Innlent

Lítill vöxtur í skattskyldri veltu innanlands

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/rj
Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi á síðasta ári nam 3.340 ma. kr. og jókst um 3,3% frá fyrra ári en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hagstofunni.

Þetta er nokkuð minni vöxtur en undanfarin ár en hann var á bilinu 7 til 8,6% árin 2010 til 2012. Þessi velta er ákveðinn mælikvarði á umsvifin í hagkerfinu og því virðist sem að nokkuð hafi hægt á vexti þeirra.

Sé veltan sett á fast verðlag sést að umsvifin drógust lítillega saman á síðasta ári borið saman við árið þar á undan.

Það rímar við þróun þjóðarútgjalda á árinu en þau jukust aðeins um 0,3% milli ára en landsframleiðslan jókst hins vegar um 3,3%. Stærstur hluti hagvaxtarins á liðnu ári var því vegna aukins útflutnings en ekki aukinnar innlendrar eftirspurn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×