Ræða varðveislu og endurbyggingu Múlakots í Fljótshlíð Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 16:30 Eigendur Múlakots eru reiðubúnir að afhenda það sjálfseignarstofnun gegn því að hún endurbyggi það og varðveiti til framtíðar. Mynd/minjastofnun Íslands Unnið er að því að koma á fót sjálfseignarstofnun um minjar í Múlakoti í Fljótshlíð og á laugardaginn verður haldin málstofa um varðveislu og endurreisn þess í Goðalandi í Fljótshlíð. Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands, er einn þeirra sem fjalla um Múlakot á málstofunni. Hann segir Sigríði Hjartar og Stefán Guðbergsson, núverandi eigendur staðarins reiðubúin að gefa hann gegn því að sjálfseignarstofnun taki við honum, endurbyggi hann og varðveiti til framtíðar. „Mannvirkin í Múlakoti voru friðlýst fyrr á þessu ári. Þar er íbúðarhús frá 1898 sem var stækkað í áföngum og er í raun eitt elsta sveitahótel landsins. Þetta var frægur áningarstaður í sveitinni, bæði þegar farið var í Þórsmörk og austur fyrir fjall,“ segir Pétur. Hann getur þess að Múlakot hafi, auk tengingar við ferðaþjónustu, sérstaka tengingu við íslenska listasögu. „Listamaðurinn Ólafur Túbals bjó lengi í Múlakoti og þar dvöldu margir listmálarar og máluðu málverk þaðan sem eru þjóðkunn og í eigu Listasafns Íslands.“ Í Múlakoti er einn elsti og merkilegasti einkagarður landsins sem Guðbjörg Þorleifsdóttir lagði grunninn að, að því er Pétur greinir frá. „Þarna koma þess vegna saman listasaga, garðyrkjusaga og saga og þróun ferðaþjónustu.“ Pétur tekur það fram að gamla húsið sé mjög vel varðveitt. „Það er eiginlega engu búið að breyta en það er úr sér gengið og brýn þörf er á að bjarga því. Það eru í raun síðustu forvöð.“Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslandsi.Fyrr á þessu ári var veittur styrkur til viðgerða og eru þær hafnar á elsta hluta hússins. „Þetta er hins vegar mikið verkefni og það þarf að safna peningum og mynda hreyfingu um verkefnið.“ Ráðgert er að á staðnum verði sýning um sögu bæjarins, íslenska málaralist sem honum tengist, upphaf hótelrekstrar í sveit á Íslandi og sögu lystigarðs Guðbjargar Þorleifsdóttur. Málstofan hefst klukkan 14 á laugardaginn í Goðalandi í Fljótshlíð. Dagskráin er á þessa leið: Sverrir Magnússon, framkvæmdastjórn Skógasafns, ræðir aðkomu safnsins að verkefninu. Sigríður Hjartar, sagnfræðingur Múlakoti, rekur sögu umsvifa í Múlakoti. Pétur Ármannsson, arkitekt Minjastofnun Íslands, fjallar um þátt varðveislu. Hjörleifur Stefánsson arkitekt rekur byggingarsöguna. Dagný Heiðdal listfræðingur, deildarstj. listaverkadeildar Listasafns Íslands, rekur listasöguna. Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari Garðyrkjuskólans Reykjum, segir frá Múlakotsgarðinum. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, lýsir aðkomu sveitarfélagsins. Vibeke Nörgård-Nielsen, rithöfundur og kennari, flytur kveðju frá Danmörku. Stefán Guðbergsson, skógarbóndi Múlakoti, slítur málstofuninni en Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, mun stjórna henni. Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira
Unnið er að því að koma á fót sjálfseignarstofnun um minjar í Múlakoti í Fljótshlíð og á laugardaginn verður haldin málstofa um varðveislu og endurreisn þess í Goðalandi í Fljótshlíð. Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands, er einn þeirra sem fjalla um Múlakot á málstofunni. Hann segir Sigríði Hjartar og Stefán Guðbergsson, núverandi eigendur staðarins reiðubúin að gefa hann gegn því að sjálfseignarstofnun taki við honum, endurbyggi hann og varðveiti til framtíðar. „Mannvirkin í Múlakoti voru friðlýst fyrr á þessu ári. Þar er íbúðarhús frá 1898 sem var stækkað í áföngum og er í raun eitt elsta sveitahótel landsins. Þetta var frægur áningarstaður í sveitinni, bæði þegar farið var í Þórsmörk og austur fyrir fjall,“ segir Pétur. Hann getur þess að Múlakot hafi, auk tengingar við ferðaþjónustu, sérstaka tengingu við íslenska listasögu. „Listamaðurinn Ólafur Túbals bjó lengi í Múlakoti og þar dvöldu margir listmálarar og máluðu málverk þaðan sem eru þjóðkunn og í eigu Listasafns Íslands.“ Í Múlakoti er einn elsti og merkilegasti einkagarður landsins sem Guðbjörg Þorleifsdóttir lagði grunninn að, að því er Pétur greinir frá. „Þarna koma þess vegna saman listasaga, garðyrkjusaga og saga og þróun ferðaþjónustu.“ Pétur tekur það fram að gamla húsið sé mjög vel varðveitt. „Það er eiginlega engu búið að breyta en það er úr sér gengið og brýn þörf er á að bjarga því. Það eru í raun síðustu forvöð.“Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslandsi.Fyrr á þessu ári var veittur styrkur til viðgerða og eru þær hafnar á elsta hluta hússins. „Þetta er hins vegar mikið verkefni og það þarf að safna peningum og mynda hreyfingu um verkefnið.“ Ráðgert er að á staðnum verði sýning um sögu bæjarins, íslenska málaralist sem honum tengist, upphaf hótelrekstrar í sveit á Íslandi og sögu lystigarðs Guðbjargar Þorleifsdóttur. Málstofan hefst klukkan 14 á laugardaginn í Goðalandi í Fljótshlíð. Dagskráin er á þessa leið: Sverrir Magnússon, framkvæmdastjórn Skógasafns, ræðir aðkomu safnsins að verkefninu. Sigríður Hjartar, sagnfræðingur Múlakoti, rekur sögu umsvifa í Múlakoti. Pétur Ármannsson, arkitekt Minjastofnun Íslands, fjallar um þátt varðveislu. Hjörleifur Stefánsson arkitekt rekur byggingarsöguna. Dagný Heiðdal listfræðingur, deildarstj. listaverkadeildar Listasafns Íslands, rekur listasöguna. Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari Garðyrkjuskólans Reykjum, segir frá Múlakotsgarðinum. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, lýsir aðkomu sveitarfélagsins. Vibeke Nörgård-Nielsen, rithöfundur og kennari, flytur kveðju frá Danmörku. Stefán Guðbergsson, skógarbóndi Múlakoti, slítur málstofuninni en Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, mun stjórna henni.
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira