Endurspeglar fjölbreytileika Asparfells Álfrún Pálsdóttir skrifar 5. júlí 2014 10:30 Listakonan Sara Riel er ánægð með nýjustu veggmynd sína Fjöður sem verður afhjúpuð í dag en verkið er 17metra hátt. F25040714 Vísir/Arnþór „Þetta er 17 metra hátt verk sem gerir það líklega að mínu stærsta og metnaðarfyllsta verki hingað til,“ segir myndlistarkonan Sara Riel en í dag kl. 15 verður afhjúpað verk eftir hana á vegggafli við Asparfellið í Breiðholti. Veggmyndin ber nafnið Fjöður þar sem 43 fuglum er raðað saman til að mynda eina heild. Sara eyddi nokkrum dögum á Náttúrufræðistofnun Íslands í heimildavinnu þar sem hún skrásetti og skissaði fjölbreytt úrval fugla sem þar er að finna. „Það var mjög áhugavert að eyða tíma þar, eins og að vera í líkhúsi. Fuglarnir sem ég notaði eru af alls kyns tegundum, farfuglar sem og fuglar sem eiga uppruna sinn að rekja hingað. Mér finnst það endurspegla þennan breiða og fjölbreytta hóp sem býr í þessu fjölmenna fjölbýlishúsi,“ segir Sara sem hlaut einróma samþykki fyrir verkinu hjá íbúum Asparfellsins áður en hún hófst handa fyrir tæpu ári og naut sín vel að vinna í Breiðholtinu. „Þetta byrjaði mjög vel í fyrra en eins og flestir muna voru ekki margir þurrir dagar í fyrrasumar og -haust. Verkið er unnið með akrýlhúsamálningu sem þarf að þorna á milli sem er erfitt þegar það koma vinda- og vætusamir dagar eða þessir klassísku íslensku dagar þar sem skiptast á skin og skúrir. Um miðjan september fékk ég nóg, var kalt og þreytt sem gerir ekki gott þegar maður er að reyna að skapa eitthvað. Svo ég tók aftur upp þráðinn núna um miðjan maí.“ Sara er þekkt fyrir veggmyndir sínar víðs vegar um borgina. Fjöður er málað í fimm lögum af málningu með litlum penslum og í því eru alls kyns skuggar og stílbrigði sem listakonan er þekkt fyrir en skuggi sem hún bætti við í lokin býr til þá sjónblekkingu að fjöðrin virðist svífa á veggnum. Eins og fyrr segir verður verkið Fjöðrin afhjúpað í dag klukkan 15 í Asparfelli 2-12 af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson flytja nokkur lög og þá munu dansararnir Stefán Halldór Egilsson og Hallman Ísleifur Sigurðarson sýna popping-dans við athöfnina. „Það er hvorki opnunartími né aðgangseyrir að verkinu og ég hvet alla til að kíkja við,“ segir Sara að lokum. Menning Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Þetta er 17 metra hátt verk sem gerir það líklega að mínu stærsta og metnaðarfyllsta verki hingað til,“ segir myndlistarkonan Sara Riel en í dag kl. 15 verður afhjúpað verk eftir hana á vegggafli við Asparfellið í Breiðholti. Veggmyndin ber nafnið Fjöður þar sem 43 fuglum er raðað saman til að mynda eina heild. Sara eyddi nokkrum dögum á Náttúrufræðistofnun Íslands í heimildavinnu þar sem hún skrásetti og skissaði fjölbreytt úrval fugla sem þar er að finna. „Það var mjög áhugavert að eyða tíma þar, eins og að vera í líkhúsi. Fuglarnir sem ég notaði eru af alls kyns tegundum, farfuglar sem og fuglar sem eiga uppruna sinn að rekja hingað. Mér finnst það endurspegla þennan breiða og fjölbreytta hóp sem býr í þessu fjölmenna fjölbýlishúsi,“ segir Sara sem hlaut einróma samþykki fyrir verkinu hjá íbúum Asparfellsins áður en hún hófst handa fyrir tæpu ári og naut sín vel að vinna í Breiðholtinu. „Þetta byrjaði mjög vel í fyrra en eins og flestir muna voru ekki margir þurrir dagar í fyrrasumar og -haust. Verkið er unnið með akrýlhúsamálningu sem þarf að þorna á milli sem er erfitt þegar það koma vinda- og vætusamir dagar eða þessir klassísku íslensku dagar þar sem skiptast á skin og skúrir. Um miðjan september fékk ég nóg, var kalt og þreytt sem gerir ekki gott þegar maður er að reyna að skapa eitthvað. Svo ég tók aftur upp þráðinn núna um miðjan maí.“ Sara er þekkt fyrir veggmyndir sínar víðs vegar um borgina. Fjöður er málað í fimm lögum af málningu með litlum penslum og í því eru alls kyns skuggar og stílbrigði sem listakonan er þekkt fyrir en skuggi sem hún bætti við í lokin býr til þá sjónblekkingu að fjöðrin virðist svífa á veggnum. Eins og fyrr segir verður verkið Fjöðrin afhjúpað í dag klukkan 15 í Asparfelli 2-12 af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson flytja nokkur lög og þá munu dansararnir Stefán Halldór Egilsson og Hallman Ísleifur Sigurðarson sýna popping-dans við athöfnina. „Það er hvorki opnunartími né aðgangseyrir að verkinu og ég hvet alla til að kíkja við,“ segir Sara að lokum.
Menning Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira