Rektor MR óttast að yfir 100 störf tapist Haraldur Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2014 07:00 Félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara eru um 1.750 talsins. Vísir/Vilhelm Fækkun nemenda við menntaskólana gæti leitt til þess að skólarnir þurfi að fækka stöðugildum um meira en hundrað. Þetta segir Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík (MR), en hann segir útlit fyrir að nýnemum við skólann fækki um 75 næsta ár. Í síðustu viku greindi Fréttablaðið frá því að útlit væri fyrir fækkun um 20 kennara. Yngvi telur að fjöldinn sé mun meiri.Yngvi Pétursson„Það er talað um að fækka þeim nemendum sem ríkið ætlar að borga með á ári um 1.608, frá fjárlögum 2014, sem þýðir að niðurskurðurinn gæti haft áhrif á yfir 100 stöðugildi í framhaldsskólunum,“ segir Yngvi. Hann bendir á að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að ársnemendum framhaldsskólanna fækki um 916. Hins vegar fækki þeim samtals um 1.608 frá fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2014. „Við getum ekki brugðist við þessum breytingum fyrr en á miðju næsta ári. Umræðan hefur nánast einungis snúist um skóla sem þurfa að vísa frá nemendum sem eru 25 ára og eldri. Hins vegar er nemendum að fækka í öllum skólum.“ MR tekur inn um 250 nýnema á hverju ári. Yngvi segir stefna í að skólinn geti einungis tekið inn um 175 nýnema þegar skólaárið 2015/2016 hefst, ef frumvarpið verður að lögum. Skólinn þyrfti þá að leggja niður fjögur stöðugildi. „Hins vegar vitum við ekki hvernig staðan verður í vor og ég vona að frumvarpið taki breytingum á Alþingi.“Guðríður ArnardóttirGuðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir félagsmenn hafa miklar áhyggjur af stöðu mála og framtíð skólanna. „Það segir sig sjálft að þegar það er svona mikill niðurskurður í fjármagni til skólanna, og þegar þú fækkar nemendum þetta mikið eins og raunin virðist ætla að verða, að það muni hafa í för með sér fækkun í stéttinni,“ segir Guðríður. „Það hefur verið nokkuð óljóst hvernig standa á að þessum breytingum og ekki einungis vegna þessara áforma um að fækka nemendaígildunum heldur líka vegna styttingaráformanna. Um leið og þú fækkar áföngum til stúdentsprófs þá þarftu færri kennara. En ég held enn í vonina um að stjórnvöld veiti áfram svigrúm fyrir þessa fjölbreytni og sveigjanleika sem við höfum verið svo stolt af í framhaldsskólunum.“ Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Fækkun nemenda við menntaskólana gæti leitt til þess að skólarnir þurfi að fækka stöðugildum um meira en hundrað. Þetta segir Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík (MR), en hann segir útlit fyrir að nýnemum við skólann fækki um 75 næsta ár. Í síðustu viku greindi Fréttablaðið frá því að útlit væri fyrir fækkun um 20 kennara. Yngvi telur að fjöldinn sé mun meiri.Yngvi Pétursson„Það er talað um að fækka þeim nemendum sem ríkið ætlar að borga með á ári um 1.608, frá fjárlögum 2014, sem þýðir að niðurskurðurinn gæti haft áhrif á yfir 100 stöðugildi í framhaldsskólunum,“ segir Yngvi. Hann bendir á að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að ársnemendum framhaldsskólanna fækki um 916. Hins vegar fækki þeim samtals um 1.608 frá fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2014. „Við getum ekki brugðist við þessum breytingum fyrr en á miðju næsta ári. Umræðan hefur nánast einungis snúist um skóla sem þurfa að vísa frá nemendum sem eru 25 ára og eldri. Hins vegar er nemendum að fækka í öllum skólum.“ MR tekur inn um 250 nýnema á hverju ári. Yngvi segir stefna í að skólinn geti einungis tekið inn um 175 nýnema þegar skólaárið 2015/2016 hefst, ef frumvarpið verður að lögum. Skólinn þyrfti þá að leggja niður fjögur stöðugildi. „Hins vegar vitum við ekki hvernig staðan verður í vor og ég vona að frumvarpið taki breytingum á Alþingi.“Guðríður ArnardóttirGuðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir félagsmenn hafa miklar áhyggjur af stöðu mála og framtíð skólanna. „Það segir sig sjálft að þegar það er svona mikill niðurskurður í fjármagni til skólanna, og þegar þú fækkar nemendum þetta mikið eins og raunin virðist ætla að verða, að það muni hafa í för með sér fækkun í stéttinni,“ segir Guðríður. „Það hefur verið nokkuð óljóst hvernig standa á að þessum breytingum og ekki einungis vegna þessara áforma um að fækka nemendaígildunum heldur líka vegna styttingaráformanna. Um leið og þú fækkar áföngum til stúdentsprófs þá þarftu færri kennara. En ég held enn í vonina um að stjórnvöld veiti áfram svigrúm fyrir þessa fjölbreytni og sveigjanleika sem við höfum verið svo stolt af í framhaldsskólunum.“
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira