Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. apríl 2014 18:45 „Ég er kominn með bardaga í Dublin 19. júlí á móti Ameríkana sem heitir Ryan LaFlare,“ sagði GunnarNelson í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Gunnar fékk því ósk sína uppfyllta en hann vonaðist til að fá bardaga á UFC-kvöldinu í Dyflinn í júlí og andstæðingur hans verður ekki af lakari gerðinni. Ryan LaFlare er í 15. sæti styrkleikalistans í veltivigtinni í UFC, tveimur sætum fyrir neðan Gunnar sem komst í fyrsta skipti inn á topp 15 listann eftir sigur sinn gegn Rússanum Omari Akmedov í Lundúnum fyrr á árinu. LaFlare hefur barist ellefu sinnum í MMA og er ósigraður. Hann hefur fjórum sinnum barist í UFC og unnið alla bardagana á dómaraúrskurði. Gunnar er einnig ósigraður í þrettán bardögum „Hann er svona „wrestler“, góður glímumaður, sérstaklega standandi. Hann er góður í fellum og að stjórna hvort bardaginn sé uppi eða niðri sem er mjög góður kostur,“ sagði Gunnar um LaFlare en er hann sterkasti andstæðingur Gunnars hingað til? „Já, allavega á blaði. Miðað við árangurinn hans og við hverja hann hefur barist. Það er engin spurning. En síðan veit maður aldrei fyrr en maður kemur í bardagann.“ Gunnar segist vera í hörkuformi en æfingafélagar hans er á heimleið eftir vel heppnað bardagakvöld á Norður-Írlandi. Með í för verður írska UFC-ofurstjarnan Conor McGregor sem berst í fjaðurvigt. „Æfingafélagar mínir eru að koma heim frá Dublin og með þeim verður til dæmis Conor McGregor sem vonandi verður að berjast þarna líka. Ég býst fastlega við því. Hann er algjör súperstjarna í Írlandi og í UFC. Ég hlakka til að fá þá alla hingað yfir. Þetta verða hörku æfingabúðir,“ sagði Gunnar Nelson.Ryan LaFlare sparkar í andlit Court McGee í veltivigtarbardaga þeirra í UFC.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty MMA Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Fleiri fréttir Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt „Byrjaði þegar Ingi fór með okkur í keilu í vikunni“ Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Tryggvi reif til sín flest fráköst Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Sjá meira
„Ég er kominn með bardaga í Dublin 19. júlí á móti Ameríkana sem heitir Ryan LaFlare,“ sagði GunnarNelson í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Gunnar fékk því ósk sína uppfyllta en hann vonaðist til að fá bardaga á UFC-kvöldinu í Dyflinn í júlí og andstæðingur hans verður ekki af lakari gerðinni. Ryan LaFlare er í 15. sæti styrkleikalistans í veltivigtinni í UFC, tveimur sætum fyrir neðan Gunnar sem komst í fyrsta skipti inn á topp 15 listann eftir sigur sinn gegn Rússanum Omari Akmedov í Lundúnum fyrr á árinu. LaFlare hefur barist ellefu sinnum í MMA og er ósigraður. Hann hefur fjórum sinnum barist í UFC og unnið alla bardagana á dómaraúrskurði. Gunnar er einnig ósigraður í þrettán bardögum „Hann er svona „wrestler“, góður glímumaður, sérstaklega standandi. Hann er góður í fellum og að stjórna hvort bardaginn sé uppi eða niðri sem er mjög góður kostur,“ sagði Gunnar um LaFlare en er hann sterkasti andstæðingur Gunnars hingað til? „Já, allavega á blaði. Miðað við árangurinn hans og við hverja hann hefur barist. Það er engin spurning. En síðan veit maður aldrei fyrr en maður kemur í bardagann.“ Gunnar segist vera í hörkuformi en æfingafélagar hans er á heimleið eftir vel heppnað bardagakvöld á Norður-Írlandi. Með í för verður írska UFC-ofurstjarnan Conor McGregor sem berst í fjaðurvigt. „Æfingafélagar mínir eru að koma heim frá Dublin og með þeim verður til dæmis Conor McGregor sem vonandi verður að berjast þarna líka. Ég býst fastlega við því. Hann er algjör súperstjarna í Írlandi og í UFC. Ég hlakka til að fá þá alla hingað yfir. Þetta verða hörku æfingabúðir,“ sagði Gunnar Nelson.Ryan LaFlare sparkar í andlit Court McGee í veltivigtarbardaga þeirra í UFC.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
MMA Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Fleiri fréttir Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt „Byrjaði þegar Ingi fór með okkur í keilu í vikunni“ Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Tryggvi reif til sín flest fráköst Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Sjá meira