdeildina.
Liðið vann 2-0 sigur á Doncaster í kvöld en Burnley, sem er í öðru sæti deildarinnar, hefði komist upp ef Derby hefði tapað stigum í kvöld.
George Thorne kom Derby yfir í lok fyrri hálfleiks og Chris Martin innsiglaði sigurinn í þeim síðari.
Burnley vann 1-0 sigur á Blackpool fyrr í dag en tryggir úrvalsdeildarsæti sitt með sigri á Wigan á mánudagskvöldið.
Burnley þarf að bíða
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
