Leita að snjónum í Noregi á næstunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2014 06:00 Þau fremstu í dag. Helga María Vilhjálmsdóttir og Einar Kristinn Kristgeirsson eru reynsluboltarnir í íslenska alpagreinalandsliðinu. Fréttablaðið/Valli „Í A-landsliðinu okkar í dag eru fimm krakkar, tveir strákar og þrjár stelpur. Það er breyting frá því sem hefur verið því yfirleitt hafa strákarnir verið fleiri,“ byrjaði Fjalar Úlfarsson, landsliðsþjálfari alpagreina, framsögu sína á blaðamannafundi í gær þar sem Skíðasamband Íslands kynnti skíðaveturinn. Eru stelpurnar að taka yfir íslenska landsliðshópinn í alpagreinum? Hvað segir Einar Kristinn Kristgeirsson, fremsti skíðamaður Íslands í dag, um að stelpurnar séu orðnar í meirihluta. „Það er fínt enda gott að hafa stelpurnar í kringum okkur. Þær láta okkur strákana haga sér. Þegar þær eru á svæðinu þá fer maður ekki út í sömu viðleysu og maður gerði alltaf,“ sagði Einar Kristinn hlæjandi í gær. Helga María Vilhjálmsdóttir, fremsta alpagreinakona landsins, var líka ánægð með framgöngu kynsystra sinna en Helga hefur sjálf verið í landsliðinu í þrjú ár. „Keppnin hjá okkur er aðeins jafnari heldur en hjá strákunum. Getustigið okkar er líka aðeins nær þeim bestu heldur en hjá strákunum,“ segir Helga, sem brosti bara þegar hún heyrði af ummælum Einars. Auk þeirra tveggja eru í landsliðinu þau Freydís Halla Einarsdóttir, Erla Ásgeirsdóttir og Magnús Finnsson Helga og Einar ætla bæði að standa sig vel á HM fullorðinna í Bandaríkjunum í febrúar og á HM unglinga í Noregi í mars en þau voru öflug á síðasta tímabili. „Einar og Helga eru búin að vera þrjú ár í landsliðinu og þau eru okkar sterkustu í dag. Hin hafa sótt í sig veðrið og það er orðið skemmtilegt hvað það er orðin mikil samkeppni innan landsliðsins,“ segir Fjalar og hann þakkar æfingunum þessa þróun. „Þetta lítur þrælvel út í vetur. Við erum búin að ná mjög góðum æfingum,“ segir Fjalar sem þarf ekki aðeins að skipuleggja æfingar og æfingaferðir heldur einnig að leita upp snjóinn. „Útliðið er ekki bjart fyrir næstu æfingabúðir því við ætlum þá til Noregs og það er ekki snjómikið. Allur búnaðurinn okkar er í Noregi þannig að við fljúgum þangað, en svo verður spurning hvert við förum,“ segir Fjalar og það er mikið fyrirtæki að þurfa að skipuleggja allar þessar æfingaferðir.Endalaust púsl „Þetta er endalaust púsl. Ef það er lokað á þessum stað þar sem við ætluðum að vera þá getum við ekki hætt að æfa,“ segir Fjalar, sem stendur oft í stórræðum við að koma sér og dóti krakkanna á milli landa. „Síðast keyrði ég þrettán hundruð kílómetra frá Austurríki til Noregs með allan búnaðinn. Fimm krakkar eru með eitt tonn af búnaði með sér. Það er því ekki hlaupið upp í flugvél og öllu trillað þangað. Hún færi aldrei á loft,“ segir Fjalar léttur. Íslenska skíðafólkinu tókst vel upp á síðustu Ólympíuleikum. „Ég var alls ekki ósáttur með Ólympíuleikana en hefði viljað fá pínu betri árangur. Það var rosagott að þessir krakkar þorðu að koma í mark til að sjá hvar þau standa en það hefur ekki alltaf verið þannig,“ segir Fjalar.Aldrei gott að missa fólk út Fjalar hefur þurft að sjá á eftir mörgu frábæru, íslensku skíðafólki sem hefur hætt keppni á síðustu misserum. „Það er hluti af þessu og sumt ráðum við ekki við eins og meiðsli. Það er aldrei gott að missa fólk út hvort sem það eru meiðsli eða annað. Lífið heldur áfram, einhverjir fara í skóla og einhverjir detta út vegna meiðsla en við reynum eins og hægt er að halda okkar hóp. Þetta þarfnast gríðarlegs skipulags frá krökkunum og mikillar aðstoðar frá foreldrum. Við höfum samt verið að bæta aðeins í að styrkja þau og sambandið kemur nú með peninga á móti kostnaði. Það er að aukast og við sjáum fram á enn betri möguleika á því,“ segir Fjalar jákvæður. Hann stefnir líka hátt þegar kemur að því að giska á fjölda íslenskra keppenda á stærsta móti vetrarins, sem er HM í Colorado í febrúar. „Eigum við ekki að segja átta í alpagreinum, fjórar stelpur og fjórir strákar. það gæti farið svo að fleiri komist á HM en eru í landsliðinu. Það væri frábært að horfa upp á það. Við setjum okkur markmið og þau eru vissulega há,“ sagði Fjalar. Innlendar Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er létt klikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Sjá meira
