Erlent

Litlar horfur á vopnahléi á Gaza

Heimir Már Pétursson skrifar
Fjórir létu lífið í árásum Ísraelshers á Gaza í dag, þeirra á meðal fjórtán ára drengur. Þá var annar drengur skotinn til bana á Vesturbakkanum í dag. Illa horfir með áframhald friðarviðræðna í Kairó.

Drengurinn sem lést á eftir að ísraelskur hermaður skaut hann á Vesturbakkanum var tólf ára gamall. Hann var í nálægð við hóp sem ögraði ísraelskum hermönnum með grjótkasti en vitni segja að drengurinn hafi ekki tekið þátt í því. Talsmaður ísraelshers segir að málið verði rannsakað.

Palestínumenn halda enn áfram að skjóta eldflaugum yfir til Ísraels, þótt árásirnar séu færri miðað við hvað þær voru áður en þriggja daga vopnahléð sem rann út á föstudag tók gildi. Ísraelsmenn hafa sömuleiðis skotið yfir landamærin til Gaza, aðallega á suðurhluta strandarinnar.

Ísraelsmenn yfirgáfu samningaborðið í Kairó í fyrradag og segjast ekki æta að setjast að samningum aftur fyrr en eldflaugaárásum á Ísrael linni. En í dag kynntu Egyptar nýja tillögu um annað þriggja daga vopnahlé, til að freista þess að halda mönnum við samningaborðið, en Palestínumenn hóta að yfirgefa Kairó ef Ísraelar mæta ekki aftur til leiks.


Tengdar fréttir

Tíu ára drengur veginn á Gasa

Tíu ára drengur lést í loftárás Ísraelshers á Gasa í morgun en árásin var svar Ísraela við flugskeytaárás Hamasliða inn í Ísrael.

Vopnahléinu á Gasa er lokið

Hamas samtökin á Gasa hafa nú alfarið hafnað framlengingu á vopnahléinu sem tók gildi á þriðjudag. Því lauk klukkan fimm í morgun og skömmu síðar bárust fregnir frá Ísrael þess efnis að Hamas hefði skotið nokkrum eldflaugum inn í Ísrael.

Ísraelar vilja framlengja vopnahléið á Gasa

Ísraelar hafa lagt til að þriggja daga vopnahléið á Gasa sem hófst á þriðjudag verði framlengt en nú standa yfir óbeinar friðarviðræður á milli Ísraela og Palestínumanna í Kæró. Talsmenn Hamas-samtakanna sem ráða lögum og lofum á Gasa hafa þó enn ekki tjáð sig um tilboðið og því óljóst hvað verður.

Lítið miðar í friðarátt á Gasa

„Það eru engar forsendur fyrir viðræðum eftir að Hamas rauf vopnahléið,“ sagði Mark Regev, talsmaður Ísraelsstjórnar.

Hamas vilja svör í dag

Samtökin fara fram á að herkví Gasa verði aflétt og að Ísraelsmenn sleppi föngum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.