Fótbolti

Aron spilaði hálftíma í tapi Bandaríkjanna á Kýpur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Jóhannsson og félagar í bandaríska landsliðinu í knattspyrnu töpuðu fyrir Úkraínu, 2-0, í vináttulandsleik í kvöld sem fram fór á Kýpur vegna ástandsins í Úkraínu.

Andriy Yarmolenko kom „heimamönnum“ yfir strax á tólftu mínútu leiksins, 1-0, og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Aron byrjaði á varamannabekknum en kom inn á fyrir Sacha Kljestan á 63. mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar bætti Marko Devic við marki fyrir Úkraínu, 2-0, og fleiri mörk voru ekki skoruð.

Aron átti tvær marktilraunir undir lok leiksins. Fyrra skot hans fór í varnarmann og það síðara hitti ekki markið.

Í Rúmeníu gerðu heimamenn markalaust jafntefli við Lionel Messi og félaga frá Argentínu. Fín úrslit fyrir Rúmena gegn sterku liði Argentínumanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×