„Í A-landsliðinu okkar í dag eru fimm krakkar, tveir strákar og þrjár stelpur. Það er breyting frá því sem hefur verið því yfirleitt hafa strákarnir verið fleiri,“ byrjaði Fjalar Úlfarsson, landsliðsþjálfari alpagreina, framsögu sína á blaðamannafundi í gær þar sem Skíðasamband Íslands kynnti skíðaveturinn. Eru stelpurnar að taka yfir íslenska landsliðshópinn í alpagreinum? Hvað segir Einar Kristinn Kristgeirsson, fremsti skíðamaður Íslands í dag, um að stelpurnar séu orðnar í meirihluta. „Það er fínt enda gott að hafa stelpurnar í kringum okkur. Þær láta okkur strákana haga sér. Þegar þær eru á svæðinu þá fer maður ekki út í sömu viðleysu og maður gerði alltaf,“ sagði Einar Kristinn hlæjandi í gær. Helga María Vilhjálmsdóttir, fremsta alpagreinakona landsins, var líka ánægð með framgöngu kynsystra sinna en Helga hefur sjálf verið í landsliðinu í þrjú ár. „Keppnin hjá okkur er aðeins jafnari heldur en hjá strákunum. Getustigið okkar er líka aðeins nær þeim bestu heldur en hjá strákunum,“ segir Helga, sem brosti bara þegar hún heyrði af ummælum Einars. Auk þeirra tveggja eru í landsliðinu þau Freydís Halla Einarsdóttir, Erla Ásgeirsdóttir og Magnús Finnsson Helga og Einar ætla bæði að standa sig vel á HM fullorðinna í Bandaríkjunum í febrúar og á HM unglinga í Noregi í mars en þau voru öflug á síðasta tímabili. „Einar og Helga eru búin að vera þrjú ár í landsliðinu og þau eru okkar sterkustu í dag. Hin hafa sótt í sig veðrið og það er orðið skemmtilegt hvað það er orðin mikil samkeppni innan landsliðsins,“ segir Fjalar og hann þakkar æfingunum þessa þróun. „Þetta lítur þrælvel út í vetur. Við erum búin að ná mjög góðum æfingum,“ segir Fjalar sem þarf ekki aðeins að skipuleggja æfingar og æfingaferðir heldur einnig að leita upp snjóinn. „Útliðið er ekki bjart fyrir næstu æfingabúðir því við ætlum þá til Noregs og það er ekki snjómikið. Allur búnaðurinn okkar er í Noregi þannig að við fljúgum þangað, en svo verður spurning hvert við förum,“ segir Fjalar og það er mikið fyrirtæki að þurfa að skipuleggja allar þessar æfingaferðir.Endalaust púsl „Þetta er endalaust púsl. Ef það er lokað á þessum stað þar sem við ætluðum að vera þá getum við ekki hætt að æfa,“ segir Fjalar, sem stendur oft í stórræðum við að koma sér og dóti krakkanna á milli landa. „Síðast keyrði ég þrettán hundruð kílómetra frá Austurríki til Noregs með allan búnaðinn. Fimm krakkar eru með eitt tonn af búnaði með sér. Það er því ekki hlaupið upp í flugvél og öllu trillað þangað. Hún færi aldrei á loft,“ segir Fjalar léttur. Íslenska skíðafólkinu tókst vel upp á síðustu Ólympíuleikum. „Ég var alls ekki ósáttur með Ólympíuleikana en hefði viljað fá pínu betri árangur. Það var rosagott að þessir krakkar þorðu að koma í mark til að sjá hvar þau standa en það hefur ekki alltaf verið þannig,“ segir Fjalar.Aldrei gott að missa fólk út Fjalar hefur þurft að sjá á eftir mörgu frábæru, íslensku skíðafólki sem hefur hætt keppni á síðustu misserum. „Það er hluti af þessu og sumt ráðum við ekki við eins og meiðsli. Það er aldrei gott að missa fólk út hvort sem það eru meiðsli eða annað. Lífið heldur áfram, einhverjir fara í skóla og einhverjir detta út vegna meiðsla en við reynum eins og hægt er að halda okkar hóp. Þetta þarfnast gríðarlegs skipulags frá krökkunum og mikillar aðstoðar frá foreldrum. Við höfum samt verið að bæta aðeins í að styrkja þau og sambandið kemur nú með peninga á móti kostnaði. Það er að aukast og við sjáum fram á enn betri möguleika á því,“ segir Fjalar jákvæður. Hann stefnir líka hátt þegar kemur að því að giska á fjölda íslenskra keppenda á stærsta móti vetrarins, sem er HM í Colorado í febrúar. „Eigum við ekki að segja átta í alpagreinum, fjórar stelpur og fjórir strákar. það gæti farið svo að fleiri komist á HM en eru í landsliðinu. Það væri frábært að horfa upp á það. Við setjum okkur markmið og þau eru vissulega há,“ sagði Fjalar.
Innlendar Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er létt klikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Sjá meira