Hnífjafnt hjá Skotum í nýrri könnun Andri Ólafsson skrifar 8. september 2014 07:45 Alex Salmond og stuðningsmenn hans njóta meira trausts hjá kjósendum í Skotlandi en leiðtogar sambandssinna. nordicphotos/AFP Fimmtíu og eitt prósent kjósenda í Skotlandi segist vilja að landið verði sjálfstætt, samkvæmt könnun sem dagblaðið The Sunday Times birti í gær. Fjörutíu og níu prósent vilja halda sambandinu við Bretland. Það er enn frekara áhyggjuefni fyrir sambandssinna að leiðtogi þeirra, Alistair Darling, nýtur minna trausts en leiðtogi sjálfstæðissinna, Alex Salmond. Um 40 prósent kjósenda segjast treysta Salmond en aðeins 30 prósent Darling. Stjórnmálaskýrendur benda á að þrátt fyrir að nánast enginn marktækur munur sé nú á fylgi fylkinganna samkvæmt könnuninni séu skýr merki um að fylgi sjálfstæðissinna sé í uppsveiflu.Skotland, Sjálfstæði, Þjóðaratkvæðagreiðsla, Nicola Sturgeon, Alex SalmondÞetta er í fyrsta sinn sem sjálfstæðissinnar leiða í könnunum. Það eru aðallega konur, kjósendur undir fertugu og láglaunafólk sem hefur skipt um skoðun og vill nú sjálfstæði, samkvæmt YouGov sem gerði könnunina. „Þessi tímamótakönnun sýnir að Já-hreyfingin hefur vindinn í bakið, en við höfum enn mikið verk að vinna ef við ætlum að sigra í kosningunum,“ segir Nicola Sturgeon, einn af leiðtogum sjálfstæðissinna. „Fleiri og fleiri eru að átta sig á því að atkvæði greitt sjálfstæði gefur tækifæri til þess að nýta auðlindir landsins betur í þágu þeirra sem búa hér. Skapa fleiri störf og verja mikilvæga grunnþjónustu, eins og heilsugæsluna, sem stjórnmálamenn í London vilja einkavæða,“ bætir hún við.Skotland, Sjálfstæði, Þjóðaratkvæðagreiðsla, Nicola Sturgeon, Alex SalmondAlistair Darling benti á að skoðanakönnunum síðustu daga bæri ekki alveg saman. Til dæmis birtist önnur skoðanakönnun í gær sem sýndi sambandssinna með fjögurra prósentustiga forskot. „En skilaboðin sem ég tel birtast í þessu eru skýr: Ef þú vilt að Skotland verði áfram hluti af Bretlandi, þá verður þú að kjósa. Aðskilnaður er endanlegur. Þessar skoðanakannanir eru áminning til allra þeirra sem héldu að úrslitin væru ráðin. Það var og verður ekki þannig.“ Stjórnvöld í London, sem vilja eindregið halda sambandi við Skota, voru fljót að bregðast við með útspili sem sagt er að eigi að höfða til óákveðinna kjósenda. George Osborne fjármálaráðherra kynnti hugmyndir um að færa skoska þinginu aukið fjárveitingavald. „Við munum kynna þær hugmyndir frekar á allra næstu dögum,“ sagði Osborne í viðtali á BBC í gær. Hann ítrekaði í viðtalinu að Skotum stæði ekki til boða að halda breska pundinu ef þeir kysu sjálfstæði. En gjaldeyrismál munu vega þungt í huga margra kjósenda þegar gengið verður til atkvæða þann 18. september næstkomandi. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Fimmtíu og eitt prósent kjósenda í Skotlandi segist vilja að landið verði sjálfstætt, samkvæmt könnun sem dagblaðið The Sunday Times birti í gær. Fjörutíu og níu prósent vilja halda sambandinu við Bretland. Það er enn frekara áhyggjuefni fyrir sambandssinna að leiðtogi þeirra, Alistair Darling, nýtur minna trausts en leiðtogi sjálfstæðissinna, Alex Salmond. Um 40 prósent kjósenda segjast treysta Salmond en aðeins 30 prósent Darling. Stjórnmálaskýrendur benda á að þrátt fyrir að nánast enginn marktækur munur sé nú á fylgi fylkinganna samkvæmt könnuninni séu skýr merki um að fylgi sjálfstæðissinna sé í uppsveiflu.Skotland, Sjálfstæði, Þjóðaratkvæðagreiðsla, Nicola Sturgeon, Alex SalmondÞetta er í fyrsta sinn sem sjálfstæðissinnar leiða í könnunum. Það eru aðallega konur, kjósendur undir fertugu og láglaunafólk sem hefur skipt um skoðun og vill nú sjálfstæði, samkvæmt YouGov sem gerði könnunina. „Þessi tímamótakönnun sýnir að Já-hreyfingin hefur vindinn í bakið, en við höfum enn mikið verk að vinna ef við ætlum að sigra í kosningunum,“ segir Nicola Sturgeon, einn af leiðtogum sjálfstæðissinna. „Fleiri og fleiri eru að átta sig á því að atkvæði greitt sjálfstæði gefur tækifæri til þess að nýta auðlindir landsins betur í þágu þeirra sem búa hér. Skapa fleiri störf og verja mikilvæga grunnþjónustu, eins og heilsugæsluna, sem stjórnmálamenn í London vilja einkavæða,“ bætir hún við.Skotland, Sjálfstæði, Þjóðaratkvæðagreiðsla, Nicola Sturgeon, Alex SalmondAlistair Darling benti á að skoðanakönnunum síðustu daga bæri ekki alveg saman. Til dæmis birtist önnur skoðanakönnun í gær sem sýndi sambandssinna með fjögurra prósentustiga forskot. „En skilaboðin sem ég tel birtast í þessu eru skýr: Ef þú vilt að Skotland verði áfram hluti af Bretlandi, þá verður þú að kjósa. Aðskilnaður er endanlegur. Þessar skoðanakannanir eru áminning til allra þeirra sem héldu að úrslitin væru ráðin. Það var og verður ekki þannig.“ Stjórnvöld í London, sem vilja eindregið halda sambandi við Skota, voru fljót að bregðast við með útspili sem sagt er að eigi að höfða til óákveðinna kjósenda. George Osborne fjármálaráðherra kynnti hugmyndir um að færa skoska þinginu aukið fjárveitingavald. „Við munum kynna þær hugmyndir frekar á allra næstu dögum,“ sagði Osborne í viðtali á BBC í gær. Hann ítrekaði í viðtalinu að Skotum stæði ekki til boða að halda breska pundinu ef þeir kysu sjálfstæði. En gjaldeyrismál munu vega þungt í huga margra kjósenda þegar gengið verður til atkvæða þann 18. september næstkomandi.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira