Lífið

Leitar að Charizard í glansi

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Aron átti sjálfur 4-5 möppur troðfullar af Pokémon-spilum á sínum tíma en gaf svo möppurnar frá sér.
Aron átti sjálfur 4-5 möppur troðfullar af Pokémon-spilum á sínum tíma en gaf svo möppurnar frá sér.
„Ég sé mjög eftir því núna að hafa gefið öll spjöldin mín á sínum tíma,“ segir leikaraneminn Aron Már Ólafsson, en Aron leitar nú dauðaleit að gömlu góðu Pokémon-spilunum.

Hann segir að hægt sé að fá háar upphæðir fyrir réttu spilin, þá sérstaklega ef viðkomandi á réttu útgáfuna af Charizard í glansi.

„Ég var að passa strák á dögunum og hann átti fullt af Pokémon. Ég fór að skoða möppuna hans og sá að hann átti fyrstu útgáfuna af Charizard. Ég fór svo að skoða hvað væri hægt að fá fyrir spilið og sá bæði á eBay og Amazon að það væri hægt að fá 2.000-2.500 dollara fyrir spilið, sem er gjörsamlega fáránlegt.“

Pokémon-æðið gekk yfir heimsbyggðina fyrir tæpum tveimur áratugum og eflaust fá mannsbörn á Íslandi sem ekki muna eftir spilunum. 

Eigir þú fyrstu útgáfuna af Charizard í glansi ertu í góðum málum.
„Ég átti alveg 4-5 troðfullar möppur af spilum. Nú langar mig mjög mikið að smala saman öllum Charizördum landsins og athuga hvort það fást einhverjar upphæðir fyrir þetta. Annars er bara hægt að nota þá sem flott veggfóður,“ segir Aron eldhress. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.