Fengu verðlaun fyrir framúrskarandi söng Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2014 13:00 "Við erum hress hópur, glaður og samstilltur,“ segir Helena Marta sem hér er lengst til hægri. „Þetta er heljarinnar prógramm, fullt af erfiðum og flottum lögum,“ segir Helena Marta Stefánsdóttir, einn félaga í Melodiu, kammerkór Áskirkju, um dagskrá tónleika í Háteigskirkju annað kvöld, þriðjudagskvöld. Þar verða flutt lög sem Melodia söng í nýafstaðinni Bela Bartók-kórakeppni í Ungverjalandi og hlaut 2. verðlaun fyrir ásamt tékkneskum kór. Báðir náðu kórarnir þeim stigafjölda sem þarf til að hreppa 1. verðlaun en samkvæmt reglum keppninnar er ekki mögulegt að deila fyrsta sæti og var því sleppt. „Það var mikil ánægja með okkur,“ segir Helena Marta. „Melodia var einn af fimm kórum af fjórtán sem var valinn til að syngja í Grand Prix-hluta keppninnar, það var í raun undankeppni fyrir stóra Grand Prix-keppni á næsta ári.“ Ekki nóg með þessa upphefð heldur fékk Melodia, einn kóra, sérstaka viðurkenningu fyrir flutning á verki sömdu eftir 2009. „Stefnan í keppninni er sú að taka einungis fyrir lög sem samin eru eftir dánardægur Bela Bartók árið 1945, sem þýðir að efnið var að mestu eftir núlifandi tónskáld,“ lýsir Helena Marta. „Við tókum íslensk lög. Svo þurftum við að syngja skyldustykki á ungversku, það gekk ágætlega enda höfum við æft okkur frá áramótum.“ Melodia er sextán manna kór og honum stjórnar Magnús Ragnarsson. Helena segir kórinn hafa verið þann fámennasta í keppninni úti. „En við erum hress hópur, glaður og samstilltur og þessi ferð var ótrúlega skemmtileg upplifun.“ Hinum glæsilega árangri ætlar Melodia að fylgja eftir með tónleikunum í Háteigskirkju annað kvöld sem verða þeir einu af þessu tilefni. Þeir hefjast klukkan 20 og aðgangseyrir er 1.500 krónur. Menning Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Þetta er heljarinnar prógramm, fullt af erfiðum og flottum lögum,“ segir Helena Marta Stefánsdóttir, einn félaga í Melodiu, kammerkór Áskirkju, um dagskrá tónleika í Háteigskirkju annað kvöld, þriðjudagskvöld. Þar verða flutt lög sem Melodia söng í nýafstaðinni Bela Bartók-kórakeppni í Ungverjalandi og hlaut 2. verðlaun fyrir ásamt tékkneskum kór. Báðir náðu kórarnir þeim stigafjölda sem þarf til að hreppa 1. verðlaun en samkvæmt reglum keppninnar er ekki mögulegt að deila fyrsta sæti og var því sleppt. „Það var mikil ánægja með okkur,“ segir Helena Marta. „Melodia var einn af fimm kórum af fjórtán sem var valinn til að syngja í Grand Prix-hluta keppninnar, það var í raun undankeppni fyrir stóra Grand Prix-keppni á næsta ári.“ Ekki nóg með þessa upphefð heldur fékk Melodia, einn kóra, sérstaka viðurkenningu fyrir flutning á verki sömdu eftir 2009. „Stefnan í keppninni er sú að taka einungis fyrir lög sem samin eru eftir dánardægur Bela Bartók árið 1945, sem þýðir að efnið var að mestu eftir núlifandi tónskáld,“ lýsir Helena Marta. „Við tókum íslensk lög. Svo þurftum við að syngja skyldustykki á ungversku, það gekk ágætlega enda höfum við æft okkur frá áramótum.“ Melodia er sextán manna kór og honum stjórnar Magnús Ragnarsson. Helena segir kórinn hafa verið þann fámennasta í keppninni úti. „En við erum hress hópur, glaður og samstilltur og þessi ferð var ótrúlega skemmtileg upplifun.“ Hinum glæsilega árangri ætlar Melodia að fylgja eftir með tónleikunum í Háteigskirkju annað kvöld sem verða þeir einu af þessu tilefni. Þeir hefjast klukkan 20 og aðgangseyrir er 1.500 krónur.
Menning Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